Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. júlí 2025 16:01 Jón, Friðrik Bjartur og Unnur kanna nýja útibúið. Vísir/Friðrik Bjartur Eigendur veitingastaðarins Asks Pizzeria á Egilsstöðum töldu það vera gabb þegar þrír kínverskir fjárfestar sögðust vilja opna með þeim útibú staðarins í Kína. Samstarfið raungerðist, þau eru nú stödd í Kína og segjast enn vera að meðtaka atburðarásina. Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“ Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira
Friðrik Bjartur Magnússon, framkvæmdastjóri Asks Pizzería, tók meðal annars þátt í gerð auglýsingu, sem sýnd er á kínverskum samfélagsmiðlum, fyrir útibú íslenska veitingastaðarins, sem nú hefur opnað í glænýrri verslunarmiðstöð í hafnarborginni Weihai. Friðrik er nú staddur í borginni ásamt þeim Jóni og Unni Örnu Borgþórsdóttur en þau þrjú hafa rekið pítsastaðinn á Egilsstöðum um árabil. Hér má sjá Jón á nýja staðnum með pítsu í hönd.Vísir/Friðrik Bjartur „Við í rauninni fengum tölvupóst í mars, sem viðreyndar sáum aldrei. Svo var hringt í strákana og sagt að það væru mættir ákveðnir aðilar frá Kína á Ask á Egilsstöðum og vildu gjarnan fá að ræða við okkur,“ segir Unnur. Þarna voru tveir kínverskir ferðamenn sem sögðust hafa ferðast mikið um Evrópu og tjáðu þeim á fundinum að þau hefðu aldrei smakkað eins góða pítsu og að félagi þeirra ætlaði sér að opna veitingastað í verslunarmiðstöð sem var í byggingu í Kína. Hér má sjá íslensku pítsurnar í Kína.Vísir/Friðrik Bjartur „Eitt leiddi einhvern veginn að öðru og við fórum í ferð til Kína, hingað til Weihai um páskana aðeins til að taka stöðuna á þessu, til að athuga hvort þetta væri raunveruleiki eða hvort þetta væri eitt stórt scam,“ segir Unnur. „Svo förum við fyrsta daginn og skoðum verslunarmiðstöðina og það virtist nú ekkert vera að fara að opna á næstunni. Þá töluðu þau um júní 28 sem við tókum sem júní 2028 þangað til við sáum talninguna á veggnum, 72 dagar í opnun,“ segir Friðrik. Og það stóðst en þau hafa nú verið í viku úti við að þjálfa starfsfólk staðarins. „Og pítsurnar þær skítlúkka hérna erum við með Pamelu á matseðli beint frá Íslandi, aha þannig þetta er búið að ganga ótrúlega vel,“ segir Friðrik og sýnir pítsuna Pamelu. „Það eiginlega verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu í hvert einasta skiptið því það er fáránlegt að þetta sé að eiga sér stað.“
Kína Múlaþing Íslendingar erlendis Veitingastaðir Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Sjá meira