Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar 11. júlí 2025 11:02 Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skóla- og menntamál Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Við Íslendingar búum við þá gæfu að skólarnir okkar eru hjartsláttur hvers samfélags. Óháð skólagerð þá gerum við kröfur um að þeir komi til móts við bæði náms- og félagslegar þarfir nemenda. Kröfur sem eru byggðar á gildandi lögum og námskrám sem útfærðar eru á mismunandi hátt. Umræður um skólakerfið okkar síðustu mánuði hafa sýnt áþreifanlega þann metnað og áhuga sem skólamál vekja í íslensku samfélagi. Það er beinlínis lífsnauðsynlegt að kröfur til kerfisins séu ríkar. Það er ekki síður mikilvægt að þeim sé ætlað að finna sameiginlegar lausnir allra en ekki benda á einhvers konar „sökudólg“ hvort sem það eru ákveðnir nemendahópar, kennsluaðferðir eða námsmat. Íslenskt skólastarf byggir á grunni námsskráa og laga um hvert skólastig. Þær námskrár eiga rætur að rekja til ársins 2008. Þá voru áherslur færðar í átt til mats á hæfni nemenda – allt frá leikskólaaldri til framhaldsskólaaldurs. Það var gert í ljósi umræðu um samfélag sem vildi ná betur utan um alla einstaklinga en eldri námskrár og matsaðferðir gerðu. Það er sannarlega framfaraskref sem hefur leitt af sér ótrúlega skólaþróun um allt samfélagið! Suðupottur menntunar á Íslandi er fjölbreyttur eins og birtist í umræðu um hvernig best verði lagt mat á árangur, áherslu á verk- og iðngreinanám, auknar kröfur um íslenskunám fyrir börn með erlend móðurmál og auðvitað hátt hlutfall íslenskra ungmenna sem sækja sér háskólanám eða sambærilega menntun. Íslenskt menntakerfi stendur á tímamótum. Ný aðgerðaáætlun Menntastefnu 2030, sem mennta- og barnamálaráðherra lagði fram í júní, er smíðuð í samráði stjórnvalda, fulltrúa KÍ og annarra hagaðila menntunar. Þessi þríhyrningur á sér líka alþjóðlega stoð. Nýlega birt skýrsla frá OECD sýnir að lönd sem byggja stefnu á reglulegu samráði ná betri árangri og búa við minni mun á milli hópa nemenda. Sama stofnun mælir beinlínis með því að Ísland haldi áfram að virkja fagfólk og foreldra við t.d. útfærslu matsferils, einföldun námskrár og tungumálastuðning fjöltyngdra barna, því slíkt skapi „sameiginlega ábyrgð á niðurstöðum“. Árangur næst með samtali Það skref í Menntastefnu til 2030 sem nú hefur verið markað til ársins 2027 sækir inn í þennan grunn og er gríðarlega mikilvægur þáttur í að ná enn betri árangri í skólastarfi sem byggist á fagmennsku og stöðugleika. Það ríkir mikill samhljómur milli þeirra atriða sem ráðherra hefur nú lagt til og byggja á því samráðsferli sem áður hefur verið nefnt sem og þeim möguleikum til úrbóta sem OECD leggur til í sinni úttekt á íslensku skólakerfi. Árangur næst aðeins þegar hagaðilar skólakerfisins tala saman, með gagnkvæmu trausti, um alla þætti skólastarfs. Þegar við sem foreldrar eigum samskipti við kennara og skóla barnsins okkar og allt til þess þegar talsmenn stjórnvalda eru í samskiptum við fulltrúa ólíkra skólagerða um kerfið. Þegar við eigum samskipti við fulltrúa þeirra sem leiða vinnuna, kennara, ráðgjafa og stjórnendur á vettvangi ólíkra skólagerða – hvort sem er á opinberum vettvangi eða í samtölum. Það samtal sem leiðir til mestra heilla er það sem tekið er með „opnum lófa“ samráðs og samvinnu, þar sem horft er til þess sem vel er gert og það styrkt samhliða því að finna út hvar betur er hægt að gera og koma sér saman um leiðir til þess. Mennta- og barnamálaráðherra hefur verið mjög skýr um að það séu þau vinnubrögð sem hann muni viðhafa á næstunni. Fram undan er vinna þar sem metin verður staða mismunandi þátta innan skólanna og lagðar fram sameiginlegar hugmyndir að úrbótum. Mótum menntakerfi í sameiningu Kennarasambandið mun standa vörð um virkt samtal sem tekur til allra skólagerða; leik-, grunn-, framhalds-, og tónlistarskóla, því reynslan sýnir að þar, sem allir hagaðilar hlusta hver á annan, þrífst lærdómur. Sú leið skilar okkur miklu lengra í átt til enn betra skólastarfs og það er mjög ánægjulegt að finna sterkan samhljóm með mennta- og barnamálaráðherra, byggðan á metnaði og því að gera betur. Ég hvet bæjar- og sveitarstjórnir, foreldrafélög, nemendur, fulltrúa atvinnulífs og aðra haghafa til að taka sér sess í samtalinu með okkur og ráðuneytinu. Sameiginlegt verkefni íslensks samfélags er að tryggja að skólarnir okkar verði vettvangur enn betra náms, byggt á sköpun, fagmennsku og gleði fyrir hvern einasta nemanda í skólum landsins. Þátttakendur þess samtals munu móta framtíð íslensks skólastarfs í sameiningu, út frá þeim áherslum sem verður framtíð okkar allra, samfélaginu til mestra heilla. Það viljum við öll! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun