Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. júlí 2025 11:02 Ulf Kristersson á hlaupum með fjölskyldu sinni og öryggisvörðum. Öryggisverðir sænsku leyniþjónustunnar hafa verið sakaðir um að stofna öryggi sænska forsætisráðherrans í hættu um árabil með því að deila hlaupa- og hjólaleiðum sínum á líkamsræktarforritinu Strava. Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því. Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Öryggisverðir Ulfs Kristersson virðast óvart hafa deilt staðsetningum og ferðum ráðherrans, þar á meðal upplýsingum um hótel sem hann gisti á og heimilisfangi hans sem á að vera leynilegt, með því að hlaða upp líkamsræktarfærslum á forritið þannig þær urðu öllum aðgengilegar. Dagens Nyheter hefur tekið saman meira en 1.400 æfingar sem sjö öryggisverðir, sem sáu um öryggisvörslu fyrir háttsetta sænska embættismenn, stunduðu síðasta árið. Æfingarnar fóru fram vítt og breitt um heiminn, þar á meðal í Póllandi við landamærin að Úkraínu, við sjávarbakkann í Tel Aviv, í Central Park í New York, á skíðasvæði í Ölpunum og herstöð í Malí. Öryggisverðirnir deildu í að minnsta kosti 35 skipti upplýsingum sem tengdust forsætisráðherranum beint og staðsetningum hans, þar á meðal heimili hans sem á að vera haldið leyndu. Deildu hlaupi með norska forsætisráðherranum og finnska forsetanum Færslurnar sýndu einnig persónulegar hlaupaleiðir Kristersson og utanlandsferðir hans, þar á meðal fjölskylduferð sem hann fór í til Álandseyja. Nýjasta hlaupinu var deilt á forritinu fyrir nokkrum vikum síðan og sýndi hlaup í Harpsund, sveitasetri forsætisráðherrans í Suðurmannalandi. Í júní 2024 þegar Kristersson heimsótti Bodø í Noregi með Jonas Gahr Støre, norska forsætisráðherranum, og Alexander Stubb, finnska forsetanum, fóru stjórnmálamennirnir þrír saman út að hlaupa. Nokkrum mánuðum seinna birti Kristersson mynd af hlaupinu á Instagram en öryggisvörður hans hlóð því hins vegar strax upp á Strava. View this post on Instagram A post shared by Ulf Kristersson (@kristerssonulf) Upplýsingar um fleiri háttsetta sænska einstaklinga birtust einnig á Strava, þar á meðal um meðlimi sænsku konungsfjölskyldunnar, Magdalenu Andersson, leiðtoga Jafnaðarmanna og fyrrverandi forsætisráðherra og Jimmie Åkesson, leiðtoga Svíþjóðardemókrata. Málið er ekki fyrsti öryggisskandallinn sem skekur ríkisstjórn Kristersson en í maí var háttsettur sænskur diplómati handtekinn grunaður um njósnir. Sá hafði starfað hjá mörgum sendiráðum víða um heim og tengdist máliði afsögn varnarmálaráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Málið hefur auðvitað vakið athygli í Svíþjóð, ekki síst í ljósi þess að Svíar eiga sögu af launmorðum á stjórnmálamönnum sínum. Þekktast er morðið á forsætisráðherranum Olof Palme sem var skotinn til bana í Stokkjólmi 1986 en utanríkisráðherrann Anna Lindh var sömuleiðis stungin til bana árið 2003. Sænska leyniþjónustan segist líta málið grafalvarlegum augum og ætli að rannsaka færslur öryggisvarðanna. Opnir prófílar á Strava hafa valdið öryggisþjónustu vandræðum víða um heim. Árið 2017 var Strava sakað um að birta upplýsingar um herstöðvar og njósnabirgi með því að birta kort af notkun allra notenda sinna. Árið 2023 var rússneskur kafbátaforingi drepinn og átti Strava-aðgangur hans víst þátt í því.
Öryggis- og varnarmál Svíþjóð Hlaup Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira