Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 30. júlí 2025 13:53 Allt vatn þarf að sjóða í Stöðvarfirði vegna örgerlamengunar. Vísir/Samsett Kimi Tayler er aðfluttur Stöðfirðingur og starfsmaður í Steinasafni Petru. Hún segir sig og alla íbúa bæjarins komna með upp í kok af ferðamönnum sem geri þarfir sínar á víðavangi í bænum. Hún hefur orðið vör við saur við göngustíga, á bak við líkamsrækt bæjarins og í lækjum fjarðarins. Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra. Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira
Kimi hefur verið búsett á Íslandi í átta ár og þar af þrjú í Stöðvarfirði þar sem hún vinnur í Steinasafni Petru. Hún segir þetta vandamál hafa færst í aukana á undanförnum árum. Hvort það er vegna aukins fjölda ferðamanna vill hún ekki fullyrða. Hún segist hafa samúð með ferðamönnum í salernisleit enda hægara sagt en gert að finna almenningsklósett á Austfjörðum. Það sé þó aldrei í lagi að kúka á gangstéttina í þéttbýli. „Ég skil vel vanda ferðamanna með að finna almenningssalerni og sérstaklega úti á landi. En þú ert að keyra í gegnum þorp, þú sérð að hér eigi fólk heima. Að þú skulir gera svona lagað er engan veginn í lagi,“ segir hún. Kimi segist hafa víða heyrt frá vinum og nágrönnum að þeir hafi rambað fram á mannasaur þegar þau eru úti með hundin eða í göngutúr í firðinum. „Fólk kemur til Íslands fyrir náttúrufegurðina. Þannig að saurga hana á þennan hátt er algjörlega óásættanlegt,“ segir Kimi. Það var svo í gær að sveitarfélagið Fjarðabyggð birti tilkynningu á vef sínum um að ekólí hafi greinst í neysluvatni bæjarins. Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir afar ólíklegt að það sé af völdum úrgangs manna enda séu lindarbrunnarnir sem vatnir er tekið upp talsvert uppi í hlíðum og því líklegra að sýkingin hafi borist þangað með úrgangi fugla, sauðfjár eða hreindýra.
Fjarðabyggð Heilbrigðismál Ferðaþjónusta Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Innlent Fleiri fréttir Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Sjá meira