Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Agnar Már Másson skrifar 6. júlí 2025 12:11 Silja Bára R. Ómarsdóttir rektor segir að raunkostnaður við skráningu í Háskóla Íslands sé metinn á 180 þúsund krónur en helst vill hún að framlög ríkisisn séu aukin, annars þurfi ráðherra að leyfa skólanum ða hækka skrásetningagjald. Vísir/Anton Brink Rektor Háskóla Íslands segist helst vilja að ríkið auki fjárframlög til skólans en annars þurfi að háskólaráðherra að leyfa skólanum að hækka skrásetningargjöld, sem hún segir ekki hafa verið gert í rúman áratug. Raunkostnaður við skrásetningu í HÍ sé metinn á um 180 þúsund krónur. Lögmæti skrásetningagjalda er til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd og enn er beðið eftir niðurstöðu þar. Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar. Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Silja Bára Ómarsdóttir, rektor Háskóla Íslands, segir að rektorar allra opinberu háskólanna hafi í maí sent erindi til Loga Einarssonar háskólaráðherra þar sem rektorarnir biðja um heimild til að hækka skrásetningargjöld eða koma til móts við skólana á annan hátt fyrir skólaárið 2026-2027. Skrásetningargjöldum er ætlað að standa straum af kostnaði við skráningu í skólann, en sá raunkostnaður er reiknaður 180 þúsund krónur hjá Háskóla Íslands að sögn Silju. „Bréfið er ekki beiðni um að hækka upp í 180 þúsund, heldur er þetta bréf frá rektorum allra opinberu háskólanna um að þetta þurfi að hækka og í raun og veru er lagt fram í bréfinu bara hver raunkostnaðurinn er og ráðherra síðan beðinn um að koma til móts við það,“ segir rektor. Hún leggur þó áherslu á að háskólakerfið sé vanfjármagnað og að æskilegast væri að hið opinbera kæmi til móts við þennan kostnað. „Auðvitað myndi ég bara vilja sjá hækkuð framlög til skólans þannig að við þurfum ekki að leggja á, hækka þessi gjöld svona gríðarlega.“ Silja segir enn fremur að skrásetningargjöld hafi staðið í stað síðan 2014, en ef af hækkun verður sé ætlunin að setja inn heimild fyrir menntasjóð til að lána fyrir skráningargjöldum. „Þetta er hundrað og fjörutíu prósenta hækkun,“ sagði Ármann Leifsson, forseti Röskvu, í samtali við Vísi í gær. Viktor Pétur Finnsson, fulltrúi Vöku í stúdentaráði, sló á svipaðan streng og sagði Vöku leggjast alfarið gegn hækkun skrásetningagjalda. Blaðamaður hefur leitað viðbragða frá Loga Einarssyni ráðherra. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu hefur hann ekki tekið ákvörðun í þessu máli. Skrásetningagjöld hafa lengi verið eitt helsta bitbein stúdenta, mögulega það helsta á eftir bílastæðum, en árið 2023 voru þau úrskurður ólögmæt af úrskurðarnefnd háskólamála. Nú er lögmæti þeirra til umfjöllunar hjá áfrýjunarnefnd í málefnum háskólanema og Silja segir að beðið sé eftir niðurstöðu þar.
Háskólar Hagsmunir stúdenta Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira