Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2025 13:33 Lögreglumenn bera lík Romans Starovoit, fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands, á börum eftir að hann fannst skotinn til bana í gær. AP/Evgeniy Razumniya/Kommersant Talsmaður stjórvalda í Kreml segir fréttir af dauða fyrrverandi samgönguráðherra Rússlands sorglegar en vill ekki tjá sig um hvernig hann bar að. Yfirvöld segja að ráðherrann virðist hafa svipt sig lífi skömmu eftir að hann var rekinn úr embætti. Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak úr embætti samgönguráðherra í gærmorgun, fannst skotinn til bana síðar sama dag. Rússneska alríkislögreglan segir að hann hafi að öllum líkindum svipt sig lífi. Miklar vangaveltur hafa verið um hvers vegna Starovoit hefði tekið eigið líf. Því hefur verið haldið fram að hann hafi átt yfir höfði sér handtöku vegna aðildar að spillingarmáli í heimahéraði sínu Kúrsk. Einhverjir hafa jafnvel haldið því fram að honum valdameiri menn hafi skipað fyrir um að hann yrði drepinn til að koma í veg fyrir að hann bendlaði þá við málið. Dmitrí Peskov, talsmaður Kremlarstjórnar, vildi ekki tjá sig um dauða fyrrverandi ráðherrans og vísaði á lögreglu, að sögn AP-fréttastofunnar. „Slíkar fréttir eru alltaf hörmulegar og sorglegar. Við vorum auðvitað slegnir yfir þeim,“ sagði Peskov. Starovoit var fráskilinn og lét eftir sig tvær unglingsdætur. Eftirmaður sagður hafa bendlað hann við spillingarmál Lögreglu og rússneskum fjölmiðlum ber ekki fullkomlega sama um aðstæður þegar Starovoit fannst látinn í Odintsovo-hverfinu vestur af Moskvu þar sem margir rússneskir áhrifamenn eru sagðir búa. Þannig sagði lögreglan að lík fyrrverandi ráðherrans hefði fundist í bíl hans. Fjölmiðlar sem birtu myndir af vettvangi sögðu hins vegar að hann hefði fundist í litlum garði við hlið bílastæðis þar sem Tesla-bifreið hans var lagt. Skammbyssa sem hann fékk að gjöf frá stjórnvöldum hafi verið við hlið hans. Starovoit var héraðsstjóri í Kúrsk þar til hann var skipaður samgönguráðherra í fyrra. Eftirmaður hans, Alexei Smirnov, var handtekinn í apríl og ákærður fyrir fjárdrátt. Því hefur verið haldið fram í rússneskum fjölmiðlum að Smirnov hefði bendlað Starovoit við dráttinn á opinberu fé sem átti að fara í gerð varnarvirkja í Kúrsk. Úkraínumenn réðust inn í Kúrsk síðasta sumar og héldu hluta héraðsins í fleiri mánuði. Fjárdrátturinn er sagður hafa átt sinn þátt í hversu lélegar varnir Rússa voru í aðdraganda innrásarinnar. Fyrrverandi ráðherra dæmdur fyrir spillingu Spillingarmálið í Kúrsk er ekki það fyrsta sem kemur upp og tengist hernaði Rússa í Úkraínu. Timur Ivanov, fyrrverandi aðstoðarvarnarmálaráðherra, var sakfelldur fyrir fjárdrátt og peningaþvætti og dæmdur í þrettán ára fangelsi fyrir viku. Hann og fleiri háttsettir embættismenn sem voru nánir Sergei Shoigu, þáverandi varnarmálaráðherra, voru taldir hafa dregið sér fé sem átti að fara í framkvæmdir á vegum hersins og stuðning við hermenn. Shoigu sjálfur var ekki sóttur til saka og var skipaður formaður öryggisráðs Rússlands.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56 Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Roman Starovoit, sem Vladímír Pútín rak úr stöðu samgönguráðherra Rússlands í morgun, fannst látinn af völdum byssuskots í bifreið sinni í dag. Yfirvöld í Rússlandi segja hann hafa fallið fyrir eigin hendi. 7. júlí 2025 14:56
Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Vladímír Pútín Rússlandsforseti rak samgönguráðherrann sinn í morgun. Engin skýring var gefin á brottrekstrinum en miklar raskanir urðu á flugsamgöngum í Rússlandi um helgina vegna drónaárása Úkraínumanna. 7. júlí 2025 09:21