Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2025 20:40 Glæsilegur gangamunni nýju jarðganganna í Þórshöfn. Articon Færeyingar fögnuðu í gær enn einum jarðgöngunum, aðeins ellefu dögum eftir síðustu jarðgangavígslu. Nýjustu göngin eru jafnframt fyrstu innanbæjargöngin í Þórshöfn. Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Í fréttum Sýnar mátti sjá myndir Kringvarps Færeyja frá opnun nýrra jarðganga á Suðurey, Fámjinsganga, í lok júnímánaðar. Þeim var fagnað með lúðrablæstri, ræðuhöldum ráðamanna og kaffisamsæti. Rétt eins og á Íslandi er vígsla nýrra ganga í Færeyjum mikill gleðidagur fyrir viðkomandi samfélög. Við opnun Fámjinsganga notaði samgönguráðherrann ekki skæri heldur grindhvalahníf til skera á borðann að færeyskum hætti. Frá vígslu Fámjinsganga þann 26. júní síðastliðinn. Elsti íbúinn ekur fyrsta bílnum í gegn.Landsverk Þarna var verið að opna 1.200 metra löng göng sem leysa af 400 metra háan fjallveg til þorpsins Fámjins en þar búa um áttatíu manns. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. Og þarna verður enginn rukkaður um veggjöld. Frá vígsluathöfn nýju jarðganganna í Þórshöfn í gær.Articon En ekki voru liðnir nema ellefu dagar frá því Fámjinsgöngin voru opnuð að færeyskir ráðamenn voru aftur mættir með grindhvalahníf að skera á næsta borða. Í gær var nefnilega verið að opna Húsareynsgöngin, sem liggja í útjaðri Þórshafnar. Kollfirðingurin Bergur Robert Dam Jensen, formaður framkvæmdaráðs Þórshafnar, skar á borðann í Húsareynsgöngunum í gær. Elsa Berg, borgarstjóri Þórshafnar, til vinstri, og Jóhan Christiansen, samgönguráðherra Færeyja, til hægri.Articon Þau eru 1.800 metra löng, teljast vera fyrstu innanbæjargöng í Færeyjum og eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í höfuðstaðinn úr norðri. Norðanmegin opnast nýju göngin skammt frá munna Austureyjarganganna, sem tekin voru í notkun fyrir jólin 2020, en þau hafa reynst bylting fyrir samgöngukerfi eyjanna. Kátir Færeyingar ganga inn í nýju göngin.Articon Að vígsluathöfn lokinni var viðstöddum boðið til veislu í nýju Þjóðarhöll Færeyinga, Við Tjarnir, sem er skammt frá öðrum gangamunnanum. Nýju jarðgöngin eru hluti af nýrri sex kílómetra langri aðkomuleið inn í Þórshöfn úr norðri.Articon Færeyski verktakinn Articon annaðist verkið. Kostnaður var áætlaður um 6,6 milljarðar íslenskra króna. Þórshafnarbær greiðir tvo þriðju en landsjóður Færeyja þriðjung. Mannfjöldi hlýðir á ræðu borgarstjóra Þórshafnar, Elsu Berg.Articon Enginn vegtollur verður heldur innheimtur í þessum göngum, frekar en öðrum jarðgöngum Færeyinga á landi. Þar er eingöngu rukkað í neðansjávargöng milli eyja. Gamla-Ford ekið í gegnum þessi 1,8 kílómetra löngu göng.Articon
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50 Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20 Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44 Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Færeyingar fagna enn einum jarðgöngunum Færeyingar fögnuðu í gær opnun nýrra jarðganga, Fámjinsganga á Suðurey. Jóhan Christiansen, sjávarútvegs- og samgönguráðherra, opnaði göngin formlega með því að skera á borða. Elsti íbúi Fámjin, Svend Joensen, fékk svo fyrstur að aka í gegn. 26. júní 2025 14:50
Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. 19. nóvember 2022 14:20
Færeyingar byrjuðu á enn einum jarðgöngum í dag Færeyingar hófu í dag að grafa enn ein jarðgöngin, að þessu sinni tveggja kílómetra innanbæjargöng í jaðri Þórshafnar. Þetta þýðir að samtímis er núna verið að grafa sex jarðgöng í Færeyjum, til viðbótar við tvenn sem frændur okkar hafa nýlokið við. 8. maí 2023 20:44
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27