„Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 9. júlí 2025 14:01 Alma Ýr Ingólfsdóttir er formaður Öryrkjabandalags Íslands. ÖBÍ Formaður Öryrkjabandalagsins segir ákvörðun ríkissaksóknara um að ákæra ekki fjóra menn sem höfðu samræði við fatlaða konu, staðfesta að það megi brjóta á fötluðu fólki. Hún segir fötluðum ekki trúað vegna skerðinga sinna. Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum. Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Á mánudag staðfesti ríkissaksóknari að ekki yrði lögð fram kæra gagnvart fjórum mönnum sem höfðu samræði við fatlaða konu að undirlagi annars manns. Sigurjón Ólafsson hlaut átta ára fangelsisdóm fyrir að hafa meðal annars endurtekið boðið mönnunum að hafa samræði við konuna án þess að láta hana vita og án þess að hún vildi. Alma Ýr Ingólfsdóttir, formaður Öryrkjabands Íslands segir málið bakslag í réttindabaráttu fatlaðs fólks. „Ég átta mig ekki á því hvað þarf til að fá menn ákærða þegar það er orðið hluti af gögnum málsins að þeir viðurkenna það að hafa haft samræði vði þessa konu án þess að fá samþykki hjá henni,“ sagði Alma í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Það þarf að eiga sér stað gífurlega mikil tiltekt í kerfinu“ Hún segir rannsóknir sýna að fatlaðar konur og stúlkur séu sérstaklega útsettar fyrir hvers kyns ofbeldi. Ofbeldið eigi sér stað í öllum kimum samfélagsins, inni á stofnunum, heimilum og vinnustöðum. „Mér finnst þetta bara ömurleg niðurstaða og enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki.“ Þá sé það sorgleg staðreynd að fötluðu fólki sé ekki trúað vegna skerðinga sinna og að ofbeldi gagnvart fötluðum sé ekki litið nægilega alvarlegum augum. Það þýði að þegar á hólminn sé komið þori fatlað fólk ekki að segja frá upplifun sinni. „Það þarf bara að eiga sér gífurlega mikil tiltekt í kerfinu þar sem fötluðu fólki er gert kleift að njóta sinnar réttarstöðu, að því sem trúað og það geti treyst því að það sé verið að finna fyrir það en ekki gegn því,“ sagði Alma Ýr. Segir að viðurkenna þurfi vandann Hún segir að réttindagæsla fyrir fatlað fólk, þegar það var undir ráðuneyti, hafi upphaflega haft það markmið að taka við ábendingum þegar grunur vaknaði um ofbeldi. Þeirra hlutverk var að fylgja eftir málum og aðstoða. Nú sé réttindagæslan í umsjón Mannréttindastofnunar Íslands og hlutverkið sé áfram að taka við málum og koma í réttan farveg en ekki fylgja eftir. „Þegar upp kemur mál þar sem augljóslega um er að ræða fatlaðan einstakling sem beittur hefur verið ofbeldi þá getur hann haft með sér hæfan einstakling við skýrslutökur. Þá veltir maður fyrir sér hvað sé hæfur einstaklingur og hvernig því er beitt í framkvæmd.“ „Ef þú ert fatlaður þá getur þroskaskerðing eða annað torveldað því að koma þinni upplifun áleiðis ofan á áfallið sem verður við ofbeldið. Þetta er ótrúlega snúið en það þarf að stíga fastar niður fæti hvar sem það er. Það þarf að viðurkenna þennan mikla vanda og þetta mikla ofbeldi sem þrífst gagnvart þessum hópi samfélagsins,“ sagði Alma að lokum.
Málefni fatlaðs fólks Kynferðisofbeldi Dómsmál Tengdar fréttir Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Falsaði fleiri bréf Verktaki á vegum Tripical falsaði bréf frá fleiri en einum skólastjóra í Frakklandi. Staðfestingabréfin voru meðal annars grundvöllur þess að Kennarasambandið greiddi starfsfólki ferðastyrk fyrir fræðsluferðir. 8. júlí 2025 20:37
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent