Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 19. júlí 2025 20:38 Aukin harka hefur færst í árásir Rússa að undanförnu. AP/Vadym Sarakhan Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti vill hitta Vladímir Pútín Rússlandsforseta og freista þess að koma friðarviðræðum aftur á skrið. Leiðtogarnir hafa ekki mæst augliti til auglitis frá því að Rússland gerði innrás í Úkraínu snemma árs 2022. Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Tvær tilraunir hafa verið gerðar til að koma friðarviðræðum af stað en báðar sigldu þær í strand. Þær voru haldnar í Istanbúl fyrir tilstilli tyrkneskra yfirvalda. Hvorki Selenskí né Pútín voru viðstaddir fundina en á fundinum var samið um fangaskipti. Í ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld sagði Selenskí að viðræður krefðust þátttöku leiðtoga stríðandi þjóðanna. „Fundur beggja leiðtoga er nauðsynlegur til að tryggja frið - varanlegan frið,“ sagði hann. Þegar síðast var þess freistað að koma af stað friðarviðræðum strönduðu þær á kröfum Rússa, þeirra á meðal kröfum um að Úkraína afsalaði sér landsvæði og sniðgengi hernaðarstuðning frá vesturveldum. Þessu höfnuðu Úkraínumenn og töldu lítinn grundvöll til frekari viðræðna. Síðan hafa árásir Rússlands á lofti, láði og legi færst verulega í aukana. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur einnig fært meiri þunga í orðræðu sína í garð ráðamanna í Kreml. Hann hótaði þeim þungum tollum ef ekki tækist að semja um frið í Úkraínu innan fimmtíu daga. Var það fyrir fimm dögum síðan. Ljóst er þó að hótanir Bandaríkjaforseta hafi ekki sett allt á hliðina í Moskvu enda viðskiptasamband Rússlands og Bandaríkjanna ekki ýkja umfangsmikið.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira