Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. júlí 2025 12:10 Maðurinn er grunaður um að hafa tekið bíl á vegum Isavia og keyrt meðal annars inn á flugbrautir. Vísir/Vilhelm Maður stal bíl inni á haftasvæði Keflavíkurflugvallar síðdegis í gær, ók honum um flughlaðið og ógnaði flugumferð. Ók hann meðal annars inn á flugbraut þar sem flugvél var að undirbúa flugtak. Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Ómar Mehmet Annisius, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu en RÚV greindi frá. Ómar segir að málið sé litið mjög alvarlegum augum. „Maður er semsagt grunaður um að fara inn á haftasvæðið á ólöglegan máta, hann tekur þar ökutæki ófrjálsri hendi, ekur um flughlaðið og flugbrautir og ógnar þar öryggi. Í kjölfarið fer hann út af haftasvæðinu, lögregla fær tilkynningu og þá hefst eftirför sem endar á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann,“ segir Ómar. Maðurinn sé nú í haldi lögreglu og farið verði fram á gæsluvarðhald. Ómar segist ekki geta gefið upp upplýsingar um það hvort hver maðurinn er, hvernig hann hafi komist inn á svæðið og hvort hann sé starfsmaður Isavia. Hann segir að atvikið feli í sér brot á flugvernd, svo hafi ökutæki verið tekið ófrjálsri hendi, og auk þess setji eftirför á Reykjanesbraut almenning í hættu. „Þessi atburðarás í heild sinni er bara mjög alvarleg.“ Komst yfir læst öryggishlið Í tilkynningu frá Isavia um málið segir að í gær hafi orðið öryggisatvik á Keflavíkurflugvelli sem Isavia líti mjög alvarlegum augum. „Einstaklingi tókst að komast yfir læst öryggishlið hjá austurhlaði flugvallarins og stal þar bíl. Hann keyrði bílinn yfir flugbrautarkerfið, í átt að flugstöðinni og út um Gullna hliðið.“ „Eins og fyrr segir lítur Isavia þetta mál mjög alvarlegum augum og verður það rannsakað og rýnt af fullum þunga. Auk lögreglu, var málið strax tilkynnt til samgöngustofu og á flugvellinum hafa þegar verið gerðar ráðstafanir til þess að svona atvik geti ekki endurtekið sig,“ segir í tilkynningu Isavia. Fréttin hefur verið uppfærð
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Reykjanesbær Suðurnesjabær Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Innlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira