Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Valur Páll Eiríksson skrifar 26. júlí 2025 09:30 KR-ingar eru glaðbeittir enda loksins komnir heim. Vísir/Ívar Eftir langa bið og þónokkra heimaleiki að heiman snúa KR-ingar aftur á Meistaravelli er þeir mæta Íslandsmeisturum Breiðabliks í Bestu deild karla á morgun. Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport. Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira
Loksins, loksins segir Vesturbæingar. KR-ingar eru mættir aftur á Meistaravelli og spennan mikil fyrir því að liðið spili sinn fyrsta leik í sumar á vellinum í dag. „Þetta er dásamleg tilfinning. Það er frábært að geta labbað beint út úr húsinu á æfingu á þessum velli. Það myndast sterkari tenging við félagið og verður fullt af fólki að horfa á. Þetta er eins gott og það getur orðið,“ segir Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR. „Þetta er svo ljúft. Maður er með fiðring í maganum af spennu og létti að þetta sé loksins að takast. Þetta er dásamlegt,“ segir Þórhildur Garðardóttir, formaður KR. Gengið á ýmsu Óhætt er að segja að biðin hafi verið löng og lengri en búist var við. KR-ingar hafa rekið sig á ýmis vandamál við framkvæmdirnar en þær hófust fyrir 233 dögum síðan, sem er heldur langur tími til að leggja einn gervigrasvöll. „Heldur betur. Hér komu upp allskonar vandamál. Við vorum að miða við í lok maí. Þetta hefur dregist aðeins, en þetta tókst,“ „Þetta er gríðarlega dýrmætt. Þetta hefur kostað okkur verulega fjármuni, að vera ekki heima. Svo ég tali ekki um KR-hjartað. Hér slær það,“ segir Þórhildur formaður enn fremur. Þreyttir á Avis-vellinum og heví sáttir En nú er komið að því að KR spili loks aftur á sínum heimavelli og það er ærið verkefni gegn Íslandsmeisturum Breiðabliks klukkan fimm á morgun. Heljarinnar dagskrá verður frá klukkan þrjú í KR-heimilinu og eru uppöldu Vesturbæringarnir glaðir að komast heim. „Þetta hefur gríðarlega mikla þýðingu. Bæði fyrir okkur leikmennina, stuðningsmennina og alla held ég að þetta sé mjög mikilvægt að vera komnir loksins á heimavöll,“ segir Ástbjörn Þórðarson, leikmaður KR. „Það er algjör gamechanger. Þetta breytir aðstöðunni til muna að vera mættur á gervigrasið, að geta labbað hérna beint úr klefanum á æfingu á glænýtt gervigras. Þetta er bara geðveikt. Ég er spenntur að spila hérna,“ „Ég held að allir séu orðnir mjög þreyttir á Avis-vellinum, ef ég á að segja alveg eins og er. Við erum heví sáttir að vera mættir heim,“ segir Hjalti Sigurðsson, leikmaður KR. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. KR mætir Breiðabliki í fyrsta heimaleik liðsins í sumar klukkan 17:00. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Sport.
Besta deild karla KR Íslenski boltinn Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Sjá meira