Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 11:39 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Skotlandi í gær. AP/Christopher Furlong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira
Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fleiri fréttir Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Sjá meira