Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. júlí 2025 11:02 Birgir Steinn gæti spilað fjóra leiki á ellefu dögum með tveimur mismunandi félögum. KV KR og KV brjóta engar reglur með því að skipta Birgi Steini Styrmissyni milli félaganna tvisvar á tveimur vikum. Félagaskiptagluggi neðri deildanna er ekki sá sami og hjá Bestu deildinni. Birgir er löglegur í leikmannahóp KR gegn Breiðablik á eftir, þrátt fyrir að hafa spilað með KV í gærkvöldi. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport. KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí. Hann hefur verið meiddur mikið í sumar og spilaði þrjá leiki með KV í þriðju deildinni til að koma sér í form. Þann síðasta í gærkvöldi en Birgir var í byrjunarliði KV í 4-4 jafntefli gegn Augnablik. Hann skipti svo aftur úr KV í KR eftir leikinn í gærkvöldi og fékk leikheimild skráða í dag, 26. júlí. „Eru þessi skipti lögleg?“ spyr Þórður Einarsson, yfirþjálfari hjá Þrótti og formaður þjálfaranefndar KSÍ, á samfélagsmiðlinum X. „Skil ekkert, hélt líka að ekki væri hægt að kalla til baka fyrr en í næsta glugga“ skrifar Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA, við færsluna. https://t.co/cqXlxDTnfQEru þessu skipti lögleg?"Lágmarkstími tímabundinna félagaskipta er á milli tveggja félagaskiptatímabila""heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með tveimur félögum" (var talið 3 í tilvikum sem þessum áður)er búið að breyta reglunum?— Þórður Einarsson (@doddi_111) July 26, 2025 Skiptin eru lögleg vegna þess að félagaskiptagluggar neðri deilda og efri deilda eru ekki þeir sömu. Félagaskiptagluggi neðri deilda er opinn frá 5. febrúar til 31. júlí en sumarfélagaskiptagluggi Bestu deildarinnar er opinn frá 17. júlí til 13. ágúst. Birgir Steinn skipti úr KR í KV þann 16. júlí, í neðri deilda glugganum. Hann skipti svo aftur til baka, úr KV í KR, þegar Bestu deildar glugginn var opinn. Félagaskiptin flokkast því í sitt hvoran félagaskiptagluggann og eru ekki ólögleg en þetta staðfesti Guðni Þór Einarsson, starfsmaður á innanlandssviði KSÍ sem sér um mótamál, félagaskipti og leikmannasamninga. Birgir Steinn verður löglegur leikmaður KR þegar liðið mætir Breiðablik á Meistaravöllum á eftir. Það yrði þá hans fjórði leikur á ellefu dögum, fyrir tvö mismunandi félög. Leikurinn hefst klukkan fimm og verður í beinni útsendingu á Sýn Sport.
KR KV Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti Aron Kristjáns tapaði líka með minnsta mun Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira