Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:53 Allt vatn þarf að sjóða í Stöðvarfirði vegna örgerlamengunar. Vísir/Samsett Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira
Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Sannarlega ekki í fósturstellingu grátandi yfir þessu“ Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Sjá meira