Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Árni Sæberg og Auðun Georg Ólafsson skrifa 9. júlí 2025 13:23 Hörður Arnarson er forstjóri Landsvirkjunar. Vísir/Ívar Fannar „Mín fyrstu viðbrögð eru bara vonbrigði. Við eigum eftir að fara betur yfir dóminn en það virðist vera að dómurinn staðfesti þann skilning héraðsdóms að ákveðnir ágallar hafi verið á lögum sem voru sett um þetta mál vegna Evróputilskipunar,“ segir forstjóri Landsvirkjunnar. Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“ Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í morgun dóm héraðsdóms um ógildingu virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. Er Hvammsvirkjun þá út úr myndinni? „Nei, það er alls ekki þannig. Það eru bara ágallar í málsmeðferðinni. Þetta snýr ekki að framkvæmdinni sem slíkri heldur þeim leyfisveitingum sem stjórnvöld standa að og hverjum sé heimilt að veita leyfi,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunnar, í samtali við fréttastofu. Sækja þurfi um nýtt leyfi Hörður segir að Landsvirkjun muni nú leggjast yfir dóminn en líklegast sé að sækja þurfi um nýtt virkjunarleyfi fyrir Hvammsvirkjun. „Alþingi hefur breytt lögunum núna sem eru í þeim anda sem stjórnvöld vilja þannig að Umhverfisstofnun er heimilt að veita breytingum á svokölluðu vatnshloti. Ef þessi túlkun er, sem staðfest er af Hæstarétti, þá væri í raun útilokað að framkvæmda allar vatnsaflsvirkjanir og allar stærri framkvæmdir á Íslandi svo sem brúarframkvæmdir eða vegaframkvæmdir. Það er mjög mikilvægt að Alþingi greip hratt inn í og breytti lögunum en þessi dómur er á grundvelli eldri laga.“ Dómurinn sé ekki stefnumarkandi varðandi aðrar framkvæmdir sem eru á teikniborðinu, enda hafi lögunum þegar verið breytt. „Þetta veldur enn og aftur töfum á þessu mikilvæga verkefni fyrir samfélagið. Skaðinn er mestur fyrir samfélagið þar sem mikil þörf er fyrir orku og þetta mun hafa mjög neikvæð áhrif á ýmsan atvinnurekstur.“ Búast megi við umtalsverðum seinkunum Hörður segir Landsvirkjun eigi eftir að meta hversu lengi niðurstaða Hæstaréttar muni tefja framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Hrósa beri stjórnvöldum, sérstaklega umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, fyrir að hafa stigið hratt inn og breytt lögunum, svo að ný leyfisveiting geti, vonandi, gengið hratt fyrir sig. Þær lagabreytingar hafi þó ekki getað haft áhrif á dóm Hæstaréttar, enda geti lög eftir á ekki breytt neinu. Því miður megi búast við umtalsverðum töfum á framkvæmdum. „Það þarf að sækja um virkjunarleyfi aftur og svo framkvæmdarleyfi í kjölfarið á því. Það er líka heimild, sem sett voru í lögin, sem við munum nýta okkur til að sækja um bráðabirgðarleyfi. Það mun eingöngu verða til þess að lágmarka það tjón sem við verðum fyrir svo við getum lokið þeim undirbúningsframkvæmdum sem við erum með núna. Það verða umtalsverðar seinkanir, en hversu miklar á bara eftir að koma í ljós. Vilji Alþingis er þó algjörlega skýr og sjaldan verið jafn mikill stuðningur við nokkra framkvæmd eins og þessa sem hefur líka verið rannsökuð í þaula. Það er ekki verið að hafna virkjuninni vegna ágalla á henni heldur á grundvelli ágalla í leyfisveitingarferlinu sem því miður hefur verið innleitt á Íslandi og ekki vandað nógu vel til.“
Deilur um Hvammsvirkjun Dómsmál Landsvirkjun Orkumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira