Sósíalistum bolað úr Bolholti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 4. júlí 2025 19:14 Nýkjörinni stjórn Sósíalistaflokksins hefur verið gert að flytja úr húsnæði Vorstjörnunnar í Bolholti. Sósíalistaflokkur Íslands Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu. Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum. Sósíalistaflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
Mikið hefur gustað um Sósíalistaflokkinn og félög tengdum honum undanfarinn mánuð frá því að hallarbylting varð á aðalfundi flokksins í maí. Fyrrverandi stjórn flokksins, sem laut í lægra haldi á aðalfundinum, hlaut hins vegar kjör á aðalfundi Vorstjörnunnar í vikunni. Vorstjarnan er félag sem hefur verið nátengt Sósíalistaflokknum og hafa ríkisstyrkir flokksins runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Skipt var um lás í húsnæðinu beint eftir aðalfund Vorstjörnunnar. Flokknum hefur nú verið gert að flytja úr húsnæðinu og virðast flutningar standa yfir miðað við myndbirtingar flokksins á samfélagsmiðlum. „Kaflaskil hjá flokknum og það er sárt að kveðja blessað Bolholtið. En koma tímar koma ráð. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað stjórnmálaflokki?“ segir í færslu flokksins á Facebook. Í tölvupósti Sósíalistaflokksins til flokksfélaga segir að flokknum hafi skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. „Á morgun stóð til að málefnastjórn myndi kynna fyrir flokksmönnum nýja stefnu okkar í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd og íbúa af erlendum uppruna. Mótun á þeirri stefnu hefur staðið yfir í dágóða stund og er mikil vinna þar að baki.“ „Því miður neyðumst við til þess að fresta þessari kynningu því flokknum hefur nokkuð skyndilega verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Okkur þykir miður að þurfa að fresta þessari kynningunni en við munum upplýsa ykkur um nýja dagsetningu um leið og flokkurinn finnur nýtt heimili,“ segir í póstinum.
Sósíalistaflokkurinn Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira