Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Árni Sæberg skrifar 28. júlí 2025 13:11 Hægt er að kæra húsbrot með því að mæta á lögreglustöð. Vísir/Vilhelm Aðalvarðstjóri hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert hægt að gera í málum tveggja manna, sem hafa ítrekað verið teknir fyrir húsbrot, nema hlutaðeigandi eigendur kæri þá. Fólk haldi oft að ekki þurfi að aðhafast frekar en að hringja á lögreglu og kæri því ekki. Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“ Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Í dagbókarfærslu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fyrir verkefni næturinnar sagði frá tveimur tveimur mönnum sem lögregla þufti að vísa út úr sameign fjölbýlishúss í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu. „Ekki teljandi lengur þessi skipti þar sem þessum er vísað út,“ sagði í dagbókinni. Veltur á því að húseigendur kæri Svo virðist sem þessir tilteknu menn mikli það ekki fyrir sér að fremja húsbrot en að sögn Unnars Más Ástþórssonar, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar á Hverfisgötu, er um ógæfumenn að ræða, sem eru í leit að húsaskjóli. „Það er hægt að gera smá í þessu en það veltur á því að húseigendur, þá væntanlega húsfélag, fyrst þetta er stigagangur, telji sig geta kært viðkomandi fyrir húsbrot. Þá er ég ekki að tala um innbrot, það er öðruvísi, heldur húsbrot. Það eru oft sömu einstaklingar sem eru að stunda þetta. Við reynum að skerast í leikinn og koma málum í viðeigandi farveg. Ef þetta eru óreglumenn þá fara þeir í úrræði á vegum borgarinnar, eða þá fara í gistingu hjá okkur, þangað til að það er hægt að tala við þá.“ Fólk kæri yfirleitt ekki Unnar Már segir að húseigendur kæri yfirleitt ekki húsbrot af þessu tagi og því séu afleiðingar af þeim takmarkaðar. Þó séu til dæmi um að það hafi verið gert. „Stundum er það þannig að einstaklingar halda að þegar lögreglan er komin í málið, þá gerist hlutirnir sjálfkrafa. Það er ekki svo í þessu tilfelli enda þarf að kæra húsbrot. Það kostar náttúrulega smá vinnu fyrir viðkomandi húseiganda eða húsfélag, og hann er kannski ekki tilbúinn í að leggja í þá vinnu.“
Lögreglumál Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum „Ekki algengt að svona lekar verði“ Stóraukning skipulagðrar glæpastarfsemi og innbrotahrina hjá listamanni Flugvél með fjórum innanborðs fór út af flugbraut Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels