Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:37 Í ferðinni fór vinahópurinn meðal annars á tónleika K-Pop hljómsveitarinnar Stray Kids. Aðsend Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“ Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira
Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“
Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Sjá meira