Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar 10. júlí 2025 08:00 Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Sjá meira
Það hefur verið einkenni okkar tíma að spilling og græðgi hefur fengið að vaða uppi á Íslandi án mikillar mótstöðu með stuðningi ákveðinna stjórnmálaflokka á síðustu áratugum. Afleiðingin hefur verið mjög slæm fyrir almenning á Íslandi. Iðnaðurinn í kringum fisk á Íslandi er aðeins um 20% af útflutningi á Íslandi og aðeins um 6% af landsframleiðslu á Íslandi [heimild: Sjávarútvegur á Íslandi]. Þannig að mikilvægi sjávarútvegs í málflutningi þeirra sem standa að málþóf á Alþingi er háð miklum ýkjum. Skattamál sjávarútvegs á Íslandi hafa verið þannig að fyrirtækin í þessu hafa fengið að halda eftir sem mestum hagnaði og borga sem minnsta skatta á öllum stigum, þetta er ekki bara í veiði gjöldum sem á núna að hækka með breytingum á lögum sem stjórnarandstaðan stendur gegn. Þetta veiðigjald er nauðsynlegt til þess að auka tekjur íslenska ríksins. Þar sem það hefur verið stefna síðustu ríkisstjórn að lækka skatta á Íslandi og skattalækkanir eru borgaðar í niðurskurði á þjónustu til almennings. Það er ekki hægt að lækka skatta endalaust og halda úti þjónustu til almennings svo vel sé og almenningur á Íslandi er farinn að finna fyrir því á síðustu árum óþægilega mikið hvað það er búið að skera mikið niður á Íslandi vegna skattalækkana. Vegakerfið er orðið mjög léleg á stórum hluta Íslands, ef ekki ónýtt á ákveðnum svæðum sem eru samt sem áður mjög fjölfarin. Heilsugæslan er í vandræðum vegna fjárskorts. Sama með grunnskóla, framhaldsskóla og háskóla á Íslandi. Þetta er allt vegna skattalækkana á Íslandi. Þessu hefur verið mætt með auknum lántökum [heimild 1, heimild 2] og síðan niðurskurði. Hvorugt er hægt að viðhalda til lengri tíma í fjármálum íslenska ríkisins. Með því að hækka skatta og gjöld, eins og af sjávarútvegnum þá er hægt að minnka þörfina fyrir lántökur hjá íslenska ríkinu, bæta þjónustu við almenning og auka hagsæld á Íslandi. Þar sem hærri skattar auka hagsæld almennings. Lægri skattar auka ekki hagsæld almennings. Það eina sem lægri skattar gera er að leyfa ríku fólki að vera ríkara og auka fátækt með öllum þeim vandamál sem fátækt fylgja. Það er hægt að gera þetta á margan hátt og engin ein leið réttari en önnur í þessu. Það liggur þó alveg fyrir að fyrirtæki eins og einstaklingar verða að borga sinn réttláta hluta í skatt á Íslandi. Sá skattur og gjöld sem sjávarútvegurinn hefur verið að borga á Íslandi hefur verið of lítill alltof lengi. Afleiðingin af því er mikill hagnaður sem hefur verið notaður til þess að fjárfesta í öðrum fyrirtækjum og iðnaði á Íslandi sem er ótengdur sjávarútvegi á Íslandi. Síðan hafa íslensk sjávarútvegsfyrirtæki einnig staðið í mikilli fjárfestingu innan Evrópusambandsins og þar borga þessi fyrirtæki skatta án vandamála og sá skattur hefur oft verið miklu hærri en hefur nokkurntímann verið á Íslandi. Höfundur er rithöfundur búsettur í Danmörku.
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar