Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu Lovísa Arnardóttir skrifar 11. júlí 2025 10:40 Tveir voru handteknir í Reykjavík í síðustu viku en öðrum svo sleppt úr haldi. Vísir/Viktor Freyr Lögreglan á Norðurlandi eystra fer í dag fram á áframhaldandi gæsluvarðhald eins þeirra fimm sem voru handteknir í aðgerðum þeirra þann 18. júní vegna umfangsmikillar rannsóknar á fíkniefnaframleiðslu víða um land. Tveimur þessara fimm hefur verið sleppt úr haldi en einn handtekinn til viðbótar. Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“ Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Gæsluvarðhald hinna sem er í haldi rennur út í næstu viku og verður endurskoðað þá að sögn Skarphéðins Aðalsteinssonar, yfirmanns rannsóknardeildar Lögreglunnar á Norðurlandi eystra. „Þessir sem eru núna fjórir eru ekki allir búnir að vera frá upphafi,“ segir Skarphéðinn. Lögregluaðgerðunum hefur verið stýrt af Lögreglunni á Norðurlandi eystra og hafa farið fram húsleitir og handtökur víða um land, meðal annars í Reykjavík, Raufarhöfn, í Kópavogi og í Borgarfirði. Þeir handteknu eru bæði innlendir og erlendir einstaklingar en Skarphéðinn segist ekki geta sagt til um kyn þeirra eða hvort að þeir sem erlendir eru hafi verið búsettir á landinu lengi. Rannsókn málsins snýr að fíkniefnaframleiðslu og þá helst kannabis. Skarphéðinn segir þó önnur brot einnig vera til rannsóknar. „Það er fíkniefnaframleiðsla og fleiri afbrot sem eru til skoðunar. Rannsóknin gengur í sjálfu sér vel. Þetta er umfangsmikil rannsókn, henni er ekki lokið, og ekki ljóst hvort það verði farið í frekari aðgerðir. Ég get heldur ekki sagt að við sjáum fyrir endann á henni. Þessu er ekki lokið.“ Vona að þau nái að loka þessum hring Hann segir lögregluna vonast til þess að við lok þessarar rannsóknar verði búið að ná þessum hópi sem standi í þessari framleiðslu. Skarphéðinn segir framleiðslu fíkniefna hafa aukist gífurlega á Íslandi síðustu ár. „Það er breyting frá fyrri tíð, að það er meira framleitt af fíkniefnum á Íslandi í dag heldur en var hér á árum áður. Það er þannig. Þetta var varla þekkt fyrir síðustu áramót. Þá var miklu meiri innflutningur og byggðist á þeim árum á því. Það er talsverð breyting frá því.“
Lögreglumál Fíkniefnabrot Akureyri Reykjavík Borgarbyggð Norðurþing Tengdar fréttir Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27 Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38 Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39 Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Halli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Sjá meira
Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Lögreglan segist í síðustu viku hafa lagt hald á tuttugu kílógrömm af marijúana sem voru falin í vörusendingum. Ráðist var í húsleit í Hafnarfirði og nokkrir voru handteknir vegna málsins. 10. júlí 2025 17:27
Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Tveir voru handteknir eftir húsleit í Laugardal annars vegar og Kópavogi hins vegar í gær. Handtökurnar tengjast umfangsmikilli rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fimm í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 4. júlí 2025 11:38
Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Lögreglan handtók tvo í gær eftir húsleit við Austurbrún í Laugardal í Reykjavík annars vegar og í Kópavogi hins vegar. Alls eru fimm í haldi í tengslum við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á skipulagðri glæpastarfsemi. 4. júlí 2025 09:39
Fleiri handteknir í Borgarnesi Sérsveitin og lögreglan réðust í síðustu viku í húsleit og handtökur í Borgarnesi í tengslum við umfangsmikla rannsókn á fíknefnaframleiðslu. Rannsóknin teygir anga sína frá Reykjavík að Raufarhöfn, en íbúi á Raufarhöfn lýsir grunsamlegri umferð á næturnar við hús sem lögregla hefur haft til rannsóknar. 23. júní 2025 19:35