Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar 8. júlí 2025 14:02 Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrsti þingvetur ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur hefur verið skrautlegur, svo vægt sé til orða tekið. Ríkisstjórnin setti sér háleit en jafnframt ótrúverðug markmið yfir þann fjölda mála sem stóð til að afgreiða. Öllum, nema kannski ríkisstjórninni sjálfri, var ljóst að ekki yrði hægt að uppfylla sett markmið án þess að slá verulega af kröfum um gæði í lagasetningu. Segja má að frumvarp atvinnuvegaráðherra um stórhækkun á veiðigjaldi sé skýrasta birtingarmynd þessa fyrirséða flumbrugangs. Frumvarpið, sem gengur út á að hækka skatta á sjávarútvegsfyrirtæki um 70-80% í einu vettvangi, er vanbúið og skortir allt áhrifamat. Fullyrðingar stjórnarliða, án rökstuðnings, um að skattahækkun sem þessi komi ekki til með að hafa nein áhrif á fyrirtækin og hvað þá sveitarfélög vítt og breytt um landið duga skammt og standast enga skoðun. Umsagnir sjávarútvegssveitarfélaga eru óyggjandi vitnisburður þess. Ríkisstjórnin hefur hins vegar kosið að virða réttmætar áhyggjur þeirra og annarra hagaðila að vettugi. Auð auki voru vinnubrögð atvinnuvegaráðherra við gerð frumvarpsins ekki í samræmi við verklagsreglur stjórnarráðsins. Frumvarpið var ekki kynnt með þeim hætti sem almennt er krafist, ekki var unnið formlegt áformaskjal og samráð við hagsmunaaðila í samráðsgátt stóð aðeins yfir í örfáa daga. Með öðrum orðum, frumvarpið er fjarri því að uppfylla þær lágmarkskröfur sem gerðar eru til vandaðrar og faglegrar lagasetningar. Þá var frumvarpið lagt fyrir Alþingis eftir 1. apríl, en samkvæmt 35. grein þingskapa skal ekki ræða frumvörp eftir þann tíma nema með sérstakri heimild. Sú regla er ekki formsatriði eitt heldur sett með það í huga að tryggja vandaða og tímalega málsmeðferð fyrir þinginu. En það er ekki eitt, það er allt. Í frumvarpi ráðherrans voru gerð mistök við útreikning og umfang skattahækkunarinnar stórlega vanmetið. Leiðrétting á þeim mistökum kom ekki fyrir tilstilli ráðherrans sjálfs heldur eftir ítrekaðar ábendingar minnihlutans sem kallaði eftir gögnum og mótmælti auðsýnilegum rangfærslum sem finna mátti í frumvarpinu. Þrátt fyrir þessar veigamiklu uppgötvanir var eðlilegum beiðnum minnihlutans um gestakomur fyrir atvinnuveganefnd í tengslum við vinnslu málsins hafnað. Þetta eru með öllu ótæk vinnubrögð að hálfu meirihlutans. Að ofangreindu má vera ljóst að frumvarp atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda sem lagt var fyrir Alþingi er óvandað, lagt fram án viðhlítandi samráðs og byggt á röngum forsendum. Þingleg meðferð málsins hefur heldur ekki verið upp á marga fiska en slegið hefur verið af kröfum um faglega og málefnalega umræðu fyrir nefnd, að því er virðist, í þágu aukins afgreiðsluhraða. Engu að síður býsnast stjórnarmeirihlutinn yfir því að minnihlutinn sinni lögbundinni skyldu sinni, krefjist þess að málið sé skoðað til hlítar, bendi á rangfærslur og fari fram á eðlilega málsmeðferð fyrir þinginu. Það þarf engan að unda að þingmönnum stjórnarandstöðunnar hugnist ekki að gerast samsekir með lélegum vinnubrögðum meirihlutans, heldur renni blóðið til skyldunnar og standi vörð um fagleg vinnubrögð og málefnalega umræðu um þýðingarmikil mál. Alþingi er ekki og hefur aldrei verið stimpilpúði ríkisstjórnarinnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun