Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2025 11:39 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, í Skotlandi í gær. AP/Christopher Furlong Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær hafa slitið vinskap sínum við Jeffrey Epstein, hin látna barnaníðing, fyrir mörgum árum. Forsetinn sagðist hafa gert það eftir að Epstein sveik hann með því að ráða starfsfólk Trumps til sín tvisvar sinnum. Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“. Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Trump svaraði spurningum blaðamanna í Skotlandi í gær og þar sagðist hann ekki hafa talað við Epstein um árabil, eftir að barnaníðingurinn hefði „gert svolítið óviðeigandi“. Það var að ráða einhvern sem vann fyrir Trump. „Hann stal fólki sem vann fyrir mig. Ég sagði honum að gera það aldrei aftur en hann gerði það aftur og ég henti honum út af staðnum. Gerði hann óvelkominn,“ sagði Trump. Ekki kom fram í ummælum hans hvaða stað Trump var að tala um en hann sagðist ánægður með að hafa vísað Epstein á brott. Því næst sagðist Trump aldrei hafa notið þeirra „forréttinda“ að fara til eyju Epsteins, eins og margir aðrir gerðu. Hann sagðist hafa hafnað boði til eyjunnar. Forsetinn sagði ekki hvaða starfsfólk um væri að ræða né hvar það hafði unnið en AP fréttaveitan segir starfsmenn hans í Hvíta húsinu ekki hafa viljað svara spurningum um ummælin. Þessi ummæli fara gegn fyrri ummælum Trump-liða um vinslit Trumps og Epsteins á árum áður en Steven Cheung, einn talsmanna Trumps, sagði í yfirlýsingu í síðustu viku að Trump hefði sparkað Epstein fyrir að „vera ógeð“. Washington Post segir þetta hafa gerst á svipuðum tíma og Trump og Epstein deildu um fasteign í Palm Beach í Flórída, árið 2004. Áður höfðu þeir verið vinir um árabil. Nokkrum mánuðum síðar hófst rannsókn á kynferðisbrotum Epsteins gegn börnum. Umdeilt samkomulag Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangaklefa árið 2019. Hann var 66 ára gamall og hafði þá verið ákærður fyrir mansal og sakaður um að misnota stúlkur kynferðislega og jafnvel útvega áhrifamiklum vinum sínum eins og Andrési prins stúlkur til að misnota. Epstein játaði einnig á sig kynferðisbrot árið 2007 í umdeildu og leynilegu samkomulagi við yfirvöld. Mörgum spurningum er ósvarað um þetta samkomulag og hvað það fól í sér. Samkomulagið fól í sér að Epstein sat í fangelsi í þrettán mánuði fyrr að misnota á fjórða tug ungra stúlkna undir lögaldri í New York og Flórída frá árunum 2002 til 2005. Samkomulagið gerði honum kleift að komast hjá alríkisákærum og kom í veg fyrir að hægt væri að ákæra einhverja af samverkamönnum Epsteins. Saksóknarinn Alex Acosta gerði það samkomulag við Epstein en hann starfaði síðar sem ráðherra í fyrstu ríkisstjórn Trumps. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug tengdar Epstein á undanförnum árum. Þar á meðal hefur því verið haldið fram að yfirvöld í Bandaríkjunum sitji á umfangsmiklum gögnum sem bendli þekkt fólk við misnotkun Epstein. Því hefur einnig verið haldið fram að Epstein hafi verið myrtur í fangelsinu en ekki svipt sig lífi. Sjá einnig: Ný gögn varpa ljósi á hinstu daga Epsteins Meðal samsæriskenninganna sem tengjast Epstein er að hann hafi átt lista yfir áhrifamikla menn í Bandaríkjunum sem hafi misnotað stúlkur með honum og á eyju hans. Hluti þessara áðurnefndu gagna hefur verið birtur en ekki gögnin í heild sinni. Stuðningsmenn Trumps ósáttir Ghislaine Maxwell, fyrrverandi kærasta Epsteins og aðstoðarkona hans til langs tíma, var dæmd í tuttugu ára fangelsi fyrir mansal og önnur brot en hún reynir nú að fá þeim dómi hnekkt. Rannsakendur hafa átt í viðræðum við hana um hvort hún geti varpað frekara ljósi á Epstein-málið svokallaða. Sjá einnig: Maxwell biðlar til Hæstaréttar Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum árum kynnt undir samsæriskenningar um Epstein og dauða hans en málið hefur reynst Trump erfitt eftir að hann varð aftur forseti. Ríkisstjórn hans hefur staðið í vegi þess að frekari gögn úr málinu yrðu opinberuð en fregnir hafa einnig borist af því að Trump hafi verið tilkynnt að nafn hans komi nokkrum sinnum fyrir í rannsóknargögnunum. Hann og aðrir sem starfa nú í ríkisstjórn hans höfðu áður heitið því að opinbera öll gögn rannsóknarinnar. Dómsmálaráðuneytið hefur gefið út að ekkert bendi til annars en að Epstein hafi í raun svipt sig lífi, sem hann hafði einnig reynt að gera tveimur vikum áður en honum tókst það. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá mörgum af stuðningsmönnum Trumps, sem hafa meðal annars sakað Trump um einhverskonar yfirhylmingu. Þegar JD Vance, varaforseti Trumps, fór nýverið heim til sín í Ohio mættu honum mótmælendur sem héldu meðal annars á skiltum sem á stóð að hann stæði vörð um barnaníðinga og að „GOP“, sem er óformlegt heiti Repúblikanaflokksins, stæði fyrir „Guardians of pedophiles“, eða „Verndarar barnaníðinga“.
Bandaríkin Donald Trump Mál Jeffrey Epstein Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Fleiri fréttir Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna