Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2025 20:03 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason tóku þátt í dagskrá Dags íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni í dag. Með þeim er Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn Kappa, sem var ein af skipuleggjendum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira
Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama
Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Forseti Íslands Gæludýr Söfn Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Innlent Engin ástæða til að breyta neinu Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Réðst á lögreglumann í miðbænum Fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Innlent Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Sjá meira