Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Árni Jóhannsson skrifar 6. júlí 2025 16:02 Glódís í kröppum dansi í kvöld. Vísir / Anton Brink Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn Ísland byrjaði af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu átti Ingibjörg Sigurðardóttir skot í slána eftir langt innkast. Íslenskir stuðningsmenn vonuðust til að þetta myndi gefa fyrirheitin um það sem koma skildi í leiknum en leikurinn datt niður í mikla hörku og varnarleik sem var þéttur. Ísland var samt mikið kraftmeira en í síðasta leik og skapaði góðar stöður en það vantaði upp á að skapa færin. Sviss var í sama bát, skapaði stöður en komst ekki í gegnum varnarvegg íslenska liðsins. Sviss kom þó boltanum í netið eftir hornspyrnu en þar var að verki Svenja Fölmli. Hún fékk boltann eftir horn langt út í teignum, skallaði í Glódísi og þaðan fleyttist boltinn í netið þó að Cecilía hafði hendi á bolta. Svisslendingar fögnuðu en dómari leiksins var sendur í skjáinn um leið. Þá kom í ljós, og var nokkuð ljóst fyrir, að Fölmli hafði rutt Karólínu Leu niður og markið réttilega dæmt af. Það þýddi að markalaust var í hálfleik og margt jákvætt á þeim tímapunkti. Það vantaði upp á færasköpun í fyrri hálfleik en það breyttist snögglega í seinni hálfleik. Ísland fékk aukaspyrnu á góðum stað eftir tvær mínútur og tók Karólína Lea hana. Skot hennar var fast og gott en boltinn hefði þurft að dýfa sér á leiðinni og small í slánni. Aftur sláarskot og átti það í raun og veru eftir að vera kannski lýsandi fyrir leikinn. Stöngin út. Sviss fékk líka sín færi í upphafi seinni hálfleiks en varnarmúrinn íslenski og Cecilía tóku það sem skall á þeim. Íslandi óx ásmegin og þegar hálfleikurinn var hér um bil hálfnaður byrjuðu Íslendingarnir að þjarma vel að heimakonum. Það voru samt sem áður einungis nærrum því færi sem litu dagsins ljós. Íslandi reyndi að nýta löngu innköstin hjá Sveindísi en boltinn datt oft niður í teignum og var fyrir aftan sóknarmenn Íslendinga og því ekkert sem kom upp úr þeim. Svo reið ógæfan yfir. Á 76. mínútu hreinsuðu Íslendingar upp á miðju en töpuðu boltanum í miðjuhringnum og Sviss brunaði upp völlinn. Tveimur sendingum síðar reið skot af frá Géraldine Reuteler sem söng í netinu. Sydney Schertenleib átti stoðsendinguna en hún skapaði usla hjá Íslandi oft og tíðum í leiknum. Ísland beit í skjaldarrendur og reyndu að þjarma aftur að heimakonum án þess þó að skapa mikið af færum. Karólína Lea átti þó gott færi sem small í fanginu á Peng markverði Sviss og Hafrún Halldórsdóttir átti skot sem sína fyrstu snertingu sem fór rétt framhjá. Sviss refsaði svo grimmilega svo þegar leiktíminn var að líða út. Ísland átti innkast sem var hreinsað út úr vítateignum og Sviss náði að keyra upp völlinn. Þar voru Íslendingar fámennir og Sviss náði að opna vel fyrir Alayah Pilgrim sem skaut úr D boganu í varnarmann sem plataði Cecilíu í markinu og boltinn í netið við ógurlegan fögnuð heimamanna í stúkunni. Dómarinn flautaði svo til leiksloka og sorg leikmanna Íslands augljós. Ísland dettur út og spilar bara upp á stoltið á fimmtudaginn næsta. Atvik leiksins Ísland átti sláarskot í upphafi beggja hálfleikja. Ef og hefði og allt það en ef Ingibjörg hefði kannski sett boltann í slá og inn á fyrstu mínútu þá hefði það mögulega Sviss algjörlega í rot og þá er aldrei að vita hvort það hefði verið meira plás t.d. fyrir Sveindísi og Söndru í sókninni. Við munum aldrei fá að vita það. Stjörnur og skúrkar Varnarmenn Íslands stóðu sig vel og héldu Sviss lengi vel í skefjum en það dugði ekki til. Sóknarmenn verða þá að taka skúrkatitilinn í þetta sinn því það verður að skora til að vinna leikinn. Umgjörð og stemmning Frábær stemmning hjá 30 þúsund aðdáendum allan leikinn. Heyrðist oft ótrúlega vel í Bláa hafinu. Völlurinn laus í sér en þetta er víst gras sem er sett yfir gervigras. Skrýtin ákvörðun. Dómarinn Skrýtin lína hjá þeirri spænsku. Marta Huerta de Aza spjaldaði Ísland í nokkur skipti og hefði getað spjaldað heimaliðið fyrir sömu sakir en sleppti því. Það var þó gott að hún var meðvituð um að skjárinn væri til staðar. EM 2025 í Sviss Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. 6. júlí 2025 21:06
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta þurfti sigur gegn heimakonum í Sviss á Wankdorf-vellinum í Bern til að eiga möguleika á að komast upp úr riðlinum sínum en varð ekki erindi sem erfiði. Tvö mörk í síðar hálfleik tryggðu Sviss sigurinn Ísland byrjaði af miklum krafti og strax á fyrstu mínútu átti Ingibjörg Sigurðardóttir skot í slána eftir langt innkast. Íslenskir stuðningsmenn vonuðust til að þetta myndi gefa fyrirheitin um það sem koma skildi í leiknum en leikurinn datt niður í mikla hörku og varnarleik sem var þéttur. Ísland var samt mikið kraftmeira en í síðasta leik og skapaði góðar stöður en það vantaði upp á að skapa færin. Sviss var í sama bát, skapaði stöður en komst ekki í gegnum varnarvegg íslenska liðsins. Sviss kom þó boltanum í netið eftir hornspyrnu en þar var að verki Svenja Fölmli. Hún fékk boltann eftir horn langt út í teignum, skallaði í Glódísi og þaðan fleyttist boltinn í netið þó að Cecilía hafði hendi á bolta. Svisslendingar fögnuðu en dómari leiksins var sendur í skjáinn um leið. Þá kom í ljós, og var nokkuð ljóst fyrir, að Fölmli hafði rutt Karólínu Leu niður og markið réttilega dæmt af. Það þýddi að markalaust var í hálfleik og margt jákvætt á þeim tímapunkti. Það vantaði upp á færasköpun í fyrri hálfleik en það breyttist snögglega í seinni hálfleik. Ísland fékk aukaspyrnu á góðum stað eftir tvær mínútur og tók Karólína Lea hana. Skot hennar var fast og gott en boltinn hefði þurft að dýfa sér á leiðinni og small í slánni. Aftur sláarskot og átti það í raun og veru eftir að vera kannski lýsandi fyrir leikinn. Stöngin út. Sviss fékk líka sín færi í upphafi seinni hálfleiks en varnarmúrinn íslenski og Cecilía tóku það sem skall á þeim. Íslandi óx ásmegin og þegar hálfleikurinn var hér um bil hálfnaður byrjuðu Íslendingarnir að þjarma vel að heimakonum. Það voru samt sem áður einungis nærrum því færi sem litu dagsins ljós. Íslandi reyndi að nýta löngu innköstin hjá Sveindísi en boltinn datt oft niður í teignum og var fyrir aftan sóknarmenn Íslendinga og því ekkert sem kom upp úr þeim. Svo reið ógæfan yfir. Á 76. mínútu hreinsuðu Íslendingar upp á miðju en töpuðu boltanum í miðjuhringnum og Sviss brunaði upp völlinn. Tveimur sendingum síðar reið skot af frá Géraldine Reuteler sem söng í netinu. Sydney Schertenleib átti stoðsendinguna en hún skapaði usla hjá Íslandi oft og tíðum í leiknum. Ísland beit í skjaldarrendur og reyndu að þjarma aftur að heimakonum án þess þó að skapa mikið af færum. Karólína Lea átti þó gott færi sem small í fanginu á Peng markverði Sviss og Hafrún Halldórsdóttir átti skot sem sína fyrstu snertingu sem fór rétt framhjá. Sviss refsaði svo grimmilega svo þegar leiktíminn var að líða út. Ísland átti innkast sem var hreinsað út úr vítateignum og Sviss náði að keyra upp völlinn. Þar voru Íslendingar fámennir og Sviss náði að opna vel fyrir Alayah Pilgrim sem skaut úr D boganu í varnarmann sem plataði Cecilíu í markinu og boltinn í netið við ógurlegan fögnuð heimamanna í stúkunni. Dómarinn flautaði svo til leiksloka og sorg leikmanna Íslands augljós. Ísland dettur út og spilar bara upp á stoltið á fimmtudaginn næsta. Atvik leiksins Ísland átti sláarskot í upphafi beggja hálfleikja. Ef og hefði og allt það en ef Ingibjörg hefði kannski sett boltann í slá og inn á fyrstu mínútu þá hefði það mögulega Sviss algjörlega í rot og þá er aldrei að vita hvort það hefði verið meira plás t.d. fyrir Sveindísi og Söndru í sókninni. Við munum aldrei fá að vita það. Stjörnur og skúrkar Varnarmenn Íslands stóðu sig vel og héldu Sviss lengi vel í skefjum en það dugði ekki til. Sóknarmenn verða þá að taka skúrkatitilinn í þetta sinn því það verður að skora til að vinna leikinn. Umgjörð og stemmning Frábær stemmning hjá 30 þúsund aðdáendum allan leikinn. Heyrðist oft ótrúlega vel í Bláa hafinu. Völlurinn laus í sér en þetta er víst gras sem er sett yfir gervigras. Skrýtin ákvörðun. Dómarinn Skrýtin lína hjá þeirri spænsku. Marta Huerta de Aza spjaldaði Ísland í nokkur skipti og hefði getað spjaldað heimaliðið fyrir sömu sakir en sleppti því. Það var þó gott að hún var meðvituð um að skjárinn væri til staðar.
EM 2025 í Sviss Fótbolti Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. 6. júlí 2025 21:06
Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Leikmenn íslenska kvennalandsliðsins voru misgóðir í slæmu 2-0 tapi fyrir Sviss í öðrum leik liðsins á EM kvenna í fótbolta. Ísland er úr leik á mótinu. 6. júlí 2025 21:06