Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. júlí 2025 20:03 Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands og eiginmaður hennar, Björn Skúlason tóku þátt í dagskrá Dags íslenska fjárhundsins á Árbæjarsafni í dag. Með þeim er Sóley Ragna Ragnarsdóttir með hundinn sinn Kappa, sem var ein af skipuleggjendum dagsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var allt fullt af hundum í Árbæjarsafni í Reykjavík í dag á Degi íslenska fjárhundsins. Forseti Íslands mætti þar líka til að fagna hundunum og naut þess að klappa og knúsa þá enda mikil hundakona og útilokar ekki að íslenskur hundur verði hluti af fjölskyldunni á Bessastöðum. Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira
Sérstök dagskrá var í tilefni dagsins, meðal annars ljósmyndasýning Ágústs Elí Ágústssonar, sem býr í Skorradal í Borgarfirði, en hann hefur myndað marga íslenska hunda í gegnum árin. Þá var svo kölluð Rallý hlýðni þar sem hundarnir gerðu listir sínar í rallýbraut með eigendum sínum. „Það er í rauninni talið að tegundin sé afkoma fyrstu hundanna, sem komu hingað með Víkingunum á sínum tíma þannig að það má segja að tegundin hafi alltaf verið viðloðandi við landið. Dagurinn 18. júlí var valin, sem Dagur íslenska fjárhundsins af því að það er afmælisdagur mannsins, sem spilaði lykilhlutverk í að bjarga tegundinni á sínum tíma en það var Mark Watsons,” segir Sóley Ragna Ragnarsdóttir, sem er í vinnuhópi vegna Dags íslenska fjárhundsins. En hvað er svona merkilegt við íslenska fjárhundinn umfram aðra hundategundir? „Fyrir utan það að vera náttúrulega þjóðar hundurinn okkar þá er þetta mjög skemmtileg hundategund . Hann er vinnusamur hundur, hann er elskulegur, hann er heilbrigður, hann er fallegur. Það er bara allt skemmtilegt við tegundina”, segir Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins. Ágúst Elí Ágústsson, ljósmyndari með forsetahjónunum en hann var með ljósmyndasýningu af íslenskum hundunum á Árbæjarsafni í tilefni dagsins í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Frú Halla Tómasdóttir, forseti Íslands hefur alltaf haft áhuga á hundum, ekki síst þeim íslenska enda var hún einn af gestum dagsins í dag. „Heyrðu, ég er í einhverjum besta félagsskap, sem ég hef verið í lengi með íslenska hundinum,” segir Halla skælbrosandi. Og hefur þú sjálf og þið hjónin átti hund eða hvað? „Já, við kvöddum hundinn okkar eftir næstum því tíu ár fyrir ári síðan. Það er líklega með því erfiðara, sem ég hef gengið í gegnum að kveðja hundinn sinn.” En kemur nýr hundur á Bessastaði? „Eigum við ekki að segja að þetta kitli allavega að sjá þessa hunda hérna. Það er mikið að vera freista mín að Bessastaðir væri gott heimili fyrir íslenskan hund. En þetta er besti vinur mannsins og þessir eru víst alveg einstakir hvað það varðar, elska eigendur sína,” segir Halla. Þórhildur Bjartmarz, forsvarskona Dags íslenska fjárhundsins og frú Halla Tómasdóttir spjalla saman.Magnús Hlynur Hreiðarsson Deild íslenska fjárhundsins á Facebook fyrir áhugasama
Reykjavík Halla Tómasdóttir Hundar Menning Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Innlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Sjá meira