Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. júlí 2025 13:12 Þórunn Sveinbjarnardóttir forseti Alþingis ræddi þinglokin á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á hendur henni vegna beitingar 71. greinar þingskapalaga undir þinglok í síðustu viku á bug. Hún hafi verið að sinna skyldum sínum sem forseti þingsins þegar hún tók ákvörðun um beitingu hennar. Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan. Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Í sameiginlegri yfirlýsingu þingflokka Sjálfstæðisflokks, Miðflokks og Framsóknar í lok þingsins kom fram að stjórnarandstaðan liti svo á að Þórunn Sveinbjarnardóttir væri ekki forseti þingsins alls heldur einungis meiri hlutans. Þórunn ræddi þinglokin og gagnrýni á hendur henni tengdum þeim á Sprengisandi í dag. „Í fyrsta lagi vísa ég þessari gagnrýni á bug. Ég var að sinna skyldum mínum sem forseti þingsins og það er skrifað í lögin í landinu að mér beri að gera það, hafa góða reglu á þingstörfunum,“ segir Þórunn. „Þessu varð að ljúka“ Allar tilraunir til þinglokasamninga hafi mistekist, það hafi verið henni erfið og þung staða að eiga við og hún því ákveðið að beita 71. grein þingskapalaga, sem kveður á um heimild forseta til að leggja til að umræðum verði hætt. „Auðvitað þykir mér miður að heyra að þetta sé andinn meðal stjórnarandstöðuflokkanna, mér þykir það miður. En við öll sem tókum þátt í þinglokaviðræðum og vitum hvað hefur gerst inni í þinginu síðustu vikur og mánuði þurfum að horfast í augu við það að þessu varð að ljúka.“ Þórunn segir að mörg mál sem sátu á hakanum hefðu fengið afgreiðslu hefðu samningar um veiðigjaldið náðst, viku áður en 71. greininni var beitt. „Þegar mér var orðið ljóst að fólk var einhvern veginn tilbúið til að semja ekki, svo ég orði það þannig, þá greip ég inn í. Og tillagan mín um þinglok, sem allir þingflokksformenn samþykktu, var tillagan sem við lukum þinginu á,“ segir Þórunn. Hún geri sér fulla grein fyrir að ákvörðun hennar hafi verið afdrifarík, en segist vona að hún verði afdrifarík á jákvæðan hátt. „Vegna þess að það getur ekki verið þannig að það sé í lagi að ræða sama málið, halda um það 3400 ræður tæplega, og halda að það sé í lagi. Við getum ekki verið á þeim stað. Við verðum að breyta þessu. “ Þingstörf færst til verri vegar Þórunn segir margt í störfum Alþingis hafa færst til verri vegar. Þingmenn geri það að jafnvel gamni sínu að sveigja reglur og reyna á þanþol þingskapalaganna, til dæmis með málþófi. „Ég kem aftur til þings fyrir fjórum árum, og þá er fólk farið að taka langar umræður í fyrstu umræðu um frumvörp, fullnýta liði eins og að taka til máls um atkvæðagreiðslu, fundarstjórn forseta er orðinn liður sem er þaulnýttur á hverjum einasta degi,“ segir Þórunn. Hún segir þingið þurfa að taka höndum saman um að atburðarás vorþingsins og undanfarinna ára endurtaki sig ekki þannig að málum sé komið í gegn um þingið með skilvirkari hætti. „Við verðum saman að koma Alþingi af þessum stað. Það er á sameiginlega ábyrgð okkar allra. hver einasti þingmaður hefur ekki bara réttindi heldur líka skyldur.“ Hér er einungis stikað á stóru en viðtalið í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Alþingi Breytingar á veiðigjöldum Samfylkingin Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnarskrá Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent