Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Bjarki Sigurðsson skrifar 6. júlí 2025 23:29 Björn Gíslason er Árbæingur og borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Unnið er að umfangsmiklum breytingum við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls í Árbænum. Árbæingur segir ljóst að eftir framkvæmdirnar verði umferðartafir á svæðinu gríðarlegar og segir fleiri íbúa í hverfinu mjög áhyggjufulla. Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn. Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira
Nýlega hófust framkvæmdir við gatnamótin en á næstunni verður farið framkvæmdir við fimm gatnamót Höfðabakka til að bæta umferðaröryggi og aðgengi vegfarenda. Hingað til hafa verið þrjú framhjáhlaup á gatnamótunum. Brátt hverfa tvö þeirra á brott og í stað verða hægri beygjurnar ljósastýrðar. Ártúnsmegin hverfur fráreinin alveg, en Árbæjarmegin verður umferðarljósum komið fyrir við núverandi frárein. Borgin áætlar að afköst og þjónustustig gatnamótanna breytist ekki mikið, en því er Björn Gíslason, borgarfulltrúi og Árbæingur, ekki sammála. „Það gefur auga leið, þetta verður mjög þungt. Það eru mjög mörg fyrirtæki og stofnanir í Hálsahverfi og margir sem eru á leið í Breiðholt, Kópavog og Hafnarfjörð. Það segir sig sjálft að það verður algjör umferðarstappa hérna á Bæjarhálsinum. Áhyggjur Árbæinga eru líka, og mínar sérstaklega sem fyrrverandi slökkviliðsmaður, vegna þess að hér er slökkvistöð í Tunguhálsi. Það verður mjög erfitt fyrir þá að komast leiðar sinnar á þessum álagstímum,“ segir Björn. Fráreinin fremst á myndinni til hægri verður ljósastýrð eftir breytinguna, en fráreinin efst til hægri verður fjarlægð. Vísir/Sigurjón Hann fagnar því að það eigi að uppfæra ljósastýringabúnað við gatnamótin, en bendir á að það sé nú þegar til mun öruggari leið fyrir gangandi og hjólandi. „Það er ekki mikil umferð gangandi og hjólandi um þessi gatnamót, enda eru hér fimmtíu metrum neðar undirgöng undir Höfðabakkann sem fólk nýtir sér. Sérstaklega íbúar í Árbæ og Ártúnsholti. Það skiptir sköpum,“ segir Björn. Hér fyrir neðan má sjá staðsetningu undirganganna. Björn hefur rætt við fjölda íbúa í hverfinu sem hafa áhyggjur af breytingunni. „Þeir hafa áhyggjur af þessu. Þeir komast á fleiri stöðum út úr hverfinu, en þessi leið er mikið farin af Árbæingum. En ég held að það breytist eitthvað núna, menn eru farnir að skoða aðrar leiðir héðan út úr hverfinu,“ segir Björn.
Reykjavík Vegagerð Samgöngur Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Sjá meira