Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2025 09:54 Löng hefð er fyrir því í Kreml að nýta svonefnda „nytsama bjána“ í vestrænum ríkjum til ýmissa verka. Vísir/Getty Nafn dansks samsæriskenningasinna um kórónuveirufaraldurinn kemur fyrir í skjölum rússnesks sjóðs sem fjármagnar upplýsingahernað stjórnvalda í Kreml gegn Evrópu. Maðurinn hefur meðal annars boðið sig fram fyrir öfgahægriflokk og hlotið dóm fyrir að hóta ráðherra. Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum. Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira
Danska ríkisútvarpið komst yfir tugi þúsunda tölvupósta og skjala frá rússneska sjóðnum Pravfond. Þrátt fyrir að sjóðurinn sæti refsiaðgerðum Evrópusambandsins hefur hann fjármagnað upplýsingahernað í álfunni fyrir hönd rússneskra stjórnvalda. Í skjölunum er að finna nafn Kent Nielsen. Hann hefur meðal annars boðið sig fram á flestum stjórnsýslustigum fyrir öfgahægriflokkana Harðlínu (d. Stram kurs) og Frelsislistann. Sem slíkur hefur hann meðal annars tekið þátt í Kóranbrennum og mótmælum bænda gegn landbúnaðarlögum. Nielsen hefur þó vakið sérstaka athygli fyrir samsæriskenningar um kórónuveirufaraldurinn eftir að hann byrjaði að taka upp samskipti sín við stjórnmálamenn og heilbrigðisstarfsmenn á samfélagsmiðlum. Nielsen var nýlega dæmdur fyrir að áreita heilbrigðisstarfsmenn og hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að hóta Magnusi Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur. Magnus Heunicke, umhverfisráðherra Danmerkur, er á meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á Kent Nielsen.Vísir/EPA Nafn Nielsen kemur upp í sambandi við rásina „Velupplýst“ (d. Velinformeret) á samfélagsmiðlinum Telegram. Hún hefur áður verið afhjúpuð sem hluti af áróðursherferð Rússa. Þar er Nielsen sagður starfsmaður rásarinnar sem vinni við „blaðamennsku, greiningu og upplýsingaöflun“. Stjórnandi rásarinnar, rússnesk kona í Moskvu sem var áður búsett í Danmörku, lýsir Nielsen sem „áhrifamanni á dönskum hluta samfélagsmiðla“. Kannast ekki við eitt né neitt Við þetta vill Nielsen sjálfur ekki kannast. Hann viti ekkert um samning eða að hann hefði átt að fá greitt fyrir framlag til Telegram-rásarinnar. Þá hafi hann aldrei heyrt minnst á rússnesku konuna sem stýrir rásinni. Danska ríkisútvarpið segist ekki geta útilokað að Nielsen hafi verið nefndur í skjölunum án vitundar hans. Staðfestingu á millifærslum til hans sé ekki að finna í skjölunum sem það hefur undir höndum. Engu að síður voru færslur Nielsen og rása sem hann stýrir nærri því þriðjungur af um 1.100 færslum sem „Velupplýst“ deildi á sinni rás og DR fór yfir. Á móti deildi hann oft færslum „Velupplýst“ og hvatti fylgjendur sína til þess að fylgja þeirri rás. „Ég hef ekki gert samning um efni fyrir neitt. Ég deildi fullt af efni og það eru margir sem deila efni sem ég geri,“ segir Nielsen sem viðurkennir að hann þekki vel til rússnesku Telegram-rásarinnar. Sérfræðingur sem hefur rannsakað útbreiðslu samsæriskenninga í Danmörku segir að Nielsen falli eins og flís við rass við það sem Rússar leita eftir. „Þetta er fullkomið með einhvern sem er á móti innflytjendum, efast um kórónuveirufaraldurinn, er dýravelferðaraðgerðasinni, styður bændur og er á móti borgum,“ segir Jakob Bæk Kristensen frá Háskólanum í Hróarskeldu. Dreifa áróðri á flestum Evrópumálum, þar á meðal íslensku Sami sjóður, Pravfond, stendur að baki vefsíðu sem nefnist Euromore. Hún var stofnuð til þess að dreifa áróðri fyrir Kreml eftir að Evrópusambandið bannaði rússneskum ríkismiðlum að senda út í álfunni vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Vefsíðan er til á flestum tungumálum Evrópu, þar á meðal íslensku. Danska ríkisútvarpið var á meðal evrópskra fjölmiðla sem tók þátt í að afhjúpa Pravfond og Euromore í fyrra. Á meðal þess sem kom í ljós var að síðunni væri raunverulega stýrt frá Moskvu þrátt fyrir að hún væri sögð hafa ritstjórnarskrifstofu sína í Belgíu. Pravfond hefur einnig greitt fyrir málsvörn rússneskra glæpamanna erlendis. Að nafninu til er markmið sjóðsins að styðja Rússa erlendis þótt honum hafi svo í reynd verið beitt sem armi í upplýsingastríði Rússa gegn vestrænum ríkjum.
Danmörk Rússland Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Fleiri fréttir Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepin í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Sjá meira