„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 12:46 Deion Sanders var ekki í neinum feluleik þegar hann ræddi veikindi sín opinskátt. Getty/AAron Ontiveroz Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni. Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira
Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NFL Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Handbolti Óskar Hrafn fer ekki fet Íslenski boltinn Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Fótbolti Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Enski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Enski boltinn Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Golf FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Íslenski boltinn Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Sport Fleiri fréttir Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búin að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Epicbet sýni handboltann í leyfisleysi: „Enda ólöglegar síður“ Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Dagskráin í dag: Íslenskur körfubolti í sviðsljósinu Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Martin öflugur í góðum sigri Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Teitur inn í landsliðið Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Sjá meira