Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Magnús Jochum Pálsson skrifar 22. júlí 2025 15:32 Robbie mun bregða sér í sama hlutverk og Allison Hayes lék árið 1958 og Daryl Hannah árið 1993. Ástralska leikkonan Margot Robbie mun leika fimmtíu feta konuna í endurgerð leikstjórans Tims Burton á sígildu B-myndinni frá 1958. Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina. Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Upphaflega var greint frá því í febrúar 2024 að Burton myndi leikstýra endurgerð Attack of the Fifty Foot Woman og að rithöfundurinn Gillian Flynn, sem skrifaði glæpasöguna Gone Girl og handrit samnefndrar kvikmyndar, myndi skrifa handrit endurgerðarinnar. Síðan þá hefur ekkert heyrst af myndinni þar til í dag þegar Hollywood-blaðamaðurinn Jeff Sneider greindi frá ráðningu Robbie. Sneider hefur jafnframt eftir heimildamönnum sínum að Margot Robbie og LuckyChap Entertainment, framleiðslufyrirtæki hennar, hafi gengið til liðs við framleiðsluteymi myndarinnar. Í upprunalegu myndinni lék Allison Hayes hina efnuðu Nancy Archer sem hittir fyrir geimveru, breytist í kjölfarið í fimmtíu feta (fimmtán metra) tröllkonu og ákveður að hefna sín á sviksömum eiginmanni sínum. Myndin var endurgerð 1993 sem sjónvarpsgrínmynd með Daryl Hannah í aðalhlutverki. Fantasía, Wuthering Heights og tröllkona Robbie lék síðast dúkkuna Barbie í Barbie (2023) sem rakaði inn gríðarlegum tekjum fyrir Warner Bros-samsteypuna. Robbie var einnig framleiðandi stórmyndarinnar og hefur verið að færa sig meira og meira út í framleiðslu. Robbie bleikklædd að kynna Barbie-myndina.Jon Kopaloff/Getty Images Myndin kemur væntanlega ekki fyrr en 2027 í fyrsta lagi en á undan því mun Robbie leika aðalhlutverkið í rómantísku fantasíunni A Big Bold Beatiful Journey og svo Catherine Earnshaw í enn einni útgáfunni af Wuthering Heights. Tim Burton leikstýrði síðast framhaldsmyndinni Beetlejuice Beetlejuice (2024) sem kom út í fyrra og þar áður fjölskyldumyndunum Dumbo (2019) og Miss Peregrine's Home for Peculiar Children (2016). Það verður spennandi í hvað átt Robbie og Burton fara með skrímslamyndar-endurgerðina.
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Tengdar fréttir Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43 Mest lesið Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Lífið Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Lífið Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Lífið „Með rauf á rassi ef mér verður brátt í brók“ Tíska og hönnun Segir sig frá hlutverkinu vegna óánægju með upprunann Bíó og sjónvarp Dragi úr trúverðugleika Eddunnar og útiloki fagfólk Bíó og sjónvarp Ellefu milljónir fyrir óskrifaða óperu Menning Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Lífið Catherine O'Hara er látin Lífið Óbilandi trú á eigin ágæti Gagnrýni Fleiri fréttir Í krabbameinsmeðferð og fæðingarorlofi á sama tíma Höfðu loks efni á uppsetningu eftir íbúðarkaupin Fréttatía vikunnar: Handboltinn, SA og tvífarar Catherine O'Hara er látin Brotist inn til sjónvarpsstjörnu og fótboltakappa „Ég er femínisti“ Kossaflens hjá Degi og Ásu í króatískri sigurvímu Búinn að fullkomna geltið og að drepast í bakinu Fólk velji einföldustu leiðina og útiloki foreldra sína Djammaði með feðgunum Kára og Agli Útskýrir hvers vegna hún eyddi myndum af Meghan og Harry „Konur í jakkafötum í ruglinu er geðveikt fyndið konsept“ Þess vegna ættir þú frekar að fara í partí en borða brokkolí Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Sjá meira
Margot Robbie orðin mamma Leikkonan Margot Robbie og Tom Ackerley eignuðust dreng í síðasta mánuði. Um er að ræða fyrsta barn þeirra hjóna sem hafa verið gift frá 2016. 3. nóvember 2024 14:43
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“