Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 22. júlí 2025 07:03 María og Jónas gengu í hjónaband á Ítalíu og áttu draumadag ásamt börnunum þeirra fimm og nánustu vinum. Unconventional photography „Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki,“ segir hin nýgifta María Björg Sigurðardóttir, hönnuður og matgæðingur. Hún er nýkomin heim frá Ítalíu þar sem hún gekk að eiga hennar heittelskaða Jónas Þór Jónasson, lögmann, við algjöra draumaathöfn. María Björg ræddi við blaðamann um þennan ógleymanlega dag. Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Í Marrakesh í fyrravor. Þó við höfðum rætt að við vildum giftast vorum við ekki enn trúlofuð. Við vorum stödd í þessu töfrandi og spennandi umhverfi sem Medinan er í Marrakesh, ilmur af kryddi og ilmolíum, skærir litir og falleg mynstur alls staðar, kolagrill, glampandi sól og norður afrísk tónlist ómar úr hverjum bás á markaðnum, sem sagt skynjunarvitin galopin og ævintýrin í algleymi. Við bjuggum á einstaklega fallegu Riad hóteli og á síðasta degi ferðarinnar er borið upp bónorð. Við fögnuðum með kampavíni á þakbar ásamt vinum okkar sem eru búsett í Medinunni. María Björg og Jónas trúlofuðu sig í Marrakesh.Unconventional photography Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Þó svo að við ætluðum að hafa þetta mjög einfalt og auðvelt í byrjun, vatt þetta upp á sig eins og svo oft. Það tekur sinn tíma að skipuleggja stórveislu í öðru landi. Við ákváðum að sjá um allt alveg sjálf en eftir á að hyggja hefði verið mun skynsamlegra að ráða einhvern sem er á staðnum til að skipuleggja málið annað hvort svokallaður „coordintaor“ eða hreinlega eitt stykki „wedding planner“. En við byrjuðum að skoða möguleikana rétt fyrir jól í fyrra svo þetta var sirka hálft ár af nokkuð þéttri skipulagsvinnu. Hjúin byrjuðu að skipuleggja stóra daginn af fullum krafti rétt fyrir jól. Unconventional photography Vissuð þið strax að þið vilduð gifta ykkur erlendis og er Ítalía í uppáhaldi hjá ykkur? Ég hef verið töluvert á Ítalíu síðustu áratugi út af fjölskyldutengingu þangað, þekki það nokkuð vel og elska landið og menninguna út af lífinu. En nákvæm staðsetning var valin hreinlega út frá því að gera þetta eins auðvelt og hægt væri fyrir boðsgesti, fyrst það á að smala öllum út fyrir landsteinana. Hvert væri hægt að fljúga ódýrt, hvort það sé bær innan klukkustunda aksturs frá flugvellinum, eru hótel á viðráðanlegu verði og næg gisting fyrir alla gesti. Bærinn Stresa við Lago Maggiore varð fyrir valinu og við sjáum aldeilis ekki eftir því. Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það byrjaði þannig að við ætluðum að hafa þetta einfalt, hér heima, jafnvel í sveitinni, sem er alltaf svo sjarmerandi og skemmtilegt. Svo fundum við ekkert sem hentaði og vorum allt í einu komin á það að fara bara eitthvert í burtu með börnin okkar fimm, láta gifta okkur einhvers staðar erlendis prívat og koma svo heim og halda veislu. María og Jónas skoðuðu alls konar möguleika en enduðu á að gifta sig á dásamlegum stað í bænum Stresa á Norður Ítalíu.Unconventional photography En þegar við fórum að skoða möguleikana á norður Ítalíu var ekki annað hægt en sjá hvort menn vildu koma og við myndum þá slá upp stórveislu. Í sannleika sagt bjuggumst við ekki við góðri mætingu en það komu nánast allir boðsgestir, mætingin var framar björtustu vonum. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var draumi líkastur. Að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki. Glæsileg brúður og brúðarmeyjar rétt fyrir athöfn. Unconventional photography Við vöknuðum í fallega húsinu Villa Frua, við sem sagt gistum þar sem veislan var haldin. Búið var að setja upp dýrindis morgunverðarborð fyrir okkur fjölskylduna, svo fórum við í sundlaugina, veðrið var dýrlegt, 28 stig og glampandi sól. Eftir sund fær mamma þá góðu hugmynd að stýra hópleikfimi, svo tók bróðir minn við og það voru nú engin vettlingatök. Það var ekkert ákveðið fyrir daginn í aðdraganda athafnarinnar en það voru greinilega allir að vanda sig að eiga fallegan og rólegan dag, börnin öll svo tillitsöm og hjálpfús og þetta var í raun alveg ótrúlega rólegur dagur þrátt fyrir alla þann fjölda manns í öllum hornum að setja upp veisluna, ekkert smá spennandi. Dagurinn var draumi líkastur.Unconventional photography Um þrjúleytið förum við öll að hafa okkur til, það bættust í hópinn fleiri og fleiri gestir sem komu í undirbúninginn og við skáluðum í kampavíni. Auðvitað fór alls konar smávægilegt úrskeiðis, við erum sjö manna fjölskylda með 100 manns á okkar vegum svo það var alveg nóg um að vera. Til dæmis komst ég að því korteri fyrir athöfnina að festingin á brúðarskónum mínum hafði týnst, svo ég skellti mér bara í aðra. Ég náði ekki að klára almennilega að mála mig né gera hárið (löng saga), maðurinn minn gleymdi brúðgumaskyrtunni sinni og bindi (löng saga) svo hann var í hvítum stuttermabol undir og það kom ekkert smá vel út. En annars má segja að allt hafi gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig. Jónas gleymdi skyrtunni og Margrét þurfti að fara í aðra skó en það kom sannarlega ekki að sök.Unconventional photography Athöfnin byrjaði um klukkan fjögur, bróðir minn, okkar allra besti gaf okkur saman með táknrænni athöfn en við höfðum látið gifta okkur viku áður í stuttri og fallegri athöfn í Neskirkju, ásamt allra nánustu fjölskyldu. Athöfnin var á mjög svo fallegum stað.Unconventional photography Eftir athöfnina var fordrykkur í sólinni, svo sitjandi borðhald, ræðuhöld og skemmtiatriði. Eftir mat var farið inn í villuna þar sem var búið að dekka upp stofu með dýrindis eftirréttum og aðra stofu sem var Amaro og vindlaherbergi, en sonurinn hafði stokkið í Tabacchi eftir Toscano vindlum fyrir gestina fyrr um daginn. Glæsilegar Ítalíudömur!Unconventional photography Svo var bitter og gin bar í þriðju stofunni. Vinir okkar keyrðu svo stemninguna áfram með þvílíku og öðru eins DJ setti. Það var dansað fram á nótt og eigendur hússins sögðust ekki hafa vitað annað eins stuð. Stórglæsilegur hundrað manna hópur sem dansaði langt fram á nótt.Unconventional photography Voruð þið með dagskrá í fleiri daga? Það var forpartý í villunni daginn fyrir brúðkaupið milli klukkan fimm og átta. Standandi kokteilpartý þar sem við buðum upp á alls kyns léttvín og fingramat. Margir gestanna höfðu farið í siglingu fyrr um daginn. Forpartý þjónar góðum tilgangi, það eru allir svo glaðir og spenntir, fínt fyrir alla að hittast svona aðeins daginn fyrir brúðkaupið. María og Jónas buðu öllum í smá forpartý daginn áður sem þjappaði hópnum betur saman.Unconventional photography Flestir gestir voru svo með borð á veitingastað eftir boðið og héldu þar áfram að kynnast og skemmta sér. Kveðjudögurður var svo daginn eftir brúðkaupið en þá vorum við á yndislegum veitingastað uppi í fjalli, með útsýni yfir bórrómesku eyjarnar, ekta lókal og frábær ítalskur staður sem Ítalir sækja mikið. Það var alveg frábært að hafa tækifæri til að hitta alla aftur, þakka fyrir sig, samveruna og kveðja almennilega. Voruð þið sammála í skipulaginu? Oftast, en ég sá nú aðallega um skipulagið. Við erum dugleg að ferðast og bjóða í boð svo við erum með fínasta fyrirkomulag okkar á milli. María sá aðallega um skipulagið en þau hjúin eru ansi vön og gott teymi þegar það kemur að partýskipulagi. Unconventional photography Aðalatriðið er að báðir aðilar séu sveigjanlegir og ekki með fastar fyrirfram ákveðnar hugmyndir, muna að halda gleðinni allan tímann. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Bara í umhverfið, við báðum um mat og vín úr nærumhverfinu og að allt væri hefðbundið frá héraðinu, enda Piedmont nafli alheimsins í matarframleiðslu og menningu. Hjónin sóttu innblástur í umhverfið.Unconventional photography Villan og útisvæðin voru ótrúlega falleg svo það þurfti varla að skreyta neitt en við völdum vorleg, falleg villt blóm og höfðum íslenska fánann hér og þar enda brúðkaupsdagurinn á lýðveldisdeginum sjálfum. Hvað stendur upp úr? Fólkið okkar - gestirnir. Ekki nokkur spurning. Þó að allt hafi verið meira en fullkomið, svo margt sem stendur upp úr, þá snýst allt um fólkið manns þegar öllu er á botninn hvolft. Maður verður svo gapandi hissa og meyr að það séu allir þarna sem maður elskar, fjölskylda, vinir, nýir og gamlir og allir búnir að gera sér ferð til að fagna og samgleðjast með okkur á þessum risastóra degi. Gestirnir voru með útrprentuð andlit brúðhjónanna og segja María og Jónas að gestirnir hafi án efa staðið upp úr í veisluhöldunum.Unconventional photography Það er það dýrmætasta sem til er. Eins og allir þekkja þá er gleðin áberandi í brúðkaupum, aldrei eins góð orka og ástin svífur yfir vötnum. Ómetanlegt að eiga svona minningar með sínu besta fólki. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Aldeilis, við báðum okkar hressustu vinkonur Hildi og Ninnu um að taka að sér veislustjórn, sannfærðum þær um að þetta væri nú ekkert mál og þær þyrftu ekkert að vera með neitt húllumhæ en auðvitað tóku þær upp á alls konar skemmtilegu og voru frábærar. Vinir okkar Hlynur leikari og Helgi Svavar trommari, snillingar sem þeir eru, spiluðu og sungu lag sem við brúðhjónin höfðum valið fyrir athöfnina, svo í kjölfarið nokkur góð ítölsk lög í kokteilnum og veisluhaldinu. Algert æði og svo persónulegt. Björn Hlynur og Helgi Svavar trommari spiluðu og sungu.Unconventional photography Annars vorum við með tónlistarmenn sem komu frá Mílanó sem voru ýmist á strengjum, píanó o.fl. Þá vorum við líka með hinn ítalska sjarmör og stuðmann DJ Stefano, sem var á skemmtara og söng í fordrykknum, mjög ítalskt og skemmtilegt. Hvað voru margir gestir? Um 100 manns sem var svo sem ekki ætlunin í byrjun en. Svo þegar við vorum búin að bjóða foreldrum og systkinum þá langaði okkur líka að bjóða okkar bestu vinum, svo það endaði með að við buðum um 110 manns. Glæsilegar skvísur í byrjun dags að skála í kampavín. Það var næstum því 100 prósent mæting hjá öllum sem fengu boð í brúðkaupið og voru hjónin því umkringd þeirra uppáhalds fólki.Unconventional photography Við bjuggumst alls ekki við að það kæmust nema brot af boðsgestunum en það var nánast 100% mæting. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hversu ævintýralega fallegur þessi litli bær er og hans nærumhverfi. Og hversu skemmtilegt það var að halda svona uppákomu við vatn. Gestirnir voru flestir i nokkra daga og voru þeir daglega að sigla á vatninu og heimsækja eyjurnar þarna í kring. Umhverfið var ævintýralega fallegt.Unconventional photography Svo kom á óvart hversu margir góðir veitingastaðir eru í þessum litla bæ. Gestirnir höfðu því alltaf nóg skemmtilegt fyrir stafni milli hátíðahalda. Hvernig gekk að velja kjólinn? Varstu með fataskipti? Skemmtileg saga með brúðarkjólinn. Ég fann mjög fljótlega einn sem kom til greina, hélt samt áfram að skoða á netinu í nokkrar vikur. Þegar ég var loksins ákveðin þá var kjóllinn uppseldur alls staðar. Ég minntist á þetta við bestu vinkona mína sem býr í London og hún var ekki tilbúin að gefa þetta upp á bátinn. Hún var svo elskuleg að skoða þetta betur og fann eitt eintak í Istanbul, líklega síðasta eintakið í heiminum, nema að sú búð bauð hvorki upp á netverslun né sendingar. Glæsileg brúður! Sagan um brúðarkjólinn er heldur betur ævintýraleg.Unconventional photography Maður vinkonu minnar sem um ræðir er leikstjóri, heyrði samtalið okkar og mundi að hann hafði unnið með framleiðanda í Istanbul fyrir nokkrum árum og vildi láta reyna aðeins á hvort sá væri ennþá með sama símanúmer. Hann sló á þráðinn og það endaði með því að sú bláókunnugs tyrknesk kona var fengin til að sækja kjólinn í búðina, keypti gripinn og sendi í pósti til London. Þessi atburðarás tók innan við 10 mínútur og var fullkomin niðurstaða. Glæsilegur kjóll sem var þó svolítið hlýr fyrir veðrið á Ítalíu.Unconventional photography Ég hafði svo fataskipti eftir matinn, enda allt of heitt að vera í síðerma þarna suður frá lengur þörf er á. Ég fann eftirpartí kjólinn í Zöru tveimur vikum fyrir brúðkaupið og hann var alveg geggjaður. Svo var ég með fyrir fram ákveðin dress fyrir allar hinar uppákomurnar. María var með fyrir fram ákveðin dress fyrir alla viðburði í kringum brúðkaupið.Unconventional photography Ég mæli með því að njörva það vel niður og pakka öllu eftir dögum/outfittum, farangurinn minn var orðinn svo kaotískur að ég er eiginlega ennþá að ganga almennilega frá. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Muna að halda gleðinni, ekki gera of miklar kröfur og auðveldaðu allt sem þú getur, skipuleggja allt vel fram í tímann. Brúðkaupið á bara að vera í anda þeirra sem bjóða í veisluna segir María.Unconventional photography Ekki einblína of mikið á eitthvað óþarfa stúss sem tekur of langan tíma í undirbúningi og skiptir kannski engu í stóra samhenginu. Brúðkaupið á bara að vera í anda þeirra sem bjóða í veisluna. Mér fannst mikilvægt að spara ekki þegar kemur að góðum ljósmyndara, helst hafa hann í partýinu, jafnvel yfir daginn og kvöldið. Mikil og há tónlist er nauðsynleg, dansgólfið tryllt, nóg af víni og góðum mat. En fyrst og fremst góða skapið, auðmýkt og þakklæti. Kannski eitt ráð ef það á að hafa margra daga veislu, að vera búin að skipuleggja öll dress, alveg frá í hverju þú ætlar að vera í morgunmatnum eða happy hour þegar þú hittir á gesti úti í bæ. Skór, fatnaður og skart. Ekki taka með meira en þú þarft og alls ekki minna. Brúðkaup Íslendingar erlendis Ástin og lífið Ítalía Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira
Hún er nýkomin heim frá Ítalíu þar sem hún gekk að eiga hennar heittelskaða Jónas Þór Jónasson, lögmann, við algjöra draumaathöfn. María Björg ræddi við blaðamann um þennan ógleymanlega dag. Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Í Marrakesh í fyrravor. Þó við höfðum rætt að við vildum giftast vorum við ekki enn trúlofuð. Við vorum stödd í þessu töfrandi og spennandi umhverfi sem Medinan er í Marrakesh, ilmur af kryddi og ilmolíum, skærir litir og falleg mynstur alls staðar, kolagrill, glampandi sól og norður afrísk tónlist ómar úr hverjum bás á markaðnum, sem sagt skynjunarvitin galopin og ævintýrin í algleymi. Við bjuggum á einstaklega fallegu Riad hóteli og á síðasta degi ferðarinnar er borið upp bónorð. Við fögnuðum með kampavíni á þakbar ásamt vinum okkar sem eru búsett í Medinunni. María Björg og Jónas trúlofuðu sig í Marrakesh.Unconventional photography Hvað voruð þið búin að vera lengi að skipuleggja stóra daginn? Þó svo að við ætluðum að hafa þetta mjög einfalt og auðvelt í byrjun, vatt þetta upp á sig eins og svo oft. Það tekur sinn tíma að skipuleggja stórveislu í öðru landi. Við ákváðum að sjá um allt alveg sjálf en eftir á að hyggja hefði verið mun skynsamlegra að ráða einhvern sem er á staðnum til að skipuleggja málið annað hvort svokallaður „coordintaor“ eða hreinlega eitt stykki „wedding planner“. En við byrjuðum að skoða möguleikana rétt fyrir jól í fyrra svo þetta var sirka hálft ár af nokkuð þéttri skipulagsvinnu. Hjúin byrjuðu að skipuleggja stóra daginn af fullum krafti rétt fyrir jól. Unconventional photography Vissuð þið strax að þið vilduð gifta ykkur erlendis og er Ítalía í uppáhaldi hjá ykkur? Ég hef verið töluvert á Ítalíu síðustu áratugi út af fjölskyldutengingu þangað, þekki það nokkuð vel og elska landið og menninguna út af lífinu. En nákvæm staðsetning var valin hreinlega út frá því að gera þetta eins auðvelt og hægt væri fyrir boðsgesti, fyrst það á að smala öllum út fyrir landsteinana. Hvert væri hægt að fljúga ódýrt, hvort það sé bær innan klukkustunda aksturs frá flugvellinum, eru hótel á viðráðanlegu verði og næg gisting fyrir alla gesti. Bærinn Stresa við Lago Maggiore varð fyrir valinu og við sjáum aldeilis ekki eftir því. Þetta er annað hjónaband okkar beggja og okkur langaði að gera eitthvað öðruvísi en þetta hefðbundna. Það byrjaði þannig að við ætluðum að hafa þetta einfalt, hér heima, jafnvel í sveitinni, sem er alltaf svo sjarmerandi og skemmtilegt. Svo fundum við ekkert sem hentaði og vorum allt í einu komin á það að fara bara eitthvert í burtu með börnin okkar fimm, láta gifta okkur einhvers staðar erlendis prívat og koma svo heim og halda veislu. María og Jónas skoðuðu alls konar möguleika en enduðu á að gifta sig á dásamlegum stað í bænum Stresa á Norður Ítalíu.Unconventional photography En þegar við fórum að skoða möguleikana á norður Ítalíu var ekki annað hægt en sjá hvort menn vildu koma og við myndum þá slá upp stórveislu. Í sannleika sagt bjuggumst við ekki við góðri mætingu en það komu nánast allir boðsgestir, mætingin var framar björtustu vonum. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Hann var draumi líkastur. Að ganga að eiga manninn minn með börnunum okkar fimm, það er bara ekki hægt að lýsa því augnabliki. Glæsileg brúður og brúðarmeyjar rétt fyrir athöfn. Unconventional photography Við vöknuðum í fallega húsinu Villa Frua, við sem sagt gistum þar sem veislan var haldin. Búið var að setja upp dýrindis morgunverðarborð fyrir okkur fjölskylduna, svo fórum við í sundlaugina, veðrið var dýrlegt, 28 stig og glampandi sól. Eftir sund fær mamma þá góðu hugmynd að stýra hópleikfimi, svo tók bróðir minn við og það voru nú engin vettlingatök. Það var ekkert ákveðið fyrir daginn í aðdraganda athafnarinnar en það voru greinilega allir að vanda sig að eiga fallegan og rólegan dag, börnin öll svo tillitsöm og hjálpfús og þetta var í raun alveg ótrúlega rólegur dagur þrátt fyrir alla þann fjölda manns í öllum hornum að setja upp veisluna, ekkert smá spennandi. Dagurinn var draumi líkastur.Unconventional photography Um þrjúleytið förum við öll að hafa okkur til, það bættust í hópinn fleiri og fleiri gestir sem komu í undirbúninginn og við skáluðum í kampavíni. Auðvitað fór alls konar smávægilegt úrskeiðis, við erum sjö manna fjölskylda með 100 manns á okkar vegum svo það var alveg nóg um að vera. Til dæmis komst ég að því korteri fyrir athöfnina að festingin á brúðarskónum mínum hafði týnst, svo ég skellti mér bara í aðra. Ég náði ekki að klára almennilega að mála mig né gera hárið (löng saga), maðurinn minn gleymdi brúðgumaskyrtunni sinni og bindi (löng saga) svo hann var í hvítum stuttermabol undir og það kom ekkert smá vel út. En annars má segja að allt hafi gengið nokkuð snurðulaust fyrir sig. Jónas gleymdi skyrtunni og Margrét þurfti að fara í aðra skó en það kom sannarlega ekki að sök.Unconventional photography Athöfnin byrjaði um klukkan fjögur, bróðir minn, okkar allra besti gaf okkur saman með táknrænni athöfn en við höfðum látið gifta okkur viku áður í stuttri og fallegri athöfn í Neskirkju, ásamt allra nánustu fjölskyldu. Athöfnin var á mjög svo fallegum stað.Unconventional photography Eftir athöfnina var fordrykkur í sólinni, svo sitjandi borðhald, ræðuhöld og skemmtiatriði. Eftir mat var farið inn í villuna þar sem var búið að dekka upp stofu með dýrindis eftirréttum og aðra stofu sem var Amaro og vindlaherbergi, en sonurinn hafði stokkið í Tabacchi eftir Toscano vindlum fyrir gestina fyrr um daginn. Glæsilegar Ítalíudömur!Unconventional photography Svo var bitter og gin bar í þriðju stofunni. Vinir okkar keyrðu svo stemninguna áfram með þvílíku og öðru eins DJ setti. Það var dansað fram á nótt og eigendur hússins sögðust ekki hafa vitað annað eins stuð. Stórglæsilegur hundrað manna hópur sem dansaði langt fram á nótt.Unconventional photography Voruð þið með dagskrá í fleiri daga? Það var forpartý í villunni daginn fyrir brúðkaupið milli klukkan fimm og átta. Standandi kokteilpartý þar sem við buðum upp á alls kyns léttvín og fingramat. Margir gestanna höfðu farið í siglingu fyrr um daginn. Forpartý þjónar góðum tilgangi, það eru allir svo glaðir og spenntir, fínt fyrir alla að hittast svona aðeins daginn fyrir brúðkaupið. María og Jónas buðu öllum í smá forpartý daginn áður sem þjappaði hópnum betur saman.Unconventional photography Flestir gestir voru svo með borð á veitingastað eftir boðið og héldu þar áfram að kynnast og skemmta sér. Kveðjudögurður var svo daginn eftir brúðkaupið en þá vorum við á yndislegum veitingastað uppi í fjalli, með útsýni yfir bórrómesku eyjarnar, ekta lókal og frábær ítalskur staður sem Ítalir sækja mikið. Það var alveg frábært að hafa tækifæri til að hitta alla aftur, þakka fyrir sig, samveruna og kveðja almennilega. Voruð þið sammála í skipulaginu? Oftast, en ég sá nú aðallega um skipulagið. Við erum dugleg að ferðast og bjóða í boð svo við erum með fínasta fyrirkomulag okkar á milli. María sá aðallega um skipulagið en þau hjúin eru ansi vön og gott teymi þegar það kemur að partýskipulagi. Unconventional photography Aðalatriðið er að báðir aðilar séu sveigjanlegir og ekki með fastar fyrirfram ákveðnar hugmyndir, muna að halda gleðinni allan tímann. Hvaðan sóttuð þið innblástur? Bara í umhverfið, við báðum um mat og vín úr nærumhverfinu og að allt væri hefðbundið frá héraðinu, enda Piedmont nafli alheimsins í matarframleiðslu og menningu. Hjónin sóttu innblástur í umhverfið.Unconventional photography Villan og útisvæðin voru ótrúlega falleg svo það þurfti varla að skreyta neitt en við völdum vorleg, falleg villt blóm og höfðum íslenska fánann hér og þar enda brúðkaupsdagurinn á lýðveldisdeginum sjálfum. Hvað stendur upp úr? Fólkið okkar - gestirnir. Ekki nokkur spurning. Þó að allt hafi verið meira en fullkomið, svo margt sem stendur upp úr, þá snýst allt um fólkið manns þegar öllu er á botninn hvolft. Maður verður svo gapandi hissa og meyr að það séu allir þarna sem maður elskar, fjölskylda, vinir, nýir og gamlir og allir búnir að gera sér ferð til að fagna og samgleðjast með okkur á þessum risastóra degi. Gestirnir voru með útrprentuð andlit brúðhjónanna og segja María og Jónas að gestirnir hafi án efa staðið upp úr í veisluhöldunum.Unconventional photography Það er það dýrmætasta sem til er. Eins og allir þekkja þá er gleðin áberandi í brúðkaupum, aldrei eins góð orka og ástin svífur yfir vötnum. Ómetanlegt að eiga svona minningar með sínu besta fólki. Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Aldeilis, við báðum okkar hressustu vinkonur Hildi og Ninnu um að taka að sér veislustjórn, sannfærðum þær um að þetta væri nú ekkert mál og þær þyrftu ekkert að vera með neitt húllumhæ en auðvitað tóku þær upp á alls konar skemmtilegu og voru frábærar. Vinir okkar Hlynur leikari og Helgi Svavar trommari, snillingar sem þeir eru, spiluðu og sungu lag sem við brúðhjónin höfðum valið fyrir athöfnina, svo í kjölfarið nokkur góð ítölsk lög í kokteilnum og veisluhaldinu. Algert æði og svo persónulegt. Björn Hlynur og Helgi Svavar trommari spiluðu og sungu.Unconventional photography Annars vorum við með tónlistarmenn sem komu frá Mílanó sem voru ýmist á strengjum, píanó o.fl. Þá vorum við líka með hinn ítalska sjarmör og stuðmann DJ Stefano, sem var á skemmtara og söng í fordrykknum, mjög ítalskt og skemmtilegt. Hvað voru margir gestir? Um 100 manns sem var svo sem ekki ætlunin í byrjun en. Svo þegar við vorum búin að bjóða foreldrum og systkinum þá langaði okkur líka að bjóða okkar bestu vinum, svo það endaði með að við buðum um 110 manns. Glæsilegar skvísur í byrjun dags að skála í kampavín. Það var næstum því 100 prósent mæting hjá öllum sem fengu boð í brúðkaupið og voru hjónin því umkringd þeirra uppáhalds fólki.Unconventional photography Við bjuggumst alls ekki við að það kæmust nema brot af boðsgestunum en það var nánast 100% mæting. Var eitthvað sem kom ykkur á óvart? Hversu ævintýralega fallegur þessi litli bær er og hans nærumhverfi. Og hversu skemmtilegt það var að halda svona uppákomu við vatn. Gestirnir voru flestir i nokkra daga og voru þeir daglega að sigla á vatninu og heimsækja eyjurnar þarna í kring. Umhverfið var ævintýralega fallegt.Unconventional photography Svo kom á óvart hversu margir góðir veitingastaðir eru í þessum litla bæ. Gestirnir höfðu því alltaf nóg skemmtilegt fyrir stafni milli hátíðahalda. Hvernig gekk að velja kjólinn? Varstu með fataskipti? Skemmtileg saga með brúðarkjólinn. Ég fann mjög fljótlega einn sem kom til greina, hélt samt áfram að skoða á netinu í nokkrar vikur. Þegar ég var loksins ákveðin þá var kjóllinn uppseldur alls staðar. Ég minntist á þetta við bestu vinkona mína sem býr í London og hún var ekki tilbúin að gefa þetta upp á bátinn. Hún var svo elskuleg að skoða þetta betur og fann eitt eintak í Istanbul, líklega síðasta eintakið í heiminum, nema að sú búð bauð hvorki upp á netverslun né sendingar. Glæsileg brúður! Sagan um brúðarkjólinn er heldur betur ævintýraleg.Unconventional photography Maður vinkonu minnar sem um ræðir er leikstjóri, heyrði samtalið okkar og mundi að hann hafði unnið með framleiðanda í Istanbul fyrir nokkrum árum og vildi láta reyna aðeins á hvort sá væri ennþá með sama símanúmer. Hann sló á þráðinn og það endaði með því að sú bláókunnugs tyrknesk kona var fengin til að sækja kjólinn í búðina, keypti gripinn og sendi í pósti til London. Þessi atburðarás tók innan við 10 mínútur og var fullkomin niðurstaða. Glæsilegur kjóll sem var þó svolítið hlýr fyrir veðrið á Ítalíu.Unconventional photography Ég hafði svo fataskipti eftir matinn, enda allt of heitt að vera í síðerma þarna suður frá lengur þörf er á. Ég fann eftirpartí kjólinn í Zöru tveimur vikum fyrir brúðkaupið og hann var alveg geggjaður. Svo var ég með fyrir fram ákveðin dress fyrir allar hinar uppákomurnar. María var með fyrir fram ákveðin dress fyrir alla viðburði í kringum brúðkaupið.Unconventional photography Ég mæli með því að njörva það vel niður og pakka öllu eftir dögum/outfittum, farangurinn minn var orðinn svo kaotískur að ég er eiginlega ennþá að ganga almennilega frá. Ertu með eitthvað gullið ráð fyrir verðandi hjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Muna að halda gleðinni, ekki gera of miklar kröfur og auðveldaðu allt sem þú getur, skipuleggja allt vel fram í tímann. Brúðkaupið á bara að vera í anda þeirra sem bjóða í veisluna segir María.Unconventional photography Ekki einblína of mikið á eitthvað óþarfa stúss sem tekur of langan tíma í undirbúningi og skiptir kannski engu í stóra samhenginu. Brúðkaupið á bara að vera í anda þeirra sem bjóða í veisluna. Mér fannst mikilvægt að spara ekki þegar kemur að góðum ljósmyndara, helst hafa hann í partýinu, jafnvel yfir daginn og kvöldið. Mikil og há tónlist er nauðsynleg, dansgólfið tryllt, nóg af víni og góðum mat. En fyrst og fremst góða skapið, auðmýkt og þakklæti. Kannski eitt ráð ef það á að hafa margra daga veislu, að vera búin að skipuleggja öll dress, alveg frá í hverju þú ætlar að vera í morgunmatnum eða happy hour þegar þú hittir á gesti úti í bæ. Skór, fatnaður og skart. Ekki taka með meira en þú þarft og alls ekki minna.
Brúðkaup Íslendingar erlendis Ástin og lífið Ítalía Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Cosby Show-stjarna látin Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Fleiri fréttir „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Sjá meira