Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:37 Í ferðinni fór vinahópurinn meðal annars á tónleika K-Pop hljómsveitarinnar Stray Kids. Aðsend Sautján ára unglingur á leið til landsins frá Lundúnum með Play var settur á standby-miða og síðan skilinn eftir þegar ljóst var að flugvélin væri yfirfull. Foreldri í vinahópnum sem hann ferðaðist með segir fáránlegt að ungmenni sé sett á standby og þar með mögulega skilið eftir. Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“ Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Vala Steinsdóttir foreldri í hópnum rekur söguna í samtali við fréttastofu. Hún segir sex manna vinahóp sautján ára unglinga og eitt foreldri hafa haldið upp á Stansted flugvöll í Lundúnum í morgun eftir vel heppnaða leikhús- og tónleikahelgi. Einn þeirra hafi átt í vandræðum með að innrita sig á netinu og því ákveðið að gera það á flugvellinum. „Og þá er hún sett á standby og flugið yfirbókað þannig að hún er skilin eftir. Mamman sem var með var náttúrlega alveg brjáluð, spyr hvernig þeim dettur í hug að setja sautján ára krakka á standby. Ef það er búið að yfirfylla vélina ætti að setja fullorðið fólk en ekki krakka,“ segir Vala. Ættu að vera reglur Móðirin í hópnum hafi ekki getað tekið standby miðann á sig þar sem lítið barn biði hennar heima. Þegar allir hinir í hópnum hafi verið komnir inn í vélina varð ljóst að stúlkan á standby-miðanum fengi ekki sæti í vélinni, hún væri yfirfull. Annar úr hópnum hafi þá ákveðið að fara ekki með flugvélinni til að hún yrði ekki skilin ein eftir. Saman hafi þau ráfað um flugvöllinn um nokkurt skeið og reynt að ná í Play. Þegar blaðamaður náði tali af Völu hafði gengið brösuglega að ná sambandi við flugfélagið en að samtali loknu fengust þær upplýsingar að tvímenningarnir hafi fengið flug til Madrídar á Spáni seinna í dag, og þaðan heim til Íslands. „Það er samt fáránlegt að setja krakka á standby þegar þeir yfirbóka flug! Þetta er alveg galið. Það ættu náttúrlega að vera reglur um að það þarf að skilja fólk eftir, að það sé ekki undir x aldri, helst 25 ára,“ segir Vala og bendir á að barn undir lögaldri þurfi að hafa með sér leyfisbréf útfyllt af forráðamanni ætli það sér að ferðast til útlanda án hans. „Þetta var alveg frábær helgi og ótrúlega leiðinlegt að þetta endi svona.“
Fréttir af flugi Play Bretland Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira