„Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Agnar Már Másson skrifar 24. júlí 2025 13:35 Eyþór Árnason varð fyrir skvettunni af höndum Naji Asar. Guðmundur Bergkvist/Einar Naji Asar, palestínski aðgerðasinninn sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara mbl.is á þriðjudag, segir að atlagan hafi ekki beinst að sjálfum ljósmyndaranum, heldur miðlinum. Ef ljósmyndarinn hafi móðgast, þyki Asar það leitt. „Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“ Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
„Það sem ég gerði beindist ekki að þér persónulega eða þínu starfi sem ljósmyndara,“ skrifar Asar í færslu á Instagram þar sem hann „taggar“ Eyþór Árnason, ljósmyndara á Morgunblaðinu og mbl.is. Í gær ýjaði Asar að því á samfélagsmiðlum að árásin hafi verði „bara brandari“ — þar sem hann skvetti yfir Eyþór rauðri málningu þegar ljósmyndarinn var að mynda mótmælafund félagsins Íslands-Palestínu við utanríkisráðuneytið. Færsla Naji Asars í dag. Palestínumaðurinn birtir nú færsluna eftir að Eyþór sagðist við fjölmiðla í gær ætla að kæra Asar. „Prinsipplega getum við ekki látið þetta yfir okkur ganga sem stétt,“ sagði Eyþór við Vísi í gær. Aðgerðasinninn tekur fram í fræslu sinni að ætlunin hafi ekki verið að að særa eða móðga Eyþór. Kveðst Asar hafa tekið sér tíma í að skrifa skilaboðin, vegna þess að hann „vildi ekki gefa innantóma afsökunarbeiðni,“ heldur tala út frá sannleik. Asar tekur fram í færslunni, sem hann birti í hringrásinni á Instagram, að hann sé Palestínumaður og að verið sé að útrýma þjóð sinni og fjölskyldu á Gasaströndinni. Ríflega fimmtíu þúsund manns hafa farist í árásum Ísraels á Gasaströndinni frá því að allsherjarstríð braust þar út 7. október, 2023. Hann skrifar að mbl.is dragi upp mynd af Palestínumönnum sem hryðjuverkamönnum. „Fjölmiðlar — þar á meðal mbl.is — draga upp mynd af okkur sem hryðjuverkamönnum, meðan þeir hundsa þjáningar okkar,“ skrifar hann um miðilinn, sem hefur vissulega skrifað hundruð frétta um hörmungarnar á Gasaströndinni. Segir hann enn fremur að rauða málningin hafi verði ekki verið „ofbeldi“ heldur tákn um „blóðið sem við sjáum á hverjum degi“. Asar bætir við að lokum: „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt. En skilaboðin voru ekki til þín — þau voru til heimsins sem neitar að fylgjast með.“
Palestína Fjölmiðlar Reykjavík Ísrael Ljósmyndun Tengdar fréttir „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32 Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30 Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57 Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Sjá meira
„Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Formenn Blaðamannafélags Íslands og Blaðaljósmyndarafélags Íslands segja alvarlegt að blaðaljósmyndarar sem vinna að því að skrásetja atburði líðandi stundar sé mætt með árásum, líkt og ljósmyndari Morgunblaðsins fékk að reyna í gær. 23. júlí 2025 19:32
Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur að vísa ætti palestínskum karlmanni sem skvetti rauðri málningu á ljósmyndara í gær úr landi. Þingmaðurinn telur að fyrirhugað frumvarp dómsmálaráðherra um afturköllun alþjóðlegrar verndar vegna alvarlegra glæpa þurfi að ganga lengra og ná til þeirra sem ógni öryggi og friði samborgara sinna. 23. júlí 2025 14:30
Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Maðurinn sem skvetti rauðri málningu á blaðaljósmyndara í gær virðist standa með gjörðum sínum ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum. 23. júlí 2025 10:57
Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Eyþór Árnason ljósmyndari hyggst kæra mann sem skvetti rauðri málningu yfir hann þar sem hann var á vettvangi á mótmælafundi á vegum Félagsins Íslands-Palestínu. 23. júlí 2025 11:12