Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 15:19 Samsett mynd ESO af ferð halastjörnunnar 3I/ATLAS um sólkerfið. Halastjarnan sést sem röð ljósra bletta sem mynda línu um miðja myndina. Myndirnar voru teknar á þrettán mínútna tímabili að nóttu 3. júlí. ESO/O. Hainaut Sjónaukar um alla jörð fylgjast nú grannt með ferð halastjörnu sem á uppruna sinn að rekja utan sólkerfisins. Halastjarnan er aðeins þriðji slíki gesturinn sem hefur nokkru sinni fundist í sólkerfinu okkar. Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana. Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Stjörnufræðingar uppgötvuðu halastjörnuna 3I/ATLAS á ferð um sólkerfið í síðustu viku. Óvenjuleg breiðbogalöguð sporbraut fyrirbærisins sem er ólík braut allra annarra fyrirbæra í sólkerfinu var vísbending um að halastjarnan væri upprunnin utan sólkerfisins. Skýringarmynd af sporbraut 3I/ATLAS í gegnum sólkerfið. Halastjarnan er upprunnin í öðru sólkerfi.NASA/JPL-Caltech/AP Leið 3I/ATLAS inn í sólkerfið hefur verið löng þrátt fyrir að halastjarnan ferðist á um 59 kílómetra hraða á sekúndu, rúmlega 212.000 kílómetra á klukkustund. Ekki hefur verið hægt að reikna út hvaðan halastjarnan kom upphaflega. „Það tekur þessa hluti milljónir ára að ferðast frá einu sólkerfi til annars þannig að þetta fyrirbæri hefur líklega ferðast um geiminn í hundruð milljónir ára, jafnvel milljarða ára,“ segir Paul Chodas, forstöðumaður stofnunar bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA sem fylgist með fyrirbærum í grennd við jörðina. Sýnileg með sjónaukum í september og aftur í desember Engin hætta stafar af halastjörnunni. Hún kemst næst sólinni seint í október en þá verður hún í um 250 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðinni á milli sporbrautar hennar og Mars. Halastjarnan ætti að vera sýnileg í sjónaukum frá september þar til hún verður komin of nálægt sólinni og svo aftur í desember, að sögn AP-fréttastofunnar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) náði myndskeiði af 3I/ATLAS 3. júlí, aðeins tveimur dögum eftir að halastjarnan var uppgötvuð. Í grein á vef stöðvarinnar í dag kemur fram að halastjarnan sé nú meira en 600 milljón kílómetrum frá sólinni. Aðeins tvisvar áður hafa stjörnufræðingar fundið fyrirbæri frá öðrum stjörnum í sólkerfinu okkar. Það fyrsta var hnullungurinn sem fékk havaíska nafnið Oumuamua árið 2017. Upphaflega var talið að Oumuamua væri smástirni en síðan hafa vísbendingar komið fram um að það sé halastjarna. Árið 2019 fannst svo halastjarnan 21/Borisov en hún var kennd við áhugastjörnufræðing á Krímskaga, úkraínsku landsvæði sem Rússar innlimuðu ólöglega árið 2014, sem uppgötvaði hana.
Geimurinn Vísindi Tengdar fréttir Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Fleiri fréttir Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Sjá meira
Ílangur gestur utan sólkerfisins Smástirni sem kom úr geimnum á milli stjarnanna var ólíkt öllu öðru sem menn hafa fundið í sólkerfinu okkar. 20. nóvember 2017 20:39