Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Tómas Arnar Þorláksson skrifar 18. júlí 2025 22:31 Elvar Freyr Andrason, tíu ára, og Rejhana Bajramoska, átta ára. vísir/bjarni Tilraunaverkefni hjá ÍR býður börnum með skerta hreyfigetu upp á tækifæri til að prófa ýmsa leiki sem þau hafa kannski aldrei tekið þátt í. Verkefnastjóri segir of fá úrræði fyrir börn með hreyfihömlun á sumrin sem sitji of oft á hakanum á meðan önnur börn sækja námskeiði. Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
Um er að ræða leikjanámskeið í samstarfi við Allir með þar sem börn fá afnot af sérstökum hjólastólum fyrir íþróttaiðkun. Er boðið upp á ýmislegt sem börnin hafa mögulega aldrei fengið tækifæri til að prófa áður og fundið íþrótt sem þau hafa gaman af. Eftir mikla hvatningu frá börnunum lét fréttamaður undan og skarst í leikinn við kátínu þeirra. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá þegar börnin tóku hann í gegn í skotbolta. Hvert barn fundið eitthvað við sitt hæfi Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, verkefnastjóri á bak við námskeiðið, segir brýnt að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari úrræði fyrir börn með skerta hreyfigetu og bendir á að íþróttaiðkun meðal þeirra sé aðeins fjögur prósent. „Kemur í ljós að það er bara mjög takmarkað úrval ef þú ert með takmarkaða hreyfigetu. Af lausnum fyrir sumarið. Sem er bara stór vani í okkar íslenska samfélagi að öll börn eru á endalausum námskeiðum fyrir sumarið. Það er bara hvert einasta barn sem hefur verið á námskeiðinu sem hefur fundið einhverja nýja grein sem þau hafa smellpassað í. Við hjá ÍR erum svolítið að hvetja önnur íþróttafélög til að stíga inn í þetta með okkur. Það eru margar greinar sem koma til greina.“ Jóhanna Dýrun Jónsdóttir, verkefnastjóri og varaborgarfulltrúi Viðreisnar.Vísir/bjarni Hún segir félagslega hlutan einnig skipta sköpum. „Þess vegna er svo mikilvægt að koma með þetta inn í íþróttafélögin svo þau geti líka eins og vinir sínir tilheyrt félagi hverfisins. Já, ég er líka ÍR-ingur.“ Skemmta sér konunglega og eignast nýja vini Elvar Freyr Andrason, tíu ára, er meðal þeirra sem sóttu námskeiðið en hann segist hafa skemmt sér konunglega og eignast nýja vini. Hvað eruð þið búin að gera? „Við erum búin að fara í hjólastólarugbí, hjólastólakörfubolta, badminton og borðtennis og eitthvað. Fullt af einhverju. Ef þið eruð með krakka sem eru með eitthvað í fótunum eða eitthvað. Komið þá bara og prófið.“ Elvar Freyr Andrason, tíu ára.vísir/bjarni Hin átta ára Rejhana Bajramoska tekur undir orð Elvars. Ertu búin að prófa eitthvað í fyrsta skipti hérna á námskeiðinu? „Já bara mjög mikið.“ Hvað var í uppáhaldi? „Ég held að það væri rugbí sko. Er gaman að klessa á aðra? „Já!“ Rejhana Bajramoska, átta ára.vísir/bjarni
Börn og uppeldi Málefni fatlaðs fólks Íþróttir barna ÍR Reykjavík Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Fleiri fréttir Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði