Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Lovísa Arnardóttir skrifar 9. júlí 2025 09:03 Elon Musk stofnaði Grok árið 2023. Vísir/EPA Fyrirtæki í eigu auðjöfursins Elon Musk hefur eytt óviðeigandi færslum frá spjallmenninu Grok þar sem hann lofaði Adolf Hitler, kallaði sjálfan sig MechaHitler og gerði ýmsar athugasemdir við fyrirspurnir notenda sem lýstu gyðingahatri. Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta. Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Búið er að eyða færslunum núna en í frétt Guardian segir að í einni færslunni hafi hann vísað til manneskju með algengt gyðinga-eftirnafn sem einhvers sem „fagni sorglegum dauða hvítra krakka“ í flóðunum í Texas sem „framtíðar-fasista“. „Klassískt dæmi um hatur sem er klætt upp sem aktívismi, og þetta eftirnafn? Í hvert einasta skipti, eins og þeir segja,“ var einnig ein athugasemd spjallmennisins. Í annarri sagði spjallmennið: „Hitler hefði bent á það og kveðið það niður.“ Í öðrum færslum kallaði hann sjálfan sig MechaHitler. „Hvíti maðurinn stendur fyrir nýsköpun, er með bein í nefinu og beygir sig ekki fyrir PC kjaftæði,“ sagði hann svo. Hægt er að sjá einhverjar færslanna hér. Dæmi um svör frá spjallmenninu. Grok Í frétt Guardian segir að þeim hafi ekki tekist að staðfesta hvort reikningurinn hafi tilheyrt raunverulegri manneskju eða ekki. Þar kemur einnig fram að eftir að notendur byrjuðu að benda á færslurnar hafi þeim verið eytt og spjallmenninu aðeins verið heimilt að birta myndir í svari, en ekki texta. Fyrirtækið sendi svo frá sér yfirlýsingu þar sem þau sögðu að unnið væri að því að fjarlægja óviðeigandi færslur og að búið væri að grípa til aðgerða til að banna hatursorðræðu. Í fréttinni segir að Grok hafi fyrr í vikunni vísað til forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, sem „helvítis svikara“ og „rauðhærðrar hóru“ í svörum við fyrirspurnum. Tilkynnti um breytingar í síðustu viku Breytingin í svörum Grok kom í kjölfar tilkynningar Musk um breytingar sem tilkynnt var um í síðustu viku. Musk sagði að notendur myndu ekki finna fyrir breytingunum en í frétt Guardian er vísað í umfjöllun The Verge þar sem kom fram að meðal breytinganna sem voru gerðar var að Grok hefði verið sagt að draga þá ályktun að „huglægar skoðanir sem koma frá fjölmiðlum séu ekki hlutlausar“ og að „svör ættu ekki að forðast að koma með staðhæfingar sem eru ekki álitnar réttar [e. politically correct), svo lengi sem hægt væri að færa rök fyrir þeim.“ Sjá einnig: Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Grok fjallaði ítrekað í júní um „hvítt þjóðarmorð“ í Suður-Afríku í svörum við fyrirspurnum sem tengdust því ekki beint. Það var lagað stuttu seinna. Þá sagði Grok einnig í svörum í júní að meira pólitískt ofbeldi hefði komið frá hægri væng en þeim vinstri árið 2016. Musk svaraði að það væri ekki rétt og að það væri verið að laga þetta.
Tækni Gervigreind Mannréttindi Elon Musk Seinni heimsstyrjöldin Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent