Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar 31. júlí 2025 07:02 Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg. Samt er sprengt og grafið, ýtt og mokað við Þjórsá, alla daga vikunnar eins og enginn dómur hafi fallið. Við Þjórsá er fallegt þessa dagana og landslagið upp á sitt besta, þótt haugar hrúgist upp á bökkunum undir vélagný. Heimahagar okkar og náttúran eru að breytast á ógnarhraða. Framkvæmdaleyfi var kært og úrskurðarnefnd umhverfismála skoðar kæruna. Á meðan stækkar virkjanasvæðið og raskið vegna framkvæmda við óleyfisvirkjun sést orðið langt að. Forstjóri Landsvirkjunar birtir grein eftir grein í fjölmiðlum, þar sem hann hrósar sjálfum sér en áfellist aðra fyrir mistök sem snúist um formsatriði, en efnislega sé undirbúningur Hvammsvirkjunar hafinn yfir vafa. Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök. Hann virðist ekki heldur vita að 12 landeigendur og heimamenn við Þjórsá unnu málið í Hæstarétti. Þeir höfðuðu það ekki vegna formsatriða. Eins og heimilisofbeldi Forstjóri Landsvirkjunar hefur árum saman talað eins og ekkert tjón sé af stórvirkjun í byggð og engin andstaða sé við hana heldur. Það er þöggun og pólitík og ríkisforstjóri sem tekur sér hlutverk stjórnmálamannsins. Mjög ótraustvekjandi er líka að maður sem starfar í umboði þjóðar tali niður Hæstaréttardóm, vitandi að virkjunin skemmir vatn, land, lífríki, laxastofn og hefur fyrir löngu valdið óbætanlegu tjóni á samfélaginu við Þjórsá. Forstjórinn snýr blinda auganu að því, enda með Hvammsvirkjunarþráhyggju, sama hve oft er slegið á puttana á honum.. Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið. Ef það var þá einhverntímann reynt – því alltaf var áherslan á ímyndasmíð, þöggun, fegrun og hliðrun upplýsinga sem gerir að þeir sem ekkert þekkja til sjá fyrir sér indælis rennslisvirkjun, með glöðum löxum skoppandi um fiskvegi og mikla farsæld sveita í frábærum orkuskiptum. Heimamenn upplifa hinsvegar að fallega sveitin þeirra er orðin iðnaðarsvæði. Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð. Sókn er kannski besta vörnin, þegar skákað er í skjóli virkjanabrjálaðs Alþingis. En að svara ekki og þykjast ekki sjá ábendingar um gallaða stórframkvæmd sem gjörbreytir náttúrunni og aðstæðum fólks er valdníðsla. Áfellisdómur yfir Alþingi, segir forstjórinn, af því lög landsins hugnast honum ekki. En er það ekki áfellisdómur yfir Landsvirkjun að hún taki þátt í því að þvinga í gegn ólöglega framkvæmd í stað þess að bíða eftir að ný lög taki gildi eins og venja er í réttarríki? Ólík svör Orkustofnunar og Landsvirkjunar Það er rétt hjá forstjóranum að af Hvammsvirkjun hefur hlotist tjón, efnahagslegt og samfélagslegt. Mikið og ónauðsynlegt. Ábyrgð Landsvirkjunar á því hlýtur einhvern tímann að verða til umræðu. Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem ekki stóðust lög. Sjálfskoðun væri nær en að leika fórnarlamb og bera alla aðra sökum. Þegar Hæstaréttardómur var kveðinn upp um ólögmæti Hvammsvirkjunar, svaraði forstjóri Orkustofnunar spurningum um dóminn eins og eðlilegur embættismaður. Vinna þyrfti gögn málsins og bera saman við ný lög áður en virkjanaleyfi yrði gefið út. Hann sagðist ekki ekki geta svarað fyrir það hvort ráðast þyrfti í breytingar á umfangi virkjunarinnar af umhverfisverndarástæðum. Þetta er svar embættismanns sem ætlar að vinna mál á grundvelli gagna og laga. Forstjóri Landsvirkjunar og orkumálaráðherra þurftu hinsvegar engin gögn og gátu talað niður Hæstaréttardóminn um leið og hann féll. Það hefði einhvern tímann verið talið valda vanhæfi. Stöndum upp og verjum lýðræðið og náttúruna Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínu fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst. Þrýst var á Orkustofnun að gefa leyfi með hraði, sem svo ekki stóðst. Heimamenn og landeigendur sóttu rétt sinn á tveimur dómstigum og unnu, en það breytti engu. Svona umgengni um leikreglur samfélagsins er stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun án virkjanaleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun. Nú þarf fólk að standa upp og verja náttúruna og lýðræðið, gegn embættismönnum og stjórnarherrum sem telja sig hafna yfir lög og reglur. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björg Eva Erlendsdóttir Deilur um Hvammsvirkjun Landsvirkjun Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Framkvæmdir við Hvammsvirkjun hafa nú staðið í marga mánuði, þótt virkjanaleyfið hafi verið fellt úr gildi með dómi Hæstaréttar. Virkjunin er ólögleg. Samt er sprengt og grafið, ýtt og mokað við Þjórsá, alla daga vikunnar eins og enginn dómur hafi fallið. Við Þjórsá er fallegt þessa dagana og landslagið upp á sitt besta, þótt haugar hrúgist upp á bökkunum undir vélagný. Heimahagar okkar og náttúran eru að breytast á ógnarhraða. Framkvæmdaleyfi var kært og úrskurðarnefnd umhverfismála skoðar kæruna. Á meðan stækkar virkjanasvæðið og raskið vegna framkvæmda við óleyfisvirkjun sést orðið langt að. Forstjóri Landsvirkjunar birtir grein eftir grein í fjölmiðlum, þar sem hann hrósar sjálfum sér en áfellist aðra fyrir mistök sem snúist um formsatriði, en efnislega sé undirbúningur Hvammsvirkjunar hafinn yfir vafa. Hann segir Alþingi hafa samþykkt lög óvart, kerfið verið of flókið, stofnanir ekki talað saman og Orkustofnun hafi gefið leyfi of seint. Aldrei minnist forstjórinn á að Landsvirkjun sjálf gæti hafa gert mistök. Hann virðist ekki heldur vita að 12 landeigendur og heimamenn við Þjórsá unnu málið í Hæstarétti. Þeir höfðuðu það ekki vegna formsatriða. Eins og heimilisofbeldi Forstjóri Landsvirkjunar hefur árum saman talað eins og ekkert tjón sé af stórvirkjun í byggð og engin andstaða sé við hana heldur. Það er þöggun og pólitík og ríkisforstjóri sem tekur sér hlutverk stjórnmálamannsins. Mjög ótraustvekjandi er líka að maður sem starfar í umboði þjóðar tali niður Hæstaréttardóm, vitandi að virkjunin skemmir vatn, land, lífríki, laxastofn og hefur fyrir löngu valdið óbætanlegu tjóni á samfélaginu við Þjórsá. Forstjórinn snýr blinda auganu að því, enda með Hvammsvirkjunarþráhyggju, sama hve oft er slegið á puttana á honum.. Landsvirkjun er að knýja í gegn stórvirkjun án leyfa, þegar fullreynt er að ná sáttum við nærsamfélagið. Ef það var þá einhverntímann reynt – því alltaf var áherslan á ímyndasmíð, þöggun, fegrun og hliðrun upplýsinga sem gerir að þeir sem ekkert þekkja til sjá fyrir sér indælis rennslisvirkjun, með glöðum löxum skoppandi um fiskvegi og mikla farsæld sveita í frábærum orkuskiptum. Heimamenn upplifa hinsvegar að fallega sveitin þeirra er orðin iðnaðarsvæði. Forstjórinn blæs á það, enda hefur hann aldrei séð neitt kvikt við Þjórsá, nema sitt fólk og oddvitann. Aðferðin minnir á hvernig heimilisofbeldi er þaggað niður. Ekkert er að, húsbóndinn segir fjölskylduna hamingjusama og sjáist áverkar á konu eða börnum, þá gengu þau óvart á hurð. Sókn er kannski besta vörnin, þegar skákað er í skjóli virkjanabrjálaðs Alþingis. En að svara ekki og þykjast ekki sjá ábendingar um gallaða stórframkvæmd sem gjörbreytir náttúrunni og aðstæðum fólks er valdníðsla. Áfellisdómur yfir Alþingi, segir forstjórinn, af því lög landsins hugnast honum ekki. En er það ekki áfellisdómur yfir Landsvirkjun að hún taki þátt í því að þvinga í gegn ólöglega framkvæmd í stað þess að bíða eftir að ný lög taki gildi eins og venja er í réttarríki? Ólík svör Orkustofnunar og Landsvirkjunar Það er rétt hjá forstjóranum að af Hvammsvirkjun hefur hlotist tjón, efnahagslegt og samfélagslegt. Mikið og ónauðsynlegt. Ábyrgð Landsvirkjunar á því hlýtur einhvern tímann að verða til umræðu. Því það var Landsvirkjun en enginn annar sem stofnaði til rándýrra framkvæmda sem ekki stóðust lög. Sjálfskoðun væri nær en að leika fórnarlamb og bera alla aðra sökum. Þegar Hæstaréttardómur var kveðinn upp um ólögmæti Hvammsvirkjunar, svaraði forstjóri Orkustofnunar spurningum um dóminn eins og eðlilegur embættismaður. Vinna þyrfti gögn málsins og bera saman við ný lög áður en virkjanaleyfi yrði gefið út. Hann sagðist ekki ekki geta svarað fyrir það hvort ráðast þyrfti í breytingar á umfangi virkjunarinnar af umhverfisverndarástæðum. Þetta er svar embættismanns sem ætlar að vinna mál á grundvelli gagna og laga. Forstjóri Landsvirkjunar og orkumálaráðherra þurftu hinsvegar engin gögn og gátu talað niður Hæstaréttardóminn um leið og hann féll. Það hefði einhvern tímann verið talið valda vanhæfi. Stöndum upp og verjum lýðræðið og náttúruna Staða átakanna um virkjun í byggð við Þjórsá hefur í sumar náð að verða samfélagslega hættuleg. Að baki eru mörg ár þar sem Landsvirkjun, ríkið í ríkinu, hefur farið sínu fram. Með síðustu úrskurðum og dómum er þetta orðið öllum ljóst. Þrýst var á Orkustofnun að gefa leyfi með hraði, sem svo ekki stóðst. Heimamenn og landeigendur sóttu rétt sinn á tveimur dómstigum og unnu, en það breytti engu. Svona umgengni um leikreglur samfélagsins er stórhættulegt fordæmi fyrir allar þær framkvæmdir sem framundan eru. Að byggja virkjun án virkjanaleyfis, með langsóttum skýringum á því að allt megi nema vinna ofan í árfarveginum, er eins hver annar fíflagangur sem misbýður allri rökhugsun. Nú þarf fólk að standa upp og verja náttúruna og lýðræðið, gegn embættismönnum og stjórnarherrum sem telja sig hafna yfir lög og reglur. Höfundur er framkvæmdastjóri Landverndar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun