„Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Smári Jökull Jónsson skrifar 7. júlí 2025 21:05 Formaður ADHD samtakanna segir löngu vitað að tilvísunum vegna ADHD greininga myndi fjölda. Hann segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Getty Formaður ADHD samtakanna segir geðheilbrigðisstofnanir hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Fjölgun barna á biðlistum komi því ekki á óvart. Kostnaður við greiningu hjá einkaaðilum hleypur á hundruðum þúsunda. Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum. Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira
Fram kom í kvöldfréttum í gær að metfjöldi barna bíði eftir ADHD- eða einhverfugreiningu hjá Geðheilsumistöð barna. Tæplega 2500 börn eru á biðlista og sagði yfirlæknir Geðheilsumiðstöðvar að til greina kæmi að vísa tilvísunum frá. Formaður ADHD samtakanna segir það hrikalegar fréttir og að ganga yrði í málið. „Þetta er eitthvað sem er búið að vera vitað lengi og tengist líka stækkun á árgöngum. Þessar stofnanir allar, fyrir fullorðna og börn, hafa verið kerfisbundið undirfjármagnaðar. Stofnanir þurfa súrefni til að sinna sínu hlutverki og það er kjarnavandamálið,“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson formaður ADHD samtakanna í kvöldfréttum Sýnar. „Aukið fjármagn, einhverjir einn eða tveir starfsmenn og svo eru aðrir í veikindaleyfi. Þetta er ekki neitt neitt, þetta er bara hálfkák og ekkert annað.“ Verið að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi Vilhjálmur segir fjölda barna á listanum vera innan við 5% af heildarfjölda barna á aldrinum 6-17 ára og sé ekki óeðlilegur. Ný lög um farsæld barna Einhverjir foreldrar kjósi að leita til einkaaðila í von um styttri bið en kostnaður við þær greiningar hlaupi á hundruðum þúsunda. „Það getur líka tekið tíma og ég veit til dæmis að ein stofa sagði að það væri mjög stuttur biðlisti hjá þeim. Ástæðan var sú að fullt af foreldrum treystu sér ekki til að bíða þetta lengi og vita ekki einu sinni hvort niðurstaðan yrði jákvæð eða líðan verri.“ Hann segir það geti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir þroska barns að þurfa að bíða lengi eftir greiningu, það hafi áhrif á andlegan og líkamlegan þroska sem og félagslíf. „Börn sem annars myndu blómstra. Börn sem verða fullorðnir einstaklingar og nýtir í samfélaginu í staðinn fyrir að það eykst bara kostnaður. Ef þeir gera ekki neitt þá ertu að búa til framtíðarvandamál af ýmsu tagi,“ sagði Vilhjálmur að lokum.
Heilbrigðismál ADHD Börn og uppeldi Einhverfa Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Sjá meira