Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Haraldur Örn Haraldsson skrifar 7. júlí 2025 21:43 Heimir Guðjónsson var ánægður með sitt lið en ekki dómarann. Ernir Eyjólfsson/Vísir FH tók á móti Stjörnunni í dag en leikurinn endaði í 1-1 jafntefli. Heimir Guðjónsson var ánægður með leik sinna manna, en alls ekki ánægður með frammistöðu dómarans eins og má sjá neðar í fréttinni. „Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna. Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira
„Ég held það miðað við færin sem þeir fengu í lokin. Mér fannst við frábærir í seinni hálfleik, og komum út af gríðarlegum krafti, við pressuðum þá og sköpuðum okkur góð færi. Jöfnuðum leikinn svo voru forsendur til þess að skora eitt í viðbót. Björn Daníel fékk náttúrulega algjört dauðafæri. Í uppbótatímanum gáfum við aðeins eftir, vorum búnir að hlaupa mikið. Við vorum líka góðir fyrstu 25 mínúturnar, en eftir 25 mínútur í fyrri hálfleik forum við að hætta að gera þessa hluti sem voru að virka fyrir okkur. Við vorum að tapa boltanum á slæmum stöðum, og á stöðum þar sem Stjarnan eru góðir að komast upp, sem þeir hafa sýnt í sumar. Ef við tökum bara færin þá held ég að við getum sagt að þetta hafi verið sanngjarnt, en mér fannst við betri út á vellinum,“ sagði Heimir. Heimir var allt annað en sáttur við dómarann Heimir var spurður út í vítaspyrnuna sem Stjarnan fékk, og fékk að horfa á atvikið þegar hann svaraði. „Mér finnst þetta aldrei víti. Við sjáum það her, mér finnst hann bara sparka í Tomma (Tómas Orra). Mér finnst þetta aldrei vera víti,“ sagði Heimir. Tómas kemst fyrir Andra Rúnar sem ætlar að skjóta og við það sparkar Andri í Tómas. Heimir vill meina að Tómas hafi verið búinn að vinna sér inn stöðuna þarna. Andri Rúnar skoraði úr vítinu sem Heimir segir að hafi verið dýfa.Ernir Eyjólfsson/Vísir „Algjörlega, þetta er bara dýfa, það sáu það allir á vellinum. Tommi fær svo gult fyrir þetta. Fyrst við erum byrjaðir að tala um dómgæsluna, þá get ég alveg tjáð mig núna. Þetta byrjaði þannig að við spiluðum fyrsta leikinn á móti Stjörnunni í deildinni. Þar áttum við að fá víti og það var eitthvað draugamark. Svo er þetta bara búið að halda áfram, mér finnst dómgæslan búin að vera léleg í sumar. Mér finnst dómgæslan gagnvart FH mjög slök, við fáum ekki víti, Siggi (Sigurður Bjartur) fær aldrei aukaspyrnu út á vellinum. Ég hef alltaf sagt það og er búinn að segja það núna í þrjú ár, þetta snýst um þekkingu. Því miður á þessum þrem árum, þá hafa dómararnir ekki bætt sig í þekkingunni. Það þarf að fara skoða það,“ sagði Heimir alveg greinilega verulega pirraður út í dómgæsluna.
Fótbolti Besta deild karla Stjarnan FH Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Fleiri fréttir ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Halda HM á hlaupabretti í fyrsta sinn Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Andri kallaður inn í hópinn fyrir meiddan Hauk Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð Arnór Snær snýr aftur heim Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Sjá meira