„Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júlí 2025 12:46 Deion Sanders var ekki í neinum feluleik þegar hann ræddi veikindi sín opinskátt. Getty/AAron Ontiveroz Einn litríkasti leikmaðurinn og þjálfarinn í sögu ameríska fótboltans hefur komið fram og sagt frá harðri baráttu sinni við krabbamein. Hann fagnaði sigri í þeirri baráttu og ætlar líka að eyða skömminni. Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports) NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira
Deion Sanders var lengi stórstjarna í NFL deildinni en er nú þjálfari háskólaliðs University of Colorado þar sem hann er óhræddur við yfirlýsingarnar og hefur tekist að búa til gríðarlega skemmtilega stemmningu í kringum liðið sitt. Sanders eða „Prime Time“ eins og hann var kallaður á leikmannaferlinum var alltaf maður stóru augnablikanna og hann ætlar ekki að gefa sig í stærsta stríði lífsins utan vallar. Síðasta ár hefur reynst honum afar erfitt eftir að hann greindist með krabbamein. Sigraðist á krabbameininu Hinn 57 ára gamli Sanders kom fram á blaðamannafundi í gær og sagðist hafa sigrast á krabbameininu sem var í þvagblöðru hans. Hann var opinskár og hreinskilinn þegar kom að veikindunum og afleiðingum þeirra á líkama hans. Fjarlægja þurfti þvagblöðru Sanders til að komast fyrir krabbameinið. Sanders mætti á fundi með lækni sínum og var óhræddur að ræða stöðuna á sér. Hann sagðist vera staðráðinn að eyða skömminni í kringum veikindi sem þessi. „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður. Hún [Janet Kukreja læknir] hefur ekki aðeins meðhöndlað mig heldur hefur hún einnig komið mér í samband við fólk sem hefur þurft að ganga í gegnum það sama. Ég gat talað við þau og fengið betur að vita hvað bíður mín. Ekki bara með augum læknis heldur í gegnum reynslu þess sem hefur gengið í gegnum svona áður,“ sagði Sanders. Pissar á sig eins og barnabarnið Hann viðurkennir líka að lenda ítrekað í því að pissa á sig. „Ég get ekki stjórnað blöðrunni minni. Þótt ég fari fjórum til fimm sinnum á klósettið á nóttu þá er ég að vakna eins og barnabarnið mitt. Við glímum við sama vandamál núna og förum í keppni um hvor okkar er með þyngri bleyju í lok næturinnar,“ sagði Sanders í léttum tón og eins og honum einum er lagið. Hann vildi líka koma einu á hreint. „Ef þið sjáið ferðaklósett á æfingum okkar eða í leikjum þá á það ekki að koma ykkur á óvart, Staðan er bara þannig,“ sagði Sanders. Hann heldur ekki í sér lengur. Sanders hefur lenti í fleiri vandræðum með heilsu sína, því hann fékk blóðtappa í fæturna og missti tvær tær árið 2022. Hann fór líka í neyðaraðgerð árið 2023 vegna blóðtappa í mjöðm og í fæti fyrir neðan hné. Sanders ætlar að halda áfram að þjálfa og það er áfram mikill áhugi á honum og hans liði enda skemmtikraftur af guðs náð. Hann segir fullur orku til að hella sér út í þjálfun og ætlar sér stóra hluti með University of Colorado liðið á næsta tímabili. View this post on Instagram A post shared by Front Office Sports (@frontofficesports)
NFL Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Fortuna - Breiðablik | Blikar með bakið upp við vegg Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Dagskráin í dag: Sá markahæsti og félagar fá heimsókn frá Kanada Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Sjá meira