Lando Norris tólfti breski ökumaðurinn til að vinna Silverstone Haraldur Örn Haraldsson skrifar 6. júlí 2025 16:00 Lando Norris vann sinn heima kappakstur í fyrsta sinn á sínum ferli í dag. Kym Illman/Getty Images Lando Norris vann í dag Silverstone kappaksturinn í Formúlu 1. Það rigndi gríðarlega mikið á köflum í keppninni en Bretinn stóð sig frábærlega í erfiðum aðstæðum. Lando Norris saxar þá á forskot Oscar Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna. Piastri náði 2. sæti í keppninni og er með 234 stig á tímabilinu og Norris með 226 stig. Nico Hulkenberg náði 3. sæti í keppninni en þetta er fyrsta skiptið á hans langa ferli sem hófst árið 2010 sem hann nær verðlaunapalli. Nico Hulkenberg (37 ára) hafði byrjað 238 Formúlu 1 keppnir, mest allra, án þess að ná á verðlaunapall fyrir keppnina í dag.Jayce Illman/Getty Þetta var áhugaverð byrjun á enska kappakstrinum þar sem allir ökumenn byrjuðu á vætudekkjum, en strax á upphitunarhringnum fóru nokkrir ökumenn inn að Skipta yfir að þurrdekk. Rigningin myndi koma aftur, eða henni væri betur lýst sem hellidembu. Það voru nokkrir ökumenn sem duttu úr leik við þessar aðstæður, en Gabriel Bortoleto, Liam Lawson og Franco Colapinto þurftu að hætta keppni snemma. Öryggisbíllinn var sendur út þar sem rigningin var það mikil, og þegar keppnin fór aftur af stað hélt óreiðan áfram. Isack Hadjar klessti aftan á Kimi Antonelli og lauk keppni, þar af leiðandi báðir Racing Bull bílarnir úr leik. Öryggisbíllinn var aftur sendur út aðeins einum hring eftir að hann kom inn. Antonelli þurfti einnig að hætta keppni eftir þennan árekstur, þó að hann reyndi að halda sér úti á braut í einhvern tíma. Þá aðeins 15 bílar eftir. Sögulínurnar voru enn fleiri þar sem eftir að kappaksturinn fór aftur í gang missti Max Verstappen, sem var í 2. sæti, stjórn á bílnum sínum og hrundi niður listann. Oscar Piastri fékk þá tíu sekúndna refsingu fyrir að keyra hættulega fyrir aftan öryggisbíl. Lando Norris náði að nýta sér það og tók toppsætið af liðsfélaganum. Skemmtunin hélt áfram út keppnina, þar sem ökumenn skiptust á sætum, en það voru að minnsta kosti ekki fleiri bílar sem þurftu að hætta. Sjá má þá ökumenn sem unnu sér inn stig hér fyrir neðan. Lando Norris (McLaren) 25 stig Oscar Piastri (McLaren) 18 stig Nico Hulkenberg (Sauber) 15 stig Lewis Hamilton (Ferrari) 12 stig Max Verstappen (Red Bull) 10 stig Lance Stroll (Aston Martin) 8 stig Pierre Gasly (Alpine) 6 stig Fernando Alonso (Aston Martin) 4 stig Alexander Albon (Williams) 2 stig George Russell (Mercedes) 1 stig Akstursíþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira
Lando Norris saxar þá á forskot Oscar Piastri í heimsmeistarakeppni ökumanna. Piastri náði 2. sæti í keppninni og er með 234 stig á tímabilinu og Norris með 226 stig. Nico Hulkenberg náði 3. sæti í keppninni en þetta er fyrsta skiptið á hans langa ferli sem hófst árið 2010 sem hann nær verðlaunapalli. Nico Hulkenberg (37 ára) hafði byrjað 238 Formúlu 1 keppnir, mest allra, án þess að ná á verðlaunapall fyrir keppnina í dag.Jayce Illman/Getty Þetta var áhugaverð byrjun á enska kappakstrinum þar sem allir ökumenn byrjuðu á vætudekkjum, en strax á upphitunarhringnum fóru nokkrir ökumenn inn að Skipta yfir að þurrdekk. Rigningin myndi koma aftur, eða henni væri betur lýst sem hellidembu. Það voru nokkrir ökumenn sem duttu úr leik við þessar aðstæður, en Gabriel Bortoleto, Liam Lawson og Franco Colapinto þurftu að hætta keppni snemma. Öryggisbíllinn var sendur út þar sem rigningin var það mikil, og þegar keppnin fór aftur af stað hélt óreiðan áfram. Isack Hadjar klessti aftan á Kimi Antonelli og lauk keppni, þar af leiðandi báðir Racing Bull bílarnir úr leik. Öryggisbíllinn var aftur sendur út aðeins einum hring eftir að hann kom inn. Antonelli þurfti einnig að hætta keppni eftir þennan árekstur, þó að hann reyndi að halda sér úti á braut í einhvern tíma. Þá aðeins 15 bílar eftir. Sögulínurnar voru enn fleiri þar sem eftir að kappaksturinn fór aftur í gang missti Max Verstappen, sem var í 2. sæti, stjórn á bílnum sínum og hrundi niður listann. Oscar Piastri fékk þá tíu sekúndna refsingu fyrir að keyra hættulega fyrir aftan öryggisbíl. Lando Norris náði að nýta sér það og tók toppsætið af liðsfélaganum. Skemmtunin hélt áfram út keppnina, þar sem ökumenn skiptust á sætum, en það voru að minnsta kosti ekki fleiri bílar sem þurftu að hætta. Sjá má þá ökumenn sem unnu sér inn stig hér fyrir neðan. Lando Norris (McLaren) 25 stig Oscar Piastri (McLaren) 18 stig Nico Hulkenberg (Sauber) 15 stig Lewis Hamilton (Ferrari) 12 stig Max Verstappen (Red Bull) 10 stig Lance Stroll (Aston Martin) 8 stig Pierre Gasly (Alpine) 6 stig Fernando Alonso (Aston Martin) 4 stig Alexander Albon (Williams) 2 stig George Russell (Mercedes) 1 stig
Akstursíþróttir Mest lesið Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sport Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Enski boltinn Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana Fótbolti „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Sport 29 ára stórmeistari látinn Sport Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Handbolti Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Enski boltinn Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Körfubolti Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Íslenski boltinn Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Þurftu að aflýsa 24 þúsund manna maraþonhlaupi Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona Katla fagnaði sitjandi á meðan liðsfélagarnir ærðust í kringum hana „Hættulegt að ætla að halda í jafntefli eða tapa bara með einu marki“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni 29 ára stórmeistari látinn Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Kraftaverk smábæjarliðsins fullkomnað í kvöld Kristall Máni á skotskónum og fyrsti sigurinn síðan í ágúst Potter talaði sænsku á blaðamannafundinum Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Sonur Stuart Pearce lést í slysi Nýr stjóri Rangers byrjar gegn Frey „Hefur blundað í manni að taka við félagsliði“ Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Yfirlýsing Vals: „Þykir leitt að leikmaðurinn sé ósáttur“ Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Sjá meira