Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar 26. júlí 2025 14:02 Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi. Við búum þegar við eitt hreinasta og sjálfbærasta raforkukerfi í heimi. Vatnsafl og jarðhiti knýja heimilin okkar, stofnanir og fyrirtæki. Við höfum nóg af orku til að mæta daglegum þörfum samfélagsins. Það sem nú er kallað „orkuskortur“ er í raun eftirspurn sem stafar af fjárfestingum, gagnaverum og iðnaðaruppbyggingu. Áætlun um vöxt sem krefst ákveðinnar fórnar sem ég get lofað ykkur að við erum ekki tilbúin í að gefa upp. Eins og allir vita þá er ekki verið að virkja fyrir fólkið í landinu heldur fyrir hagnað lítils hóp einstaklinga sem hefur tapað allri tengingu við sál sína og náttúru. Nýja krafan um vindorkuver snýst um fjárfestingar, stórfyrirtæki og útflutning á orku. Og með því er verið að fórna því heilagasta: náttúrunni sjálfri. Við erum að missa það sem engin tækninýjung getur skapað: Fjöllin. Þögnina. Fuglinn. Vindur án vélahljóða. Friður, ró og fegurð. Það sem kallast „vistvænt“ er í raun ný tegund mengunar. Við verðum að hætta að kalla allt sem ekki mengar beint „vistvænt“. Það er ekkert vistvænt við að sprengja berg eða raska lífríki með háspennulínum, vegum og myllugörðum. Svo henda þau fram „græn framtíð“ sem er ekkert nema nýtt form af mengun. Orkumengun. Sjónmengun. Hljóðmengun. Andleg mengun. Það er ekkert grænt við það. Ekki láta blekkjast af fagorðum. Þau bjuggu til vandamálið og hönnuðu lausnina. Þeir sem vilja, sjá augljóslega hvað raunverulega stendur til. Mér verður reglulega hugsað til Avatar og þeirra áhrifa sem sú mynd hafði á fólk. Þar var þjóð sem lifði í tengslum við náttúruna, við anda og orku lífsins. Svo kom hvíti gráðugi maðurinn og vildi ná í orku og málma með tilheyrandi gróða. Flestir hafa nú séð myndina og ég efast um að margir voru að hvetja hvíta kallinn áfram í sinum aðgerðum, en hér erum við. Þetta er að raungerast núna, í alvöru. Ekki á Pandoru, heldur í heiðum Íslands. Við fjöllin, við vötnin, þar sem landið andar og talar hvað mest. Ef þessi svokölluðu „orkuskipti“ fela í sér að við töpum tengslunum við náttúruna og náttúran missir upprunalega tón sinn, þá erum við búin að tapa leiknum. Hvað viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar? Hvort er mikilvægara, að barnið þitt geti hlaðið iPadinn sinn enn hraðar eða að þú getir gengið með því í ósnortna náttúru? Í alvöru kyrrð, séð rjúpu, örn, ref, fundið lyktina af blóðbergi. Getað sagt stolt/ur við barnið þitt: „Þetta er náttúra Íslands. Hún er heilög og við pössum upp á hana”. Við getum ekki bæði gengið í óspillta náttúru og sprengt hana. Við verðum að velja. Spurningar sem allir þurfa að spyrja sig eru: Hvers vegna er verið að gera þetta? Fyrir hvern er það? Og á hvaða verði? Því seinast þegar ég tékkaði þá var Ísland ekki til sölu. Við höfum orkuna sem við þurfum. Við getum gert orkuskipti án þess að raska meira landi. Við getum valið leiðir sem þjóna fólkinu. Það sem vantar er ekki fleiri vélar eða virkjanir. Það sem vantar er meðvitund, heiðarleiki og hugrekki til að segja nei. Landið talar, og þetta vitum við sem eyðum okkar tíma þar, en erum við að hlusta? Við viljum ekki vera sú kynslóð sem horfir til baka eftir tíu ár og segir: „Af hverju gerðum við ekkert?“ Við verðum að standa vörð. Fyrir okkur, fyrir landið og fyrir framtíðina. Höfundur er náttúran. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Orkumál Mest lesið Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson Skoðun Er spilakassi í þínu hverfi? Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Enga uppgjöf í leikskólamálum Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar Skoðun Þögnin sem ég hélt að myndi bjarga mér Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Lög fyrir hina veiku. Friðhelgi fyrir hina sterku Marko Medic skrifar Skoðun Samruni í blindflugi – þegar menningararfur er settur á færiband Helgi Felixson skrifar Skoðun Málstjóri eldra fólks léttir fjórðu vakt kvenna Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland og Trump - hvernig samband viljum við nú? Rósa Björk Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Sækjum til sigurs í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Öryggismál Íslands eru í uppnámi Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Pakkaleikur á fjölmiðlamarkaði Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Semjum við Trump: Breytt heimsmynd sem tækifæri, ekki ógn Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ungmennahús í Hveragerði Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Nýjar leiðbeiningar WHO um geðheilbrigðismál Kristín Einarsdóttir skrifar Skoðun Treystum við ríkisstjórninni fyrir náttúru Íslands? Guðmundur Hörður Guðmundsson skrifar Skoðun Allt hefur sinn tíma Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hernaðaríhlutun og mannréttindi í Venesúela Volker Türk skrifar Skoðun Er verið að svelta millistéttina til hlýðni? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Við skulum hafa eitt á hreinu: Það er ekki raunverulegur orkuskortur á Íslandi og það verður Aldrei raunverulegur orkuskortur á Íslandi. Við búum þegar við eitt hreinasta og sjálfbærasta raforkukerfi í heimi. Vatnsafl og jarðhiti knýja heimilin okkar, stofnanir og fyrirtæki. Við höfum nóg af orku til að mæta daglegum þörfum samfélagsins. Það sem nú er kallað „orkuskortur“ er í raun eftirspurn sem stafar af fjárfestingum, gagnaverum og iðnaðaruppbyggingu. Áætlun um vöxt sem krefst ákveðinnar fórnar sem ég get lofað ykkur að við erum ekki tilbúin í að gefa upp. Eins og allir vita þá er ekki verið að virkja fyrir fólkið í landinu heldur fyrir hagnað lítils hóp einstaklinga sem hefur tapað allri tengingu við sál sína og náttúru. Nýja krafan um vindorkuver snýst um fjárfestingar, stórfyrirtæki og útflutning á orku. Og með því er verið að fórna því heilagasta: náttúrunni sjálfri. Við erum að missa það sem engin tækninýjung getur skapað: Fjöllin. Þögnina. Fuglinn. Vindur án vélahljóða. Friður, ró og fegurð. Það sem kallast „vistvænt“ er í raun ný tegund mengunar. Við verðum að hætta að kalla allt sem ekki mengar beint „vistvænt“. Það er ekkert vistvænt við að sprengja berg eða raska lífríki með háspennulínum, vegum og myllugörðum. Svo henda þau fram „græn framtíð“ sem er ekkert nema nýtt form af mengun. Orkumengun. Sjónmengun. Hljóðmengun. Andleg mengun. Það er ekkert grænt við það. Ekki láta blekkjast af fagorðum. Þau bjuggu til vandamálið og hönnuðu lausnina. Þeir sem vilja, sjá augljóslega hvað raunverulega stendur til. Mér verður reglulega hugsað til Avatar og þeirra áhrifa sem sú mynd hafði á fólk. Þar var þjóð sem lifði í tengslum við náttúruna, við anda og orku lífsins. Svo kom hvíti gráðugi maðurinn og vildi ná í orku og málma með tilheyrandi gróða. Flestir hafa nú séð myndina og ég efast um að margir voru að hvetja hvíta kallinn áfram í sinum aðgerðum, en hér erum við. Þetta er að raungerast núna, í alvöru. Ekki á Pandoru, heldur í heiðum Íslands. Við fjöllin, við vötnin, þar sem landið andar og talar hvað mest. Ef þessi svokölluðu „orkuskipti“ fela í sér að við töpum tengslunum við náttúruna og náttúran missir upprunalega tón sinn, þá erum við búin að tapa leiknum. Hvað viljum við skilja eftir fyrir börnin okkar? Hvort er mikilvægara, að barnið þitt geti hlaðið iPadinn sinn enn hraðar eða að þú getir gengið með því í ósnortna náttúru? Í alvöru kyrrð, séð rjúpu, örn, ref, fundið lyktina af blóðbergi. Getað sagt stolt/ur við barnið þitt: „Þetta er náttúra Íslands. Hún er heilög og við pössum upp á hana”. Við getum ekki bæði gengið í óspillta náttúru og sprengt hana. Við verðum að velja. Spurningar sem allir þurfa að spyrja sig eru: Hvers vegna er verið að gera þetta? Fyrir hvern er það? Og á hvaða verði? Því seinast þegar ég tékkaði þá var Ísland ekki til sölu. Við höfum orkuna sem við þurfum. Við getum gert orkuskipti án þess að raska meira landi. Við getum valið leiðir sem þjóna fólkinu. Það sem vantar er ekki fleiri vélar eða virkjanir. Það sem vantar er meðvitund, heiðarleiki og hugrekki til að segja nei. Landið talar, og þetta vitum við sem eyðum okkar tíma þar, en erum við að hlusta? Við viljum ekki vera sú kynslóð sem horfir til baka eftir tíu ár og segir: „Af hverju gerðum við ekkert?“ Við verðum að standa vörð. Fyrir okkur, fyrir landið og fyrir framtíðina. Höfundur er náttúran.
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar
Skoðun Leigubílamarkaður á krossgötum: Tæknin er lausnin ekki vandamálið Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuvegaráðherra vill leyfa fyrirtækjum að fara illa með dýr gegn gjaldi Jón Kaldal skrifar
Skoðun Það er ekki sama hvort það sé hvítvínsbelja eða séra hvítvínsbelja Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar
Skoðun 23 borgarfulltrúar á fullum launum í Reykjavík, en 7 í Kaupmannahöfn Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun
Hvað á að gerast fyrir 15–24 ára ungmenni ef þau fá ekki innlögn á Vog strax þrátt fyrir að vera tilbúin í meðferð Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun