Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Siggeir Ævarsson skrifar 5. júlí 2025 22:47 Leikmenn liðanna stilla sér upp fyrir leik Twitter@OfficialNIFL Stórmerkilegur Evrópuleikur fór fram á Norður-Írlandi í dag þegar Glenavon FC tók á móti Erzgebirge Aue frá Þýskalandi. Sennilega kannast þó fáir við þessi lið enda leika þau bæði í neðri deildum og átti leikurinn upphaflega að fara fram árið 1960. Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025 Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira
Glenavon vann írska meistaratitilinn árið 1960 og dróst gegn Erzgebirge Aue í Evrópukeppninni næsta tímabil. En þar sem Erzgebirge Aue var staðsett á bakvið Járntjaldið í Austur-Þýskalandi fengu leikmenn Glenavon ekki vegabréfsáritanir og þrátt fyrir að heimild hefði fengist til að leika báða leikina á hlutlausum völlum varð ekkert úr því og Evrópudraumar Glenavon runnu út í sandinn. Tvít tengdi liðin saman á ný Adam Carson, fjölmiðlafulltrúi Glenavon, skrifaði tvít fyrir nokkrum árum þar sem hann ákvað að reyna að kanna áhuga Þjóðverjana á að klára einvígið og er skemmst frá því að segja að stuðningsmenn Erzgebirge Aue tóku gríðarlega vel í málið. Fyrri leikur liðanna fór fram í Þýskalandi í fyrra þar sem Þjóðverjarnir fóru með 5-0 sigur af hólmi og seinni leikurinn var leikinn í dag en einvígið endaði alls 7-0 þýska liðinu í vil. Um 1.200 þýskir stuðningsmenn gerðu sér ferð til Lurgan, heimabæjar Glenavon, og fóru í skrúðgöngu um bæinn fyrir leikinn við mikinn fögnuð innfæddra enda ekki á hverjum degi sem svo margir ferðamenn heimsækja þennan 38 þúsund manna bæ á Norður-Írlandi. Ekki eina dæmið um löngu frestaðan leik Úrslitin í leikjunum tveimur eru eðli málsins samkvæmt fyrst og fremst táknræn en Carson sagði að hugmyndin hefði kviknað út frá því að leyfa þessum tveimur fyrrum meistaraliðum að mætast og að aðdáendur gætu fagnað saman. Þetta Evrópueinvígi er þó ekki eina dæmið um frestað Evrópuleik sem var leikinn löngu seinna en árið 1930 var leikur Lailapas frá Grikklandi og Karşıyaka frá Tyrklandi flautaður af vegna veðurs eftir aðeins þrjár mínútur. Sá leikur var flautaður á á ný árið 2014 en í stöðunni 5-5 var ákveðið að leyfa honum að standa sem jafntefli um aldir alda. 🗓️Today, Glenavon (NIR) faced Erzgebirge Aue (GER) to complete a European Cup tie originally drawn in 1960/61.🛂Back then, Cold War visa issues forced both clubs to withdraw. Now, 65 years later, they finally finished the tie, Aue winning 7–0 on aggregate.🙅♂️But this isn’t… pic.twitter.com/4uQjZnBgH2— UEFA Obscura (@UEFAObscura) July 5, 2025
Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Fleiri fréttir Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Sjá meira