Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júlí 2025 10:30 Guðmundur Benediktsson var með sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson í þættinum í gærkvöldi. Sýn Sport Sérfræðingar Stúkunnar voru ekki sammála þegar kom að því að meta Íslandsmeistaravonir Valsmanna í sumar. Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan. Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira
Stúkan ræddi ýmis mál í Uppbótatíma þáttarins í gær þar sem sérfræðingarnir Baldur Sigurðsson og Arnar Grétarsson fengu spurningar frá Guðmundi Benediktsson um Bestu deild karla í fótbolta. Þar veltu menn fyrir sér möguleikum Valsmanna á því að verða Íslandsmeistarar í ár, svöruðu því hvort Besta deildin sé sterkari eða lakari miðað við síðustu leiktíð og giskuðu á hvað verði sjötta og síðasta liðið til þess að tryggja sig inn í efri hlutann. Klippa: Uppbótartíminn: Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? „Ég var með svo skemmtilegar spurningar en það var allt stöðvað í sigtinu sem er hérna. Það er sigtað allt sem ég legg til hérna og ég þurfti að breyta öllum spurningunum,“ sagði Guðmundur Benediktsson í léttum tón. Held að ég hafi alltaf fengið nei „Geta Valsmenn orðið Íslandsmeistarar? Ég er búinn að spyrja að þessu í mörgum þáttum en ég held að ég hafi alltaf fengið nei,“ sagði Guðmundur. „Ég ætla að segja já,“ sagði Arnar Grétarsson. „Hvers vegna,“ spurði Guðmundur á móti. „Mér finnst bara vera að myndast alvöru lið þarna og þeir eru núna á bullandi siglingu upp á við og með mikið sjálfstraust. Mér finnst, eins og Baldur kom inn á líka, að það sé að koma rosalega skemmtilegt jafnvægi í liðið,“ sagði Arnar. Þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn „Það er mikil vinnusemi á miðjunni, vörnin orðin rosalega traust. Við þurfum ekkert að tala um sóknarleikinn, gæjana sem eru fremstir. Þeir eru líka með menn sem geta fært sig á milli og eru með rosalega stóran hóp,“ sagði Arnar. Baldur var ekki sammála Arnari. „Ég segi nei. Ég held að þeir verði bikarmeistarar en þeir geta ekki orðið Íslandsmeistarar,“ sagði Baldur. „Ég held að þeir hafi ekki lið í þetta. Þá vantar aðeins upp á breiddina en þetta er vissulega búið að líta vel út núna,“ sagði Baldur. Valsmenn geta glaðst yfir því „Miðað við það eins ótrúlegt og það hljómar. Þá finnst mér eins og Víkingur og Breiðablik séu ekki ennþá komin úr þriðja gír. Mér finnst þau vera með betri lið og yfir 27 leikja mót þá tel ég að Víkingur og Breiðablik muni berjast um þetta. Valsmenn geta glaðst yfir því að ég held að þeir verði bikarmeistarar,“ sagði Baldur. Það má heyra þessa umræðu og svörin við hinum spurningunum hér fyrir ofan.
Stúkan Besta deild karla Valur Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Fá góðar fréttir fyrir stærsta leik í sögu félagsins „Af hverju er Tómas Orri ekki að að spila í Breiðabliki?“ Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Sjá meira