Upp­gjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Vals­menn úr leik

Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar
Ósvikinn fögnuður.
Ósvikinn fögnuður. Vísir/Diego

Valsmenn eru úr leik í Evrópu eftir 1-2 tap gegn Kauno Zalgiris frá Litáen í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Zalgiris vinnur einvígið því 3-2 og er komið áfram í næstu umferð.

Fyrri leikur liðanna í Litháen endaði með 1-1 jafntefli og var leikurinn í kvöld því galopinn. Gestirnir frá Litháen voru töluvert betri aðilinn í fyrri hálfleik. 

Úr leik kvöldsins.Vísir/Diego

Einkenndist hann af hættulegum sóknum og dauðafærum. Frederik Schram stóð eins og veggur í marki heimamanna en skot Temur Chogadze, leikmanns Kauno Zalgiris reyndist brjóta þann vegg á 38. mínútu leiksins.

Valsarar létu deigan ekki síga og skoraði Orri Sigurður Ómarsson með skallamarki úr hornspyrnu á 3. mínútu í uppbótatíma. 1-1 jafntefli og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Orri Sigurður skoraði mark Vals í kvöld.Vísir/Diego

Valsmenn fengu á sig annað mark á 51. mínútu þvert á móti gang leiksins en Amine Benchalb tók skot sem átti viðkomu í Bjarna Mark og svo í netið.

Þegar leið á seinni hálfleikinn tóku heimamenn í Val völdin á vellinum og þrýstu gestunum aftur og náðu að skapa sér nokkur góð færi. Þeir voru óheppnir að skora ekki annað mark til þess að jafna leikinn.

Niðurstaða kvöldsins, 1-2 sigur gestanna í Kauno Zalgiris og Valur úr leik.

Gestirnir fagna.Vísir/Diego

Atvik leiksins

Atvik leiksins átti sér stað utan vallar, eða nánar tiltekið í stúkunni. Stuðningsmaður Kauno Zalgiris hljóp hér fyrir framan stuðningsmenn Valsara með ýmsum látum. Heimamenn ekki ánægðir með uppátækið og fékk stuðningsmaðurinn bjórglas í andlitið að launum.

Stjörnur og skúrkar

Frederik Schram hélt Valsmönnum inni í þessum leik og átti hann nokkrar frábærar vörslur. Maður leiksins að mínu mati og mikilvægur hlekkur í liði heimamanna.

Schram vígalegur.Vísir/Diego

Tryggvi Hrafn Haraldsson var flottur, átti 1-2 góð skot og sá um föst leikatriði með prýði. Adam Ægir Pálsson kom inn á sem varamaður á 69. mínútu leiksins og átti fína innkomu, fékk meðal annars dauðafæri en sá bolti endaði framhjá.

Tryggvi Hrafn ógnaði með hraða sínum og krafti.Vísir/Diego

Stemning og umgjörð

Fín stemning á Hlíðarenda, ágætlega mætt í stúkuna. Mjög fín mæting hjá Litháum sem létu vel í sér heyra.

Ágætlega mætt.Vísir/Diego

Dómarar

Fínasta dómgæsla, veit að gestirnir voru ekki sáttir með hversu lengi leikurinn fékk að ganga í uppbótatíma fyrri hálfleiks. Orri Sigurður Ómarsson skoraði einmitt flautumark og voru leikmenn Kauno Zalgiris brjálaðir og fékk markvörður gestanna að líta gula spjaldið.

Dómari leiksins.Vísir/Diego

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira