Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 17. júlí 2025 15:48 Margrét Kristín Pálsdóttir er settur lögreglustjóri á Suðurnesjum. Hún hefur hvorki veitt fréttastofu viðtal í dag né í gær vegna eldsumbrotanna. Bæjarráð Grindavíkur hvetur Margréti Kristínu Pálsdóttur lögreglustjóra á Suðurnesjum til að endurskoða nú þegar ákvörðun gærdagsins um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Heimamenn hafa mótmælt ákvörðuninni harðlega, telja um mismunun að ræða og jafnvel tilefni til að stefna ríkinu. Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira
Lögreglustjóri ákvað í gær að takmarka aðgengi að Grindavík alfarið við heimamenn sem eru alls ósáttir og telja sig til að mynda ekki sitja við sama borð og rekstraraðilar Bláa lónsins sem þó er staðsett töluvert nær eldsumbrotunum. „Bæjarráð hvetur lögreglustjórann á Suðurnesjum til þess að endurskoða nú þegar ákvörðun sem tilkynnt var að kvöldi miðvikudagsins 16. júlí, um takmörkun á aðgengi að Grindavík. Bæjarráð telur að í ákvörðuninni felist mikið ójafnræði gagnvart ferðaþjónustuaðilum í Grindavík, þar sem takmörkun á aðgengi tekur eingöngu til þéttbýlisins í Grindavík,“ segir í ályktuninni. Ekki verði með góðu móti séð á hvaða vísindalegum rökum ákvörðunin sé byggð. Grindvíkingar mótmæltu aðgerðunum með því að loka fyrir umferð um veginn að Bláa lóninu tímabundið eftir hádegi en létu af lokuninni eftir samtal við lögregluþjóna á svæðinu. „Grindavík stafar engin ógn af hraunrennsli frá eldstöðvunum, sem eru langt frá bænum. Ekki virðist heldur vera tilefni til að hafa áhyggjur af loftgæðum í Grindavík, þar sem vindar blása gosmekkinum í aðrar áttir. Aflögun á jarðvegi í bænum mælist engin í þessum atburði og því ekki frekar tilefni til þess að takmarka aðgengi ferðamanna vegna hættu á sprungum heldur en raunin var fyrir eldgosið.“ Bæjarráð hvetur lögreglustjóra til þess að taka ákvörðun sem fyrst um að aflétta takmörkunum á aðgengi að Grindavík. „Þannig að lágmarka megi það tjón sem hlýst af ákvörðuninni fyrir fyrirtæki sem berjast fyrir því að koma starfsemi í ferðaþjónustu í fullan gang, þrátt fyrir erfið rekstrarskilyrði vegna náttúruhamfara undanfarin misseri.“ Grindvíkingar mótmæltu aftur tímabundið á þriðja tímanum og virðist töluverður samhljómur meðal íbúa sem láta hærra í sér heyra en áður.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun Innlent Fleiri fréttir Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Sjá meira