Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. júlí 2025 13:24 Hér fer fólk yfir götuna. Gangbrautin er ómerkt. Vísir/Sigurjón Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð við Hamrastekk í Breiðholti þann 19. júní síðastliðinn, þar sem sjö ára drengur slasaðist alvarlega þegar ekið var á hann. „Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“ Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira
„Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess,“ segir í svörum við fyrirspurn fréttastofu, sem beindi þeirri spurningu til borgarinnar hvort til stæði að koma til móts við athugasemdir íbúa um gangbraut þar sem atvikið átti sér stað. Um er að ræða vegkafla þar sem tveir göngustígar mætast en engin gangbraut er máluð á götuna né að finna umferðarmerki til að vara ökumenn við að fara varlega. Unnið er að undirskriftasöfnun og þá hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sent erindi til borgarinnar vegna málsins. Reykjavíkurborg segir í svari sínu að unnið sé að því að „rýna aðstæður“ og skoða með hvaða hætti rétt er að bregðast við. Endanleg ákvörðun um til hvaða aðgerða verður gripið liggur hins vegar ekki fyrir. Hér fyrir neðan má finna svar borgarinnar í heild: „Reykjavíkurborg harmar mjög slysið sem varð þann 19. júní síðastliðinn í Hamrastekk. Hugur okkar er hjá barninu og aðstandendum þess. Reykjavíkurborg rýnir nú aðstæður og skoðar með hvaða hætti rétt er að bregðast við en ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um í hverju aðgerðir munu felast. Reykjavíkurborg vinnur í samræmi við umferðaröryggisáætlun þar sem áhersla er á að vinna gegn því að fólk slasist alvarlega í umferðinni og þá sérstaklega að draga úr líkum á slysum hjá börnum og ungmennum. Á hverju ári er farið í nokkurn fjölda aðgerða til að bæta umferðaröryggi og hefur slysum á börnum fækkað marktækt á undanförnum árum. Dæmi um aðgerðir sem farið er í er t.a.m. að bæta götulýsingu, draga úr hraða ökutækja með hraðahindrunum, klippa gróður, merkja gangbrautir og endurleggja stíga til að bæta yfirsýn. Það er sýn borgarinnar að börn eiga að geta verið örugg á ferðum sínum um hverfi borgarinnar. Umferðaröryggi er samvinnu verkefni allra vegfarenda og lágur umferðarhraði er lykilatriði umferðaröryggis innan þéttbýlis. Því vill Reykjavíkurborg taka undir ákall lögreglunnar sem hefur birst í fjölmiðlum að undanförnu, um að ökumenn virði settan hámarkshraða.“
Reykjavík Umferð Umferðaröryggi Lögreglumál Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Innlent Fleiri fréttir FJallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Sjá meira