„Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 1. ágúst 2025 13:05 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsmálaráðherra, og Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Formaður Vinstri grænna segir að viðbrögð umhverfis- og orkumálaráðherra við stöðvunarkröfu úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna framkvæmda við Hvammsvirkjun, lýsi yfirlæti hans gagnvart lögbundnum ferlum. Ráðherrann skili algjörlega auðu í náttúruvernd og það sé grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúru. Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála samþykkti í gær kröfu landeigenda við Þjórsá um að framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar verði stöðvaðar. Landeigandi fagnaði niðurstöðunni sen var ekki bjartsýnn á framhaldið. Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, sagði áhrif úrskurðarins óveruleg, þar sem búið væri að breyta þeim atriðum í lögum sem virkjunarleyfið strandaði á, og setja inn heimild til veitingar bráðabirgðavirkjunarleyfis sem Landsvirkjun hafi þegar sótt um. „Framkvæmdir munu halda áfram af fullum þunga og Hvammsvirkjun verður að veruleika,“ skrifar Jóhann Páll. Náttúran eigi engan málsvara á þingi Svandís Svavarsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Jóhann Páll sé nánast annan hvern dag með yfirlýsingar þar sem sjónarmið náttúruverndar eru virt algjörlega að vettugi. „Jóhann Páll er náttúrulega að stimpla sig inn ítrekað sem ráðherra sem er fyrst og fremst að hugsa um orkuiðnaðinn. Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum, og það er bara grafalvarleg staða fyrir íslenska náttúvernd.“ „Ekki nóg með það að enginn flokkur setji mál náttúruverndar í forgang, heldur er það beinlínis svo að ráðherrann sem fer með þann málaflokk, og ber samkvæmt forsetaúrskurði að passa upp á náttúruvernd, hunsar náttúruna ítrekað í sinum yfirlýsingum,“ segir Svandís. Jóhann hafi gert lítið úr niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar og hafi sagt að fyrir liggi að framkvæmdir muni halda áfram. Það sé ekki í hans verkahring að lýsa slíku yfir, framhjá þeirri óvissu sem ríki. „Þegar um er að ræða mál sem ennþá eru í farvegi kærumála og umsóknarferlis, að þá er það verulega umhugsunarvert að ráðherrann skuli fullyrða málalok með þessum hætti.“ Umræða um orkuskort sé blekkingarleikur Svandís segir að umræðan um orkuskort hér á landi sé í besta falli einhverskonar blekkingarleikur. „Samtök Iðnaðarins bera þar mikla ábyrgð, og auðvitað pólitíkin líka, þar sem er látið að því liggja að við séum bara nánast hér á landi á síðustu orkumetrunum, sem er langt frá því að vera tilfellið.“ Mjög verulegur meirihluti orku sem aflað er hér á landi fari til stóriðju, og lítill hluti fari til heimila og minni fyrirtækja. Eftirspurn eftir orku sé ótakmörkuð, og því geti hún ekki verið þáttur sem horft sé til þegar ákvarðanir eru teknar um virkjanir. „Þetta er náttúrulega málflutningur sem stenst ekki skoðun, vegna þess að mörkin eru þá í raun og veru engin,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Deilur um Hvammsvirkjun Vinstri græn Samfylkingin Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landsvirkjun Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira