„Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Smári Jökull Jónsson skrifar 8. júlí 2025 12:00 Háskólinn á Akureyri. Rektor Háskólans á Akureyri segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta þá sem sækja nám í skólanum. Hún skilur sjónarmið nemenda en segir að skráningargjöldin virðist vera þau einu sem ekki megi snerta. Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“ Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira
Rektorar allra opinberra háskóla á Íslandi sendu á dögunum erindi til háskólaráðherra um að hækka þurfi skrásetningargjöld nemenda. Gjald skólanna er nú 75 þúsund krónur og hefur verið óbreytt frá árinu 2014. Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akueyri segir að raunkostnaður við skráningu sé 160 þúsund krónur á hvern nemanda. „Það hefur náttúrulega lítið hækkað fjármagnið til háskóla og það stendur ekki til að gera það á næstunni. Það er ennþá aukning í íslenska háskóla að meðaltali, sérstaklega í Háskólann á Akureyri. Það sníðir okkur náttúrulega þrengri stakk í það að reyna að mennta fólkið sem vill koma í nám til okkar að fá ekki fulla fjármögnun á Háskólakerfinu,“ sagði Áslaug í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar. Stúdentar við Háskóla Íslands leggjast alfarið gegn hækkun gjaldsins sem gætu hækkað um 105.000 krónur eða 140% á einu bretti. Þá er miðað við þær 180 þúsund krónur sem Háskóli Íslands telur vera raunkostnað skrásetningargjalda. „Ég skil þeirra sjónarmið [nemenda] en ég veit ekki hvaða gjöld hafa ekki hækkað í ellefu ár. Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta og ég er ekki að segja að þurfi að vera í einu stökki en það þarf að fara að leysa það að þetta gjald sé sama ár frá ári,“ segir Áslaug. Vill taka þátt í samtali stjórnenda og stúdenta Hún segir vanfjármögnun háskólakerfisins sníða skólanum þrengri stakk í að mennta fólkið sem vilji koma í nám. „Við reynum að það gerist ekki. Við reynum að tryggja að þau fái góða kennslu og nýta þá tækni sem til þarf. Þá kemur þessi peningur út úr reiknilíkani stjórnvalda.“ Logi Einarsson háskólaráðherra sagði í viðtali í hádegisfréttum í gær að málið yrði rætt á þingi næsta vetur. „Við erum mjög til í þetta samtal við bæði stjórnvöld og við stúdenta.“
Háskólar Hagsmunir stúdenta Skóla- og menntamál Akureyri Mest lesið „Þetta er innrás“ Innlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Sjá meira