Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Jón Þór Stefánsson skrifar 18. júlí 2025 13:50 Maðurinn ók um Hafnarfjörð, næstum því þveran og endilangann. Vísir/Egill Karlmaður hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi vegna ofsaaksturs þar sem hann var sagður hafa stofnað lífi vegfarenda og lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann í hættu. Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað. Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hleypir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira
Hann var dæmdur vegna tveggja tilvika. Annars vegar var hann ákærður fyrir að aka, sviptur ökuréttindum og undir áhrifum áfengis austur Reykjanesbrautina skammt frá Álverinu í Straumsvík í lok febrúar í fyrra. Þar hafi hann ekið fram úr öðrum bíl yfir óbrotna línu þannig að ökumaður hins bílsins þurfti að víkja skyndilega til þess að forðast árekstur. Með því þótti hann stofna lífi ökumannsins og annarra í hættu með ófyrirleitnum hætti. Fram kemur að akstur mannsins hafi verið stöðvaður skömmu síðar á Reykjanesbraut skammt frá Hlíðartorgi í Hafnarfirði og hann handtekinn. Á tvöföldum hámarkshraða undan lögreglu Hitt atvikið átti sér stað nákvæmlega mánuði síðar og var öllu umfangsmeira af ákærunni að dæma. Maðurinn var þá undir áhrifum áfengis og fíkniefna, og enn sviptur ökuréttindum. Í ákæru segir að hann hafi ekið án nægjanlegrar tillitssemi og varúðar. Síðan hafi lögreglan hafið eftirför á eftir honum, og þá hafi hann ekið yfir óbrotnar miðlínur og ógætilega milli bíla án þess að gefa stefnuljós. Einnig hafi hann ekki miðað ökuhraða við aðstæður eða gætt að öryggi annarra. Í ákærunni er þessum seinni akstri lýst með nánari hætti. Þar segir að hann hafi verið að aka vestur Reykjanesbraut, frá gatnamótunum við Fjarðarhraun í Hafnarfirði. Hann hafi haldið suður Reykjanesbraut á allt að 146 kílómetra hraða á klukkustund, þar sem hámarkshraði er 80. Hann hafi svo beygt niður Ásbraut og ekið að hringtorginu Haukatorg þar sem hann tók U-beygju og sneri því við. Síðan hafi hann ekið áfram um Ásbraut í austur, beygt suður á hringtorginu Goðatorgi og ekið að hringtorginu Vörðutorg. Þar hafi hann tekið heilann hring og aftur farið að Goðatorgi, og þar aftur tekið stefnuna austur. Svo hafi hann beygt upp Kaldárselsveg og svo um Öldugötu endilanga, en ökumaðurinn nam staðar og lagði bílnum við Öldugötu 1. Þar handtók lögreglan hann skammt frá. Leiðin um Hafnarfjörð mun hafa verið einhvernveginn svona.Já.is. „Með akstrinum raskaði ákærði umferðaröryggi í alfaraleið og stofnaði á ófyrirleitinn hátt lífi og heilsu vegfarenda á akstursleið ákærða í augljósan háska, þar á meðal lögreglumanna sem reyndu að stöðva hann,“ segir í ákærunni. Maðurinn játaði skýlaust sök. Hann hefur ítrekað áður á síðustu tíu árum gerst sekur um umferðarlagabrot. Dómurinn leit til þess að við aksturinn hefði hann ekið með vítaverðum hætti og valdið mikilli hættu. Á móti var litið til játningar hans honum til málsbóta. Líkt og áður segir var hann dæmdur í átta mánaða fangelsi. Þá er hann sviptur ökuréttindum ævilangt og gert að greiða 865 þúsund í sakarkostnað.
Dómsmál Lögreglumál Umferðaröryggi Hafnarfjörður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Hleypir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Sjá meira