Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. júlí 2025 13:02 Pablo Punyed er snúinn aftur á völlinn. Vísir/Lýður Pablo Punyed er kominn aftur á fullt eftir nærri árs fjarveru frá fótboltavellinum vegna krossbandaslita. Pablo meiddist í ágúst í fyrra en hefur komið lítillega við sögu hjá Víkingum undanfarið. Hann segir skrokkinn kláran í að spila meira. Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport. Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira
Pablo kom inn á sem varamaður gegn Malisheva ytra fyrir tíu dögum síðan á 88. mínútu og fékk þá að spila fótboltaleik í fyrsta sinn síðan hann meiddist í leik Víkings við xxx í ágúst í fyrra. Í síðari leiknum við Malisheva spilaði hann þá heilan hálfleik. Víkingur leiddi 5-0 í hálfleik í Víkinni á fimmtudaginn var og nýtti tækifærið til að gefa mönnum hvíld. Þreföld skipting var gerð í hléi og Pablo leit vel út í síðari hálfleiknum. Hann lagði til að mynda upp áttunda mark Víkings í leiknum fyrir Svein Gísla Þorkelsson. Klippa: Klár í að spila meira „Já, kannski. Ég sagði við Sölva að það væri kannski erfitt fyrir mig að klára 90 mínútur í fyrsta leiknum til baka“ segir Pablo og hlær. Hann segist tilbúinn að spila meira en sem varamaður undir lok leikja. „Ég er tilbúinn. Mér líður rosalega vel og fótboltaformið kemur bara með því að spila fótbolta. Ég er bara rosalega spenntur fyrir þessum seinni helmingi.“ Lykillinn að stöðva Pedersen Einn stærsti leikur sumarsins til þessa fer fram í kvöld. Víkingur tekur á móti Val í Víkinni en vinni gestirnir verða Víkingur, Breiðablik og Valur öll jöfn að stigum á toppi deildarinnar. Verkefnið leggst vel í Pablo. „Það er alltaf gaman að mæta Val. Túfa er að vinna gott verk með þetta lið. Þeir eru á góðri siglingu, en við líka. Þetta verður hörkuleikur,“ „Við þurfum að halda góðum strúktúr og megum ekki gefa Patrick Pedersen neinn séns. Vera þéttir til baka og ná stjórninni á miðjunni. Þetta verður jafn leikur og hörkuleikur,“ segir Pablo. Nánar verður rætt við Pablo í Sportpakkanum á Sýn í kvöld. Leikur Víkings og Vals er klukkan 19:15 í Víkinni. Bein útsending hefst klukkan 18:45 á Sýn Sport.
Víkingur Reykjavík Besta deild karla Valur Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Króatía 29-30 | Aftur súrt tap gegn Króötunum hans Dags Handbolti Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti „Hann er sonur minn“ Fótbolti Svona var EM-Pallborðið: Allt sem þarf að vita fyrir stórleikinn í dag Handbolti „Tveggja ára barn að labba við sundlaugarbakkann og enginn gerði neitt“ Handbolti „Hann gæti gert fullt af sóknum léttari“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Basl á Bóndadaginn Handbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti „Þurfum við ekki að fá fleiri varða bolta?“ Handbolti Fleiri fréttir Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Sjá meira